Viðbrögð flokksins ekki óvænt í ljósi sögu hans um „daður við rasisma“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2022 13:36 Kynja-og fjölbreytileikafræðingur segir að ríkari kröfur um siðferði séu gerðar til fólks á Alþingi og að þau, í krafti valdsins, eigi að ganga á undan með góðu fordæmi. Samsett mynd/Vilhelm Kynja-og fjölbreytileikafræðingur segir mál þingmanns Flokks fólksins, sem upp kom í gær, bera með sér kvenfyrirlitningu, rasisma og stéttamisnotkun. Afstaða þingflokksins og ákvörðun um að standa með þingmanninum valdi vonbrigðum en komi henni ekki á óvart því flokkurinn hafi daðrað við rasisma í stefnumálum og orðræðu. Skeytasendingar á milli Tómasar A. Tómassonar, þingmanns Flokks fólksins, og vinar hans ,frá árinu 2014, hafa farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Tómas segist í samtalinu vera nýkominn til Bangkok og að kona hafi nýlega yfirgefið herbergi hans. Í hádegisfréttum var rætt við Sóleyju Tómasdóttur en hún vinnur við að fræða fólk og fyrirtæki um jafnrétti og fjölbreytileika. Hún segir að skýringar Tómasar á samskiptunum séu ekki trúverðugar og þau beri með sér margþætta mismunun. „Þar sem kvenfyrirlitning, rasismi og stéttamisnotkun eru í gangi á sama tíma.“ Fólkið í Flokki fólksins hafi í viðbrögðum sínum ekki sett málið í samhengi við valdakerfi sem hafi mikla þýðingu. „Mér finnst viðbrögð bæði hans sjálfs og Ingu Sæland, og almennt á samfélagsmiðlum, vera til marks um að fólk átti sig ekki alveg á flóknu valdakerfi sem hann byggir hegðun sína á og er með augljósum hætti að misnota.“ Í gær fundaði Flokkur fólksins um málið og eftir að hafa gaumgæft það var tekin sú ákvörðun að standa þétt við bakið á þingmanninum. „Vitum öll að staða íslenskra karla í Taílandi er allt önnur en staða íslenskra karla í Íslandi og við getum velt fyrir okkur hvað hefði verið sagt ef hann hefði verið að ástunda þessa iðju á Íslandi.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brást ókvæða við þegar Klaustursmálið svokallaða komst í hámæli þar sem þingmaður hlutgerði íslenskan ráðherra og lítillækkaði. Sóley segir viðbrögð Ingu í máli Tómasar bera með sér tvískinnung. „En hann kemur kannski ekki á óvart í ljósi þess að Flokkur fólksins hefur daðrað við rasisma í sínum stefnumálum og málflutningi í gegnum tíðina og mér finnst þetta endurspegla viðhorf um að íslenskar konur og tælenskar konur eigi ekki að standa jöfnum fæti.“ Mál Tómasar annars vegar og mál Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra hins vegar hafa komið upp með stuttu millibili. Sóley kveðst aðspurð telja að þingmenn hefðu gott af því að sækja sér fræðslu í kynja-og fjölbreytileikafræðum sér í lagi í ljósi þess að þingmenn beri ábyrgð í krafti valdastöðu sinnar og eigi að ganga á undan með góðu fordæmi. Fyrst og fremst þurfi að höfða til samvisku Tómasar sjálfs. „Hann ætti auðvitað að velta því fyrir sér hvort hann sé hæfur til þess að gæta almannahagsmuna í þessu ábyrgðarmikla hlutverki sem hann gegnir.“ „Það er ömurlegt að Flokkur fólksins standi ekki með fátæku fólki í ríkari mæli en svo að það snúist bara um fátækt fólk sem það hefur hitt á Íslandi, ef það nær svo langt. Svo er það náttúrulega bara þannig að „Me too“ og samfélagsmiðlabyltingar undanfarinna ára virðast ekki hafa náð inn í afkima þessa flokks og það er sannarlega áhyggjuefni því ég hélt að vitundarvakningin hefði náð víðar í samfélaginu en raun ber vitni“ Afsökunarbeiðni og ábyrgð skipti máli þegar svona mál komi upp. Mál Sigurðar Inga sé alvarlegt en hann hafi þó beðist afsökunar. „Það er kannski ekki eðlismunur en það er stigsmunur á alvarleika þess sem Tómas virðist hafa gert og það sem Sigurður Ingi gerði fyrir utan það að Sigurður Ingi reyndi þó að bera í bætifláka fyrir það sem hann gerði og ég vona að hann hafi lært. Auðvitað er það þannig að fólk gerir mistök. Við eigum það öll til að gera einhvers konar mistök og að særa hvert annað en ef við lærum af því og ef við erum tilbúin til að axla á því ábyrgð og ef við erum tilbúin til þess að passa upp á að það gerist ekki aftur þá erum við að leggja okkar af mörkum til að bæta samfélagið. Framkoma Tómasar og samstaða Flokks fólksins með honum og algert iðrunarleysi er ekki til marks um að ábyrgð sé öxluð.“ Kynþáttafordómar Flokkur fólksins Jafnréttismál Alþingi Tengdar fréttir Segir Ingu standa stolta með körlum sem lítillækki konur Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir ljóst að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, standi með körlum sem lítillækki konur. Þegar á hólminn sé komið vilji Inga ekki taka raunverulega afstöðu gegn kvenfyrirlitningu. 29. apríl 2022 10:00 Inga segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að öllum hjá flokknum beri saman um það að það komi nákvæmlega engum við með hverjum Tómas A. Tómasson þingmaður sængaði í Taílandi fyrir átta árum. Hún segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar enda neiti hann að hafa keypt vændi. 