Saman vinnum við stóru sigrana Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 1. maí 2022 07:30 Loksins getum við haldið baráttudag launafólks hátíðlegan, sótt kröfugöngur og baráttufundi eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Ísland er ríkt land og hér þykir almennt gott að búa. Mikið hefur áunnist á síðustu öld og saman höfum við unnið stóra sigra í þágu launafólks. Barátta verkalýðsins hefur í gegnum árin skilað hærri tekjum, betri kjörum og starfsaðstæðum vinnandi fólks og samstaðan hefur líka skilað okkur bættri líðan og heilsu og fjölskylduvænna samfélagi. Þessi barátta er eilíf í eðli sínu því á hverjum tíma mæta okkur nýjar áskoranir. Hvert einasta skref hefur krafist vinnu og oft átaka. Framfarir verða ekki af sjálfu sér; bætt lífsgæði frá kynslóð til kynslóðar er ekki endilega náttúruleg þróun. Ekki er hægt að breiða yfir það að í okkar litla ríka samfélagi þrífst ójöfnuður og metnað virðist vanta til að takast á við þann vanda. Virðingarleysi ríkir gagnvart stórum samfélagshópum þar sem þau í efsta lagi samfélagsins njóta meðgjafar á meðan þorri almennings er látinn bítast um brauðmolana. Á meðan stjórnvöld fjársvelta mikilvæga almannaþjónustu eru ríkiseignir seldar á brunaútsölu til útvaldra karla. Ameríski draumurinn Sá misskilningur virðist ríkjandi að það séu helst toppar á einkamarkaði sem skapi verðmæti í samfélaginu og því sé eðlilegt að þeir njóti ágóðans. Hið rétta er að vinnandi fólk skapar verðmætin. Ameríski draumurinn lifir enn góðu lífi á Íslandi og sú skoðun er viðloðandi að þau sem eiga mestar eignir og hafa hæstar tekjur séu einfaldlega klárari og sniðugri en þorri almennings. Ef fólk hafi það skítt þurfi það að vera duglegra. Þessi viðhorf eru rótin að því að vanmati og virðingarleysi sem fjöldi starfsstétta býr við. Þetta eru líka viðhorfin sem valda því að láglaunafólk, fólk af erlendum uppruna, konur og öryrkjar njóta síður virðingar. Hvenær var tekin sú ákvörðun að fólk skuli fá hærri laun fyrir að sýsla með peninga heldur en við umönnun fólks? Hvenær var tekin sú ákvörðun að innflytjendur ættu að sætta sig við lakari kjör en aðrir? Hvenær var tekin sú ákvörðun að dæma fólk sem veikist eða slasast til lífstíðar fátæktar? Við manneskjurnar erum háðar stuðningi samfélagsins sem við tilheyrum til að lifa af. Líðan okkar byggir meðal annars á því hvort við teljum okkur njóta virðingar annarra innan þess samfélags sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að það hefur verulega neikvæð áhrif á heilsufar ef einstaklingur upplifir að hann sé ekki metinn að verðleikum. Þannig hefur til að mynda vanvirðing í garð fólks verri áhrif á heilsufar þeirra en óhollt mataræði. Við getum ákveðið að breyta þessu. Gamla Ísland Það er val að viðhalda gamla Íslandi í stað þess að vinna markvisst að mennskara og meira spennandi framtíðarsamfélagi fyrir öll. Í efsta lagi samfélagsins eru teknar ákvarðanir sem valda tilfærslu á fjármagni frá hinum mörgu til hinna fáu. Í því birtist ekki síst virðingarleysið gagnvart vinnandi fólki, börnum, eldra fólki og öryrkjum. Við höfum alla burði til þess að nýta þjóðartekjur til að fjárfesta í almannaþjónustu, takast á við ójöfnuð og tryggja húsnæðis- og afkomuöryggi allra. En það er ekki gert. Í staðinn taka stjórnvöld og fjármagnseigendur, þau sem hafa tögl og hagldir í samfélaginu, höndum saman um að viðhalda kerfum sem auka ójöfnuð og lagskiptingu milli þeirra sjálfra og þorra almennings. Þau ákveða að skattleggja ekki ofurhagnað, jafnvel í atvinnugreinum eins og sjávarútvegi sem byggja verðmætasköpun sína alfarið á þjóðareign. Þau grafa undan jöfnunartækjum eins og barnabótum, húsnæðisbótum, vaxtabótum og almannatryggingum og horfa fram hjá því að stórir hópar búa ekki við húsnæðisöryggi. Þau einkavæða ríkiseignir og selja þær útvöldum á afslætti. Þau vanfjármagna sjúkrahús, hjúkrunarheimili, skóla, lögregluna og aðra mikilvæga almannaþjónustu með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk, aðstandendur og öll þau sem sinna þessum ómissandi störfum. Þau yppa öxlum þegar verðbólgan rýkur upp í stað þess að ráðast í aðgerðir til að koma til móts við íslensk heimili. Við vinnum Kjarninn í starfi verkalýðshreyfingarinnar er sameiginleg hugsjón um betra líf. Það er í okkar höndum að ákveða hvernig samfélagi við ætlum að búa í árið 2030, 2050 eða jafnvel 2100. Hvaða skref þurfum við að taka núna til að skapa samfélag mennsku, jafnréttis og jöfnuðar? Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins söfnumst við saman til að stilla saman strengi fyrir baráttuna framundan. Við beinum sjónum okkar að stjórnvöldum og fjármagnseigendum sem viðhalda mismunun og leyfa óréttlæti að grassera. Það erum við, vinnandi fólk sem sköpum verðmætin. Og það er með samstöðu okkar sem við náum fram breytingum. