Engin armslengd er á milli fjármálaráðherra og Bankasýslu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2022 07:30 Mikið hefur verið hamrað á því að fjármálaráðherra starfi í armslengd frá Bankasýslu ríkisins, og sömuleiðis hefur verið tekist á um hvort það sé raunin. Ég á sjálfur erfitt með að sjá hvernig ráðherra á að getað starfað í armslengd frá Bankasýslunni þar sem hann, skv. lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88 frá 2009, skipar sjálfur stjórn Bankasýslunnar. Í bókhaldi eru armslengdar viðskipti (e. Arm‘s length transaction) þau viðskipti sem eiga sér stað milli tveggja ótengdra aðila. Dæmi um slíkt væru viðskipti milli verslunar og birgja sem eru í eigu mismunandi aðila. Í slíkum viðskiptum eru báðir aðilar að reyna hámarka sinn hagnað og eru ekki háðir skipunum frá hinum aðilanum. Oft eiga sér þó stað viðskipti milli tengdra aðila, þ.e. sömu eigendur eiga báða aðila, þar sem það er mikilvægt (t.d. skattalega) að aðilarnir hegði viðskiptum sín á milli líkt og um tvo ótengda aðila væri að ræða. Í slíkum tilvikum er notast við svokallaðar armslengdar reglur, en þær sjá til þess að viðskipti á milli tengdra aðila séu gerð á eðlilegu markaðsverði. Ástæðan fyrir þessu er oftast að ef ekki eru notuð slík armslengdar verð þá getur t.d. birgi í háskattalandi selt verslun í lágskattalandi vörur á sérkennilega lágu verði. Þannig myndi eigandinn, sem á bæði verslunina og birgjann, lækka heildar skattbyrði sína með því að myndi hærri hagnað í lágskattalandinu en lægri í háskattalandinu. Hér er lykilatriði að skilja að birgjanum er ekki treyst til þess að stýra verðum til verslunarinnar sjálfum. Það er of mikil hætta á að birginn sé ekki að reyna hámarka sinn hagnað, og þar með skattskyldu í háskattalandinu, enda stjórnendur birgjans skipaðir af eigendum verslunarinnar sem hagnast meiri á meiri hagnaði í versluninni en minni hjá birgjanum. Svo þá er armslengd búin til með því að neyða birgjann til þess að nota þekkt verð af markaði. Hann er neyddur til að hámarka eiginn hagnað en ekki heildarhagnað verslunarinnar og birgjans saman. Ef við snúum okkur nú að fjármálaráðherra og Bankasýslunni þá er það svo að fjármálaráðherra skipar stjórn bankasýslunnar. Stjórnin skipar svo forstjóra og þannig koll af kolli. Svo ef fjármálaráðherra skipar stjórnendur Bankasýslunnar og Bankasýslan vinnur svo eftir samþykktum og stefnum fjármálaráðherra, hvar er þá armslengdin? Hvernig er Bankasýslan að starfa alveg óháð fjármálaráðherra? Ég get ekki betur séð en að þetta sé tilfellið af eiganda verslunarinnar að stýra birgjanum. Það er í sjálfu sér ekkert endilega einkennilegt, eitthver þarf að stýra. En það er þá líka eðlilegt að stjórnandinn axli ábyrgð þegar illa fer, enda er ekki að sjá neina armslengd þarna á milli sem fríar hann frá ábyrgð. Höfundur er doktorsnemi í skattahagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Salan á Íslandsbanka Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið hamrað á því að fjármálaráðherra starfi í armslengd frá Bankasýslu ríkisins, og sömuleiðis hefur verið tekist á um hvort það sé raunin. Ég á sjálfur erfitt með að sjá hvernig ráðherra á að getað starfað í armslengd frá Bankasýslunni þar sem hann, skv. lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88 frá 2009, skipar sjálfur stjórn Bankasýslunnar. Í bókhaldi eru armslengdar viðskipti (e. Arm‘s length transaction) þau viðskipti sem eiga sér stað milli tveggja ótengdra aðila. Dæmi um slíkt væru viðskipti milli verslunar og birgja sem eru í eigu mismunandi aðila. Í slíkum viðskiptum eru báðir aðilar að reyna hámarka sinn hagnað og eru ekki háðir skipunum frá hinum aðilanum. Oft eiga sér þó stað viðskipti milli tengdra aðila, þ.e. sömu eigendur eiga báða aðila, þar sem það er mikilvægt (t.d. skattalega) að aðilarnir hegði viðskiptum sín á milli líkt og um tvo ótengda aðila væri að ræða. Í slíkum tilvikum er notast við svokallaðar armslengdar reglur, en þær sjá til þess að viðskipti á milli tengdra aðila séu gerð á eðlilegu markaðsverði. Ástæðan fyrir þessu er oftast að ef ekki eru notuð slík armslengdar verð þá getur t.d. birgi í háskattalandi selt verslun í lágskattalandi vörur á sérkennilega lágu verði. Þannig myndi eigandinn, sem á bæði verslunina og birgjann, lækka heildar skattbyrði sína með því að myndi hærri hagnað í lágskattalandinu en lægri í háskattalandinu. Hér er lykilatriði að skilja að birgjanum er ekki treyst til þess að stýra verðum til verslunarinnar sjálfum. Það er of mikil hætta á að birginn sé ekki að reyna hámarka sinn hagnað, og þar með skattskyldu í háskattalandinu, enda stjórnendur birgjans skipaðir af eigendum verslunarinnar sem hagnast meiri á meiri hagnaði í versluninni en minni hjá birgjanum. Svo þá er armslengd búin til með því að neyða birgjann til þess að nota þekkt verð af markaði. Hann er neyddur til að hámarka eiginn hagnað en ekki heildarhagnað verslunarinnar og birgjans saman. Ef við snúum okkur nú að fjármálaráðherra og Bankasýslunni þá er það svo að fjármálaráðherra skipar stjórn bankasýslunnar. Stjórnin skipar svo forstjóra og þannig koll af kolli. Svo ef fjármálaráðherra skipar stjórnendur Bankasýslunnar og Bankasýslan vinnur svo eftir samþykktum og stefnum fjármálaráðherra, hvar er þá armslengdin? Hvernig er Bankasýslan að starfa alveg óháð fjármálaráðherra? Ég get ekki betur séð en að þetta sé tilfellið af eiganda verslunarinnar að stýra birgjanum. Það er í sjálfu sér ekkert endilega einkennilegt, eitthver þarf að stýra. En það er þá líka eðlilegt að stjórnandinn axli ábyrgð þegar illa fer, enda er ekki að sjá neina armslengd þarna á milli sem fríar hann frá ábyrgð. Höfundur er doktorsnemi í skattahagfræði.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun