Baráttudagur verkalýðsins í skugga verðbólgu og dýrtíðar Drífa Snædal skrifar 29. apríl 2022 16:00 Dýrtíð er skollin á um alla Evrópu og við förum ekki varhluta af því. Verðbólgan mælist nú 7,2% og höfum við ekki séð slíkar tölur um árabil. Að stærstum hluta er verðbólgan innflutt, vegna Covid-kreppunnar og stríðsins í Úkraínu, sem hefur haft þau áhrif að verðlagið hefur hækkað, ekki síst á mat og eldsneyti. Í löndum þar sem kynnt er með olíu eða gasi hafa húshitunarreikningar hækkað verulega með alvarlegum afleiðingum fyrir almenning. Stjórnvöld sumra ríkja hafa brugðið á það ráð að greiða niður orku til að koma í veg fyrir heilsufarsvandamál og ótímabær dauðsföll.. Sem betur fer búum við í lokuðu orkukerfi með lágan orkukostnað en það er sama sagan hér og alls staðar annars staðar: Verðhækkanir á á grunnnauðsynjum koma verst niður á þeim sem síst skyldi því heimili sem hafa lítið umleikis greiða stærri hluta tekna í nauðsynjar. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur tæpt á þeim möguleika að fella niður eða lækka virðisaukaskatt á matvæli á meðan á dýrtíðinni stendur. Loksins sést lífsmark með ríkisstjórn Íslands en við í verkalýðshreyfingunni höfum kallað eftir neyðaraðgerðum fyrir heimilin um nokkurt skeið þegar var ljóst í hvað stefndi. Ég brýni stjórnvöld til verka til að minnka áhrif dýrtíðar á heimilin og þá sérstaklega á lægri tekjuhópa. Þótt hluti verðbólgunnar sé innfluttur þá er nokkur hluti hennar heimatilbúinn. Húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi og þar hefur skort samhæfingu Seðlabankans og stjórnvalda. Vaxtalækkanir hafa ekki haldist í hendur við aukið framboð á húsnæði og almennilega langtímastefnumótun í húsnæðismálum. Seðlabankinn nýtti ekki sín varúðartæki til að draga úr spennu á húsnæðismarkaði og þrátt fyrir að auðvelt sé að spá fyrir um aukna þörf á húsnæði hafa stjórnvöld dregið lappirnar. Nú sjáum við fram á aukna þörf á húsnæði hér á landi, bæði vegna flóttafólks frá Úkraínu og þess að fleiri innflytjendur munu leggja hönd á plóg í atvinnulífinu. Okkur vantar húsnæði á viðráðanlegum kjörum, svo einfalt er það. Því eiga húsnæðismál að vera þungamiðjan í sveitastjórnarkosningunum sem fram fara í næsta mánuði. Það er stærsta lífskjaramálið og sveitarfélögin eru lykilaðili til lausnar. Á sunnudaginn er 1. maí – baráttudagur verkalýðsins, þar sem við komum í fyrsta sinn saman síðan árið 2019 og brýnum okkur áfram til góðra verka. Sjaldan hefur verið mikilvægara að efla samstöðuna. Verkalýðshreyfingin á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við á Íslandi og sú barátta verður að halda áfram. Nú þarf að sýna að í verkalýðshreyfingunni er fólk tilbúið til verka. Sjáumst í baráttunni um allt land! https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/hatidarhold-a-1-mai-2022/ Góða helgi, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Efnahagsmál Verkalýðsdagurinn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Dýrtíð er skollin á um alla Evrópu og við förum ekki varhluta af því. Verðbólgan mælist nú 7,2% og höfum við ekki séð slíkar tölur um árabil. Að stærstum hluta er verðbólgan innflutt, vegna Covid-kreppunnar og stríðsins í Úkraínu, sem hefur haft þau áhrif að verðlagið hefur hækkað, ekki síst á mat og eldsneyti. Í löndum þar sem kynnt er með olíu eða gasi hafa húshitunarreikningar hækkað verulega með alvarlegum afleiðingum fyrir almenning. Stjórnvöld sumra ríkja hafa brugðið á það ráð að greiða niður orku til að koma í veg fyrir heilsufarsvandamál og ótímabær dauðsföll.. Sem betur fer búum við í lokuðu orkukerfi með lágan orkukostnað en það er sama sagan hér og alls staðar annars staðar: Verðhækkanir á á grunnnauðsynjum koma verst niður á þeim sem síst skyldi því heimili sem hafa lítið umleikis greiða stærri hluta tekna í nauðsynjar. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur tæpt á þeim möguleika að fella niður eða lækka virðisaukaskatt á matvæli á meðan á dýrtíðinni stendur. Loksins sést lífsmark með ríkisstjórn Íslands en við í verkalýðshreyfingunni höfum kallað eftir neyðaraðgerðum fyrir heimilin um nokkurt skeið þegar var ljóst í hvað stefndi. Ég brýni stjórnvöld til verka til að minnka áhrif dýrtíðar á heimilin og þá sérstaklega á lægri tekjuhópa. Þótt hluti verðbólgunnar sé innfluttur þá er nokkur hluti hennar heimatilbúinn. Húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi og þar hefur skort samhæfingu Seðlabankans og stjórnvalda. Vaxtalækkanir hafa ekki haldist í hendur við aukið framboð á húsnæði og almennilega langtímastefnumótun í húsnæðismálum. Seðlabankinn nýtti ekki sín varúðartæki til að draga úr spennu á húsnæðismarkaði og þrátt fyrir að auðvelt sé að spá fyrir um aukna þörf á húsnæði hafa stjórnvöld dregið lappirnar. Nú sjáum við fram á aukna þörf á húsnæði hér á landi, bæði vegna flóttafólks frá Úkraínu og þess að fleiri innflytjendur munu leggja hönd á plóg í atvinnulífinu. Okkur vantar húsnæði á viðráðanlegum kjörum, svo einfalt er það. Því eiga húsnæðismál að vera þungamiðjan í sveitastjórnarkosningunum sem fram fara í næsta mánuði. Það er stærsta lífskjaramálið og sveitarfélögin eru lykilaðili til lausnar. Á sunnudaginn er 1. maí – baráttudagur verkalýðsins, þar sem við komum í fyrsta sinn saman síðan árið 2019 og brýnum okkur áfram til góðra verka. Sjaldan hefur verið mikilvægara að efla samstöðuna. Verkalýðshreyfingin á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við á Íslandi og sú barátta verður að halda áfram. Nú þarf að sýna að í verkalýðshreyfingunni er fólk tilbúið til verka. Sjáumst í baráttunni um allt land! https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/hatidarhold-a-1-mai-2022/ Góða helgi, Drífa
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun