Handbolti

Lærisveinar Aðalsteins í góðum málum eftir stórsigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hansí Kadetten Schaffhausen unnu afar sannfærandi sigur í dag.
Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hansí Kadetten Schaffhausen unnu afar sannfærandi sigur í dag. Getty/Andreas Gora

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen eru nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í undanúrslitum svissnesku úrslitakeppninnar í handbolta eftir öruggan 12 marka sigur gegn Bern í dag, 40-28.

Staðan í einvíginu fyrir leik dagsins var 1-1, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Kadetten endaði deildarkeppnina í efsta sæti deildarinnar og tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn, en andstæðingar þeirra höfnuðu í áttunda sæti.

Lærisveinar Aðalsteins voru mun sterkara liðið í dag og þeir fóru með sjö marka forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 21-14. Þeir juku svo forskot sitt í síðari hálfleik og unnu að lokum öruggan 12 marka sigur, 40-28.

Fjórði leikur liðanna fer fram á laugardaginn og þá geta Aðalsteinn og lærisveinar hans tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×