28. apríl 2022 16:55 Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Skeytasendingar á milli Tómasar A. Tómassonar, þingmanns Flokks fólksins, og vinar hans ,frá árinu 2014, hafa farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Tómas segist í samtalinu vera nýkominn til Bangkok og að kona hafi nýlega yfirgefið herbergi hans. Í hádegisfréttum var rætt við Sóleyju Tómasdóttur en hún vinnur við að fræða fólk og fyrirtæki um jafnrétti og fjölbreytileika. Hún segir að skýringar Tómasar á samskiptunum séu ekki trúverðugar og þau beri með sér margþætta mismunun. „Þar sem kvenfyrirlitning, rasismi og stéttamisnotkun eru í gangi á sama tíma.“ Fólkið í Flokki fólksins hafi í viðbrögðum sínum ekki sett málið í samhengi við valdakerfi sem hafi mikla þýðingu. „Mér finnst viðbrögð bæði hans sjálfs og Ingu Sæland, og almennt á samfélagsmiðlum, vera til marks um að fólk átti sig ekki alveg á flóknu valdakerfi sem hann byggir hegðun sína á og er með augljósum hætti að misnota.“ Í gær fundaði Flokkur fólksins um málið og eftir að hafa gaumgæft það var tekin sú ákvörðun að standa þétt við bakið á þingmanninum. „Vitum öll að staða íslenskra karla í Taílandi er allt önnur en staða íslenskra karla í Íslandi og við getum velt fyrir okkur hvað hefði verið sagt ef hann hefði verið að ástunda þessa iðju á Íslandi.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brást ókvæða við þegar Klaustursmálið svokallaða komst í hámæli þar sem þingmaður hlutgerði íslenskan ráðherra og lítillækkaði. Sóley segir viðbrögð Ingu í máli Tómasar bera með sér tvískinnung. „En hann kemur kannski ekki á óvart í ljósi þess að Flokkur fólksins hefur daðrað við rasisma í sínum stefnumálum og málflutningi í gegnum tíðina og mér finnst þetta endurspegla viðhorf um að íslenskar konur og tælenskar konur eigi ekki að standa jöfnum fæti.“ Mál Tómasar annars vegar og mál Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra hins vegar hafa komið upp með stuttu millibili. Sóley kveðst aðspurð telja að þingmenn hefðu gott af því að sækja sér fræðslu í kynja-og fjölbreytileikafræðum sér í lagi í ljósi þess að þingmenn beri ábyrgð í krafti valdastöðu sinnar og eigi að ganga á undan með góðu fordæmi. Fyrst og fremst þurfi að höfða til samvisku Tómasar sjálfs. „Hann ætti auðvitað að velta því fyrir sér hvort hann sé hæfur til þess að gæta almannahagsmuna í þessu ábyrgðarmikla hlutverki sem hann gegnir.“ „Það er ömurlegt að Flokkur fólksins standi ekki með fátæku fólki í ríkari mæli en svo að það snúist bara um fátækt fólk sem það hefur hitt á Íslandi, ef það nær svo langt. Svo er það náttúrulega bara þannig að „Me too“ og samfélagsmiðlabyltingar undanfarinna ára virðast ekki hafa náð inn í afkima þessa flokks og það er sannarlega áhyggjuefni því ég hélt að vitundarvakningin hefði náð víðar í samfélaginu en raun ber vitni“ Afsökunarbeiðni og ábyrgð skipti máli þegar svona mál komi upp. Mál Sigurðar Inga sé alvarlegt en hann hafi þó beðist afsökunar. „Það er kannski ekki eðlismunur en það er stigsmunur á alvarleika þess sem Tómas virðist hafa gert og það sem Sigurður Ingi gerði fyrir utan það að Sigurður Ingi reyndi þó að bera í bætifláka fyrir það sem hann gerði og ég vona að hann hafi lært. Auðvitað er það þannig að fólk gerir mistök. Við eigum það öll til að gera einhvers konar mistök og að særa hvert annað en ef við lærum af því og ef við erum tilbúin til að axla á því ábyrgð og ef við erum tilbúin til þess að passa upp á að það gerist ekki aftur þá erum við að leggja okkar af mörkum til að bæta samfélagið. Framkoma Tómasar og samstaða Flokks fólksins með honum og algert iðrunarleysi er ekki til marks um að ábyrgð sé öxluð.“
Kynþáttafordómar Flokkur fólksins Jafnréttismál Alþingi Tengdar fréttir Segir Ingu standa stolta með körlum sem lítillækki konur Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir ljóst að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, standi með körlum sem lítillækki konur. Þegar á hólminn sé komið vilji Inga ekki taka raunverulega afstöðu gegn kvenfyrirlitningu. 29. apríl 2022 10:00 Inga segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að öllum hjá flokknum beri saman um það að það komi nákvæmlega engum við með hverjum Tómas A. Tómasson þingmaður sængaði í Taílandi fyrir átta árum. Hún segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar enda neiti hann að hafa keypt vændi. 28. apríl 2022 16:55 Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Segir Ingu standa stolta með körlum sem lítillækki konur Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir ljóst að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, standi með körlum sem lítillækki konur. Þegar á hólminn sé komið vilji Inga ekki taka raunverulega afstöðu gegn kvenfyrirlitningu. 29. apríl 2022 10:00
Inga segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að öllum hjá flokknum beri saman um það að það komi nákvæmlega engum við með hverjum Tómas A. Tómasson þingmaður sængaði í Taílandi fyrir átta árum. Hún segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar enda neiti hann að hafa keypt vændi. 28. apríl 2022 16:55
Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24