Vaktin: Kallar Rússa hugmyndafræðilega arftaka nasista Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Árni Sæberg skrifa 29. apríl 2022 15:40 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í kvöld og kallaði Rússa hugmyndafræðilega arftaka nasista. AP/Forsetaembætti Úkraínu Stjórnvöld í Úkraínu halda áfram að fordæma harðlega tímasetningu árásar Rússa á Kænugarð en tvö flugskeyti hæfðu borgina í gær, á meðan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var staddur þar í heimsókn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir árásina í gær endurspegla viðhorf Rússa til alþjóðasamfélagsins. Hún kalli á hörð viðbrögð. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, harmaði á blaðamannafundi í gær að öryggisráði SÞ hefði ekki gert allt sem í sínu valdi stóð til að koma í veg fyrir og binda enda á átökin í Úkraínu. Þetta séu vonbrigði og afar ergilegt. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa fara hægt í sókn sinni í Donbas og segir þann árangur sem þeir hafi náð hafa haft umtalsverðan fórnarkostnað í för með sér vegna harðrar mótspyrnu Úkraínumanna. Breska leyniþjónustan segir Rússa gjalda fyrir hvern kílómeter sem þeir nái á sitt vald í Donbas. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur varað við því að stríðið í Úkraínu kunni að vara í marga mánuði eða ár. Bandalagið sé reiðubúið til að styðja við Úkraínumenn til lengri tíma og endurnýja vopnabúr þeirra. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin rannsakar nú hvort flugskeyti var skotið beint yfir kjarnorkuver nærri borginni Yuzhnoukrainsk hinn 16. apríl síðastliðinn. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir málið afar alvarlegt ef rétt reynist. Eftirliti Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Úkraínu verður hætt eftir að Rússar beittu neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að það yrði framlengt. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir að eftir mistök Nató við að hleypa Úkraínu ekki inn í bandalagið eigi Úkraínumenn það inni að aðildarríkin skoði með hvaða hætti þau geta tryggt öryggi landsins til framtíðar. Rússar hafa viðurkennt að þeir hafi framið eldflaugaárás á Kænugarð í gær, á sama tíma og António Guterres var staddur í borginni. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússands segir í samtali við rússnesku fréttaveituna Interfax að markmiðið hafi verið að granda verksmiðju, sem Rússar segja framleiða eldflaugar. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir árásina í gær endurspegla viðhorf Rússa til alþjóðasamfélagsins. Hún kalli á hörð viðbrögð. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, harmaði á blaðamannafundi í gær að öryggisráði SÞ hefði ekki gert allt sem í sínu valdi stóð til að koma í veg fyrir og binda enda á átökin í Úkraínu. Þetta séu vonbrigði og afar ergilegt. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa fara hægt í sókn sinni í Donbas og segir þann árangur sem þeir hafi náð hafa haft umtalsverðan fórnarkostnað í för með sér vegna harðrar mótspyrnu Úkraínumanna. Breska leyniþjónustan segir Rússa gjalda fyrir hvern kílómeter sem þeir nái á sitt vald í Donbas. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur varað við því að stríðið í Úkraínu kunni að vara í marga mánuði eða ár. Bandalagið sé reiðubúið til að styðja við Úkraínumenn til lengri tíma og endurnýja vopnabúr þeirra. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin rannsakar nú hvort flugskeyti var skotið beint yfir kjarnorkuver nærri borginni Yuzhnoukrainsk hinn 16. apríl síðastliðinn. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir málið afar alvarlegt ef rétt reynist. Eftirliti Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Úkraínu verður hætt eftir að Rússar beittu neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að það yrði framlengt. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir að eftir mistök Nató við að hleypa Úkraínu ekki inn í bandalagið eigi Úkraínumenn það inni að aðildarríkin skoði með hvaða hætti þau geta tryggt öryggi landsins til framtíðar. Rússar hafa viðurkennt að þeir hafi framið eldflaugaárás á Kænugarð í gær, á sama tíma og António Guterres var staddur í borginni. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússands segir í samtali við rússnesku fréttaveituna Interfax að markmiðið hafi verið að granda verksmiðju, sem Rússar segja framleiða eldflaugar. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira