Baráttudagur verkalýðsins í skugga verðbólgu og dýrtíðar Drífa Snædal skrifar 29. apríl 2022 16:00 Dýrtíð er skollin á um alla Evrópu og við förum ekki varhluta af því. Verðbólgan mælist nú 7,2% og höfum við ekki séð slíkar tölur um árabil. Að stærstum hluta er verðbólgan innflutt, vegna Covid-kreppunnar og stríðsins í Úkraínu, sem hefur haft þau áhrif að verðlagið hefur hækkað, ekki síst á mat og eldsneyti. Í löndum þar sem kynnt er með olíu eða gasi hafa húshitunarreikningar hækkað verulega með alvarlegum afleiðingum fyrir almenning. Stjórnvöld sumra ríkja hafa brugðið á það ráð að greiða niður orku til að koma í veg fyrir heilsufarsvandamál og ótímabær dauðsföll.. Sem betur fer búum við í lokuðu orkukerfi með lágan orkukostnað en það er sama sagan hér og alls staðar annars staðar: Verðhækkanir á á grunnnauðsynjum koma verst niður á þeim sem síst skyldi því heimili sem hafa lítið umleikis greiða stærri hluta tekna í nauðsynjar. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur tæpt á þeim möguleika að fella niður eða lækka virðisaukaskatt á matvæli á meðan á dýrtíðinni stendur. Loksins sést lífsmark með ríkisstjórn Íslands en við í verkalýðshreyfingunni höfum kallað eftir neyðaraðgerðum fyrir heimilin um nokkurt skeið þegar var ljóst í hvað stefndi. Ég brýni stjórnvöld til verka til að minnka áhrif dýrtíðar á heimilin og þá sérstaklega á lægri tekjuhópa. Þótt hluti verðbólgunnar sé innfluttur þá er nokkur hluti hennar heimatilbúinn. Húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi og þar hefur skort samhæfingu Seðlabankans og stjórnvalda. Vaxtalækkanir hafa ekki haldist í hendur við aukið framboð á húsnæði og almennilega langtímastefnumótun í húsnæðismálum. Seðlabankinn nýtti ekki sín varúðartæki til að draga úr spennu á húsnæðismarkaði og þrátt fyrir að auðvelt sé að spá fyrir um aukna þörf á húsnæði hafa stjórnvöld dregið lappirnar. Nú sjáum við fram á aukna þörf á húsnæði hér á landi, bæði vegna flóttafólks frá Úkraínu og þess að fleiri innflytjendur munu leggja hönd á plóg í atvinnulífinu. Okkur vantar húsnæði á viðráðanlegum kjörum, svo einfalt er það. Því eiga húsnæðismál að vera þungamiðjan í sveitastjórnarkosningunum sem fram fara í næsta mánuði. Það er stærsta lífskjaramálið og sveitarfélögin eru lykilaðili til lausnar. Á sunnudaginn er 1. maí – baráttudagur verkalýðsins, þar sem við komum í fyrsta sinn saman síðan árið 2019 og brýnum okkur áfram til góðra verka. Sjaldan hefur verið mikilvægara að efla samstöðuna. Verkalýðshreyfingin á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við á Íslandi og sú barátta verður að halda áfram. Nú þarf að sýna að í verkalýðshreyfingunni er fólk tilbúið til verka. Sjáumst í baráttunni um allt land! https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/hatidarhold-a-1-mai-2022/ Góða helgi, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Efnahagsmál Verkalýðsdagurinn Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Dýrtíð er skollin á um alla Evrópu og við förum ekki varhluta af því. Verðbólgan mælist nú 7,2% og höfum við ekki séð slíkar tölur um árabil. Að stærstum hluta er verðbólgan innflutt, vegna Covid-kreppunnar og stríðsins í Úkraínu, sem hefur haft þau áhrif að verðlagið hefur hækkað, ekki síst á mat og eldsneyti. Í löndum þar sem kynnt er með olíu eða gasi hafa húshitunarreikningar hækkað verulega með alvarlegum afleiðingum fyrir almenning. Stjórnvöld sumra ríkja hafa brugðið á það ráð að greiða niður orku til að koma í veg fyrir heilsufarsvandamál og ótímabær dauðsföll.. Sem betur fer búum við í lokuðu orkukerfi með lágan orkukostnað en það er sama sagan hér og alls staðar annars staðar: Verðhækkanir á á grunnnauðsynjum koma verst niður á þeim sem síst skyldi því heimili sem hafa lítið umleikis greiða stærri hluta tekna í nauðsynjar. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur tæpt á þeim möguleika að fella niður eða lækka virðisaukaskatt á matvæli á meðan á dýrtíðinni stendur. Loksins sést lífsmark með ríkisstjórn Íslands en við í verkalýðshreyfingunni höfum kallað eftir neyðaraðgerðum fyrir heimilin um nokkurt skeið þegar var ljóst í hvað stefndi. Ég brýni stjórnvöld til verka til að minnka áhrif dýrtíðar á heimilin og þá sérstaklega á lægri tekjuhópa. Þótt hluti verðbólgunnar sé innfluttur þá er nokkur hluti hennar heimatilbúinn. Húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi og þar hefur skort samhæfingu Seðlabankans og stjórnvalda. Vaxtalækkanir hafa ekki haldist í hendur við aukið framboð á húsnæði og almennilega langtímastefnumótun í húsnæðismálum. Seðlabankinn nýtti ekki sín varúðartæki til að draga úr spennu á húsnæðismarkaði og þrátt fyrir að auðvelt sé að spá fyrir um aukna þörf á húsnæði hafa stjórnvöld dregið lappirnar. Nú sjáum við fram á aukna þörf á húsnæði hér á landi, bæði vegna flóttafólks frá Úkraínu og þess að fleiri innflytjendur munu leggja hönd á plóg í atvinnulífinu. Okkur vantar húsnæði á viðráðanlegum kjörum, svo einfalt er það. Því eiga húsnæðismál að vera þungamiðjan í sveitastjórnarkosningunum sem fram fara í næsta mánuði. Það er stærsta lífskjaramálið og sveitarfélögin eru lykilaðili til lausnar. Á sunnudaginn er 1. maí – baráttudagur verkalýðsins, þar sem við komum í fyrsta sinn saman síðan árið 2019 og brýnum okkur áfram til góðra verka. Sjaldan hefur verið mikilvægara að efla samstöðuna. Verkalýðshreyfingin á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við á Íslandi og sú barátta verður að halda áfram. Nú þarf að sýna að í verkalýðshreyfingunni er fólk tilbúið til verka. Sjáumst í baráttunni um allt land! https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/hatidarhold-a-1-mai-2022/ Góða helgi, Drífa
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun