Samkynhneigðir í Kanada fá að gefa blóð Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2022 23:41 Frá og með 30. september næstkomandi mega karlmenn í Kanada gefa blóð. Marc Bruxelle/Getty Heilbrigðisyfirvöld í Kanada hafa ákveðið að aflétta banni sem hindrar samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Áður mátti karlmaður sem hafði stundað kynlíf með öðrum karlmanni síðustu þrjá mánuði ekki gefa blóð. BBC greinir frá þessu en frá og með 30. september munu karlmenn ekki vera spurðir um kynhneigð sína þegar þeir gefa blóð. Þeir munu frekar vera spurðir hvort þeir hafi tekið þátt í „áhættusömum kynlífsathöfnum“. Bannið var fyrst sett á í Kanada árið 1992 til að hindra HIV-veirunni frá því að dreifast meðal þeirra sem þiggja blóð. Allt til ársins 2013 mátti enginn samkynhneigður karlmaður gefa blóð, óháð því hvort hann hafi stundað kynlíf eða ekki. Aðrar þjóðir hafa einnig nýlega aflétt banninu, svo sem Bretland, Danmörk, Frakkland, Brasilía og Ungverjaland. Bandaríkin breyttu sinni reglugerð í kjölfar Covid-19 faraldursins en áður mátti karlmaður ekki gefa blóð innan við ári eftir seinustu kynmök með öðrum karlmanni. Nú eru það þrír mánuðir. Í september á seinasta ári gerði Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs. Breytingatillagan geri karlmönnum sem hafa stundað kynlíf með öðrum karlmönnum kleift að gefa blóð en tillagan hefur ekki verið tekin fyrir. Þann 31. janúar síðastliðinn svaraði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um málið og sagði að breytingarinnar mætti vænta í apríl eða maí. Hinsegin Jafnréttismál Kanada Tengdar fréttir Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
BBC greinir frá þessu en frá og með 30. september munu karlmenn ekki vera spurðir um kynhneigð sína þegar þeir gefa blóð. Þeir munu frekar vera spurðir hvort þeir hafi tekið þátt í „áhættusömum kynlífsathöfnum“. Bannið var fyrst sett á í Kanada árið 1992 til að hindra HIV-veirunni frá því að dreifast meðal þeirra sem þiggja blóð. Allt til ársins 2013 mátti enginn samkynhneigður karlmaður gefa blóð, óháð því hvort hann hafi stundað kynlíf eða ekki. Aðrar þjóðir hafa einnig nýlega aflétt banninu, svo sem Bretland, Danmörk, Frakkland, Brasilía og Ungverjaland. Bandaríkin breyttu sinni reglugerð í kjölfar Covid-19 faraldursins en áður mátti karlmaður ekki gefa blóð innan við ári eftir seinustu kynmök með öðrum karlmanni. Nú eru það þrír mánuðir. Í september á seinasta ári gerði Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs. Breytingatillagan geri karlmönnum sem hafa stundað kynlíf með öðrum karlmönnum kleift að gefa blóð en tillagan hefur ekki verið tekin fyrir. Þann 31. janúar síðastliðinn svaraði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um málið og sagði að breytingarinnar mætti vænta í apríl eða maí.
Hinsegin Jafnréttismál Kanada Tengdar fréttir Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18