Meirihluti vændismála felldur niður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2022 19:10 Sjötíu og sex prósent vændismála voru felld niður fyrir tveimur árum og yfir helmingur í fyrra. vísir/Rúnar Meirihluti vændiskaupamála sem hafa ratað á borð lögreglu á liðnum árum hefur verið felldur niður og á síðustu tveimur árum endaði einungis fjórðungur með sekt eða ákæru. Ríkislögreglustjóri segir forgangsraðað í þágu mála þar sem grunur er um mansal. Vændiskaupamálum á borði lögreglu hefur fjölgað á liðnum árum þrátt fyrir að teljast enn ekki ýkja mörg. Fjöldinn var í lágmarki árin 2016 til 2017 en fjölgaði verulega árið 2019 vegna átaks gegn vændis. Málin voru 33 fyrir tveimur árum og 39 í fyrra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri segir málafjöldann velta á önnum hjá lögreglu. „Þetta eru frumkvæðisverkefni og síðastliðin ár hafa verið þannig að við höfum verið með talsvert mörg verkefni. Covid, eldgos og ýmsilegt fleira.“ Enn færri mál enda með sekt eða ákæru. Fyrir tveimur árum voru 76 prósent þeirra felld niður og í fyrra rúmur helmingur. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.vísir Myndirðu vilja að það væri hægt að leggja meiri áherslu á þessi mál? „Við erum alltaf með forgangsröðun ogþað er þetta mansal sem við höfum áhyggjur af. Það er þessi hagnýting á líkama annarrar manneskju sem á ekki að eiga sér stað. Síðan er bara allt önnur staða þegar fólk af fúsum og frjálsum vilja fær fjármagnið til sín.“ Í Kompás var rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem eru hagsmunasamtök fólks í kynlífsvinnu og berjast fyrir afglæpavæðingu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Þau segja fólk sem í kynlífsþjónustu oft hika við að leita til lögreglu - og sé þá jafnvel hrætt um að missa lífsviðurværið. „Við höfum fengið sögur um að fólk segir ekki frá ofbeldi sem það verður fyrir af því það er hrætt við að vera vaktað hjá lögreglu eða hrætt við hræðilegt viðmót,“ sagði Logn, meðlimur Rauðu regnhlífarinnar í Kompás. Sigríður segir lögreglu eiga að fylgja ákveðnum ferlum þegar leitað sé til þeirra vegna ofbeldis - sama hver það sé. „Hins vegar get ég ekki útilokað að upplýsingar séu nýttar í þeim tilgangi að ná í ólöglega kaupendur. Við getum ekki útilokað það. En það á ekki að tengja þetta tvennt saman. Ofbeldi er ofbeldi. Hvort sem þú ert að selja kynlífsþjónustu eða vinnur í bakarí. Það á ekki að breyta neinu.“ Kompás Vændi Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Vændiskaupamálum á borði lögreglu hefur fjölgað á liðnum árum þrátt fyrir að teljast enn ekki ýkja mörg. Fjöldinn var í lágmarki árin 2016 til 2017 en fjölgaði verulega árið 2019 vegna átaks gegn vændis. Málin voru 33 fyrir tveimur árum og 39 í fyrra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri segir málafjöldann velta á önnum hjá lögreglu. „Þetta eru frumkvæðisverkefni og síðastliðin ár hafa verið þannig að við höfum verið með talsvert mörg verkefni. Covid, eldgos og ýmsilegt fleira.“ Enn færri mál enda með sekt eða ákæru. Fyrir tveimur árum voru 76 prósent þeirra felld niður og í fyrra rúmur helmingur. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.vísir Myndirðu vilja að það væri hægt að leggja meiri áherslu á þessi mál? „Við erum alltaf með forgangsröðun ogþað er þetta mansal sem við höfum áhyggjur af. Það er þessi hagnýting á líkama annarrar manneskju sem á ekki að eiga sér stað. Síðan er bara allt önnur staða þegar fólk af fúsum og frjálsum vilja fær fjármagnið til sín.“ Í Kompás var rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem eru hagsmunasamtök fólks í kynlífsvinnu og berjast fyrir afglæpavæðingu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Þau segja fólk sem í kynlífsþjónustu oft hika við að leita til lögreglu - og sé þá jafnvel hrætt um að missa lífsviðurværið. „Við höfum fengið sögur um að fólk segir ekki frá ofbeldi sem það verður fyrir af því það er hrætt við að vera vaktað hjá lögreglu eða hrætt við hræðilegt viðmót,“ sagði Logn, meðlimur Rauðu regnhlífarinnar í Kompás. Sigríður segir lögreglu eiga að fylgja ákveðnum ferlum þegar leitað sé til þeirra vegna ofbeldis - sama hver það sé. „Hins vegar get ég ekki útilokað að upplýsingar séu nýttar í þeim tilgangi að ná í ólöglega kaupendur. Við getum ekki útilokað það. En það á ekki að tengja þetta tvennt saman. Ofbeldi er ofbeldi. Hvort sem þú ert að selja kynlífsþjónustu eða vinnur í bakarí. Það á ekki að breyta neinu.“
Kompás Vændi Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira