Spyr hvort hörð umræða tengist ummælum á Búnaðarþingi eða sveitarstjórnarkosningum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2022 12:07 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins vísir/VIlhelm Innviðaráðherra velti því upp á Alþingi í morgun hvort þungar ásakanir í kjölfar ummæla á Búnaðarþingi tengist ummælunum sem slíkum eða komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem Framsóknarflokkurinn mælist á mikilli siglingu. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Sigurð Inga á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvort hann teldi ummæli sín á Búnaðarþingi, þar sem hann vísaði til framkvæmdastjóra Bændasamtakanna sem hinnar svörtu, falla undir skilgreiningu laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Hún vísaði til þess að áreitni og hvers kyns mismunun sem tengist kynþætti ætti að falla þar undir. Segja má að svör ráðherrans hafi verið talin nokkuð loðin. „Ég hef beðist afsökunar. Sú afsökunarbeiðni hefur verið meðtekin. Við vorum sammála um að ræða það ekki frekar og ég mun virða þá ósk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði málið hafa tekið á sig og fjölskyldu sína og hafa verið borinn þungum sökum af hálfu tiltekinna stjórnmálamanna og fjölmiðla - sem hann velti upp hvort tengdust raunverulega ummælunum sem slíkum. „Eða er það bara vegna þess að það eru sveitarstjórnarkosningar eftir hálfan mánuð og Framsóknarflokkurinn er farinn að taka fylgi af öðrum flokkum.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Skýringar ráðherrans hafa lagst illa í þingheim og fór Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, fram á sérstaka umræðu um fundarstjórn forseta vegna svarleysis. „Það er ekki boðlegt að formaður Framsóknarflokksins, hæstvirtur innviðaráðherra, komi hingað upp og segi að honum hafi liðið illa. Um það snýst verkefnið ekki. Við þurfum að ræða hér, sem Alþingi Íslendinga, um hversdagslegan rasisma. Hvernig við bregðumst við og hvernig þessi vinnustaður ætlar að axla þá pólitísku ábyrgð sína að sjá til þess að hver einasti Íslendingur sé velkominn í þessu landi,“ sagði Þórunn. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu hver á fætur öðrum upp í pontu vegna málsins. „Þegar hæstvirtur iðnaðarráðherra fær tækifæri til þess að enduróma afsökunarbeiðni sína til þessa risastóra hóps úr þessum ræðustól Alþingis, þá talar hann um sveitarstjórnarkosningarnar. Þá talar hann um það að þeir sem gagnrýndu orð hans, kölluðu eftir pólitískri ábyrgð, kölluðu eftir virðingu gagnvart fólki sem er af öðrum uppruna, segir hann að við höfum verið að reyna að klekkja á Einari Þorsteinssyni í Reykjavík,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Alþingi Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Sigurð Inga á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvort hann teldi ummæli sín á Búnaðarþingi, þar sem hann vísaði til framkvæmdastjóra Bændasamtakanna sem hinnar svörtu, falla undir skilgreiningu laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Hún vísaði til þess að áreitni og hvers kyns mismunun sem tengist kynþætti ætti að falla þar undir. Segja má að svör ráðherrans hafi verið talin nokkuð loðin. „Ég hef beðist afsökunar. Sú afsökunarbeiðni hefur verið meðtekin. Við vorum sammála um að ræða það ekki frekar og ég mun virða þá ósk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði málið hafa tekið á sig og fjölskyldu sína og hafa verið borinn þungum sökum af hálfu tiltekinna stjórnmálamanna og fjölmiðla - sem hann velti upp hvort tengdust raunverulega ummælunum sem slíkum. „Eða er það bara vegna þess að það eru sveitarstjórnarkosningar eftir hálfan mánuð og Framsóknarflokkurinn er farinn að taka fylgi af öðrum flokkum.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Skýringar ráðherrans hafa lagst illa í þingheim og fór Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, fram á sérstaka umræðu um fundarstjórn forseta vegna svarleysis. „Það er ekki boðlegt að formaður Framsóknarflokksins, hæstvirtur innviðaráðherra, komi hingað upp og segi að honum hafi liðið illa. Um það snýst verkefnið ekki. Við þurfum að ræða hér, sem Alþingi Íslendinga, um hversdagslegan rasisma. Hvernig við bregðumst við og hvernig þessi vinnustaður ætlar að axla þá pólitísku ábyrgð sína að sjá til þess að hver einasti Íslendingur sé velkominn í þessu landi,“ sagði Þórunn. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu hver á fætur öðrum upp í pontu vegna málsins. „Þegar hæstvirtur iðnaðarráðherra fær tækifæri til þess að enduróma afsökunarbeiðni sína til þessa risastóra hóps úr þessum ræðustól Alþingis, þá talar hann um sveitarstjórnarkosningarnar. Þá talar hann um það að þeir sem gagnrýndu orð hans, kölluðu eftir pólitískri ábyrgð, kölluðu eftir virðingu gagnvart fólki sem er af öðrum uppruna, segir hann að við höfum verið að reyna að klekkja á Einari Þorsteinssyni í Reykjavík,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Alþingi Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira