Það hefur verið mikil óvissa um framtíð Pochettino eftir að PSG datt út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það nýjasta um síðustu helgi var að Antonio Conte væri á leiðinni til Parísar til að taka starfið af honum.
Franski framherjinn Kylian Mbappe er síðan að renna út á samningi í sumar og hefur verið statt og stöðugt orðaður við spænska stórliðið Real Madrid. Viðræður um nýjan samning eru hins vegar farnar í gang sem eru góðar fréttir fyrir PSG.
Plenty of signs have pointed to Mauricio Pochettino and Kylian Mbappé heading elsewhere this summer, but the PSG manager quite emphatically claims otherwise https://t.co/jk7e8AvNa8
— SI Soccer (@si_soccer) April 28, 2022
Pochettino var spurður út í framtíð sína og Mbappe hjá Paris Saint-Germain í gær og það stóð ekki á svarinu hjá honum.
„Hundrað prósent öruggt að við verðum báðir áfram,“ sagði Mauricio Pochettino.
„Þannig líður mér í dag og þetta er það sem ég sé og get sagt þér,“ sagði Pochettino.
„Ég get ekki sagt neitt annað en svona er mín tilfinning og mín sýn. Þetta er samt fótbolti og við vitum aldrei hvað getur gerst. Ég verð hins vegar að svara spurningu þinni eins og mín tilfinning er akkúrat í dag og svona er hún,“ sagði Pochettino.
One hundred percent.
— SPORF (@Sporf) April 28, 2022
Mauricio Pochettino when asked if Kylian Mbappe will be at @PSG_Inside next season. pic.twitter.com/2XWlgx7VGF
Pochettino var orðaður við Manchester United en United ákvað frekar að fá Erik Ten Hag hjá Ajax sem næsta stjóra félagsins.
„Ég á eitt ár eftir af samningi mínum og þetta er því ekki spurning um ósk mína heldur bara um stöðu samningsins,“ sagði Pochettino sem gerði PSG að frönskum meisturum um síðustu helgi.