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður BSRB – samtök starfsfólks í almannaþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Stéttarfélög Verkalýðsdagurinn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Loksins getum við haldið baráttudag launafólks hátíðlegan, sótt kröfugöngur og baráttufundi eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Ísland er ríkt land og hér þykir almennt gott að búa. Mikið hefur áunnist á síðustu öld og saman höfum við unnið stóra sigra í þágu launafólks. Barátta verkalýðsins hefur í gegnum árin skilað hærri tekjum, betri kjörum og starfsaðstæðum vinnandi fólks og samstaðan hefur líka skilað okkur bættri líðan og heilsu og fjölskylduvænna samfélagi. Þessi barátta er eilíf í eðli sínu því á hverjum tíma mæta okkur nýjar áskoranir. Hvert einasta skref hefur krafist vinnu og oft átaka. Framfarir verða ekki af sjálfu sér; bætt lífsgæði frá kynslóð til kynslóðar er ekki endilega náttúruleg þróun. Ekki er hægt að breiða yfir það að í okkar litla ríka samfélagi þrífst ójöfnuður og metnað virðist vanta til að takast á við þann vanda. Virðingarleysi ríkir gagnvart stórum samfélagshópum þar sem þau í efsta lagi samfélagsins njóta meðgjafar á meðan þorri almennings er látinn bítast um brauðmolana. Á meðan stjórnvöld fjársvelta mikilvæga almannaþjónustu eru ríkiseignir seldar á brunaútsölu til útvaldra karla. Ameríski draumurinn Sá misskilningur virðist ríkjandi að það séu helst toppar á einkamarkaði sem skapi verðmæti í samfélaginu og því sé eðlilegt að þeir njóti ágóðans. Hið rétta er að vinnandi fólk skapar verðmætin. Ameríski draumurinn lifir enn góðu lífi á Íslandi og sú skoðun er viðloðandi að þau sem eiga mestar eignir og hafa hæstar tekjur séu einfaldlega klárari og sniðugri en þorri almennings. Ef fólk hafi það skítt þurfi það að vera duglegra. Þessi viðhorf eru rótin að því að vanmati og virðingarleysi sem fjöldi starfsstétta býr við. Þetta eru líka viðhorfin sem valda því að láglaunafólk, fólk af erlendum uppruna, konur og öryrkjar njóta síður virðingar. Hvenær var tekin sú ákvörðun að fólk skuli fá hærri laun fyrir að sýsla með peninga heldur en við umönnun fólks? Hvenær var tekin sú ákvörðun að innflytjendur ættu að sætta sig við lakari kjör en aðrir? Hvenær var tekin sú ákvörðun að dæma fólk sem veikist eða slasast til lífstíðar fátæktar? Við manneskjurnar erum háðar stuðningi samfélagsins sem við tilheyrum til að lifa af. Líðan okkar byggir meðal annars á því hvort við teljum okkur njóta virðingar annarra innan þess samfélags sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að það hefur verulega neikvæð áhrif á heilsufar ef einstaklingur upplifir að hann sé ekki metinn að verðleikum. Þannig hefur til að mynda vanvirðing í garð fólks verri áhrif á heilsufar þeirra en óhollt mataræði. Við getum ákveðið að breyta þessu. Gamla Ísland Það er val að viðhalda gamla Íslandi í stað þess að vinna markvisst að mennskara og meira spennandi framtíðarsamfélagi fyrir öll. Í efsta lagi samfélagsins eru teknar ákvarðanir sem valda tilfærslu á fjármagni frá hinum mörgu til hinna fáu. Í því birtist ekki síst virðingarleysið gagnvart vinnandi fólki, börnum, eldra fólki og öryrkjum. Við höfum alla burði til þess að nýta þjóðartekjur til að fjárfesta í almannaþjónustu, takast á við ójöfnuð og tryggja húsnæðis- og afkomuöryggi allra. En það er ekki gert. Í staðinn taka stjórnvöld og fjármagnseigendur, þau sem hafa tögl og hagldir í samfélaginu, höndum saman um að viðhalda kerfum sem auka ójöfnuð og lagskiptingu milli þeirra sjálfra og þorra almennings. Þau ákveða að skattleggja ekki ofurhagnað, jafnvel í atvinnugreinum eins og sjávarútvegi sem byggja verðmætasköpun sína alfarið á þjóðareign. Þau grafa undan jöfnunartækjum eins og barnabótum, húsnæðisbótum, vaxtabótum og almannatryggingum og horfa fram hjá því að stórir hópar búa ekki við húsnæðisöryggi. Þau einkavæða ríkiseignir og selja þær útvöldum á afslætti. Þau vanfjármagna sjúkrahús, hjúkrunarheimili, skóla, lögregluna og aðra mikilvæga almannaþjónustu með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk, aðstandendur og öll þau sem sinna þessum ómissandi störfum. Þau yppa öxlum þegar verðbólgan rýkur upp í stað þess að ráðast í aðgerðir til að koma til móts við íslensk heimili. Við vinnum Kjarninn í starfi verkalýðshreyfingarinnar er sameiginleg hugsjón um betra líf. Það er í okkar höndum að ákveða hvernig samfélagi við ætlum að búa í árið 2030, 2050 eða jafnvel 2100. Hvaða skref þurfum við að taka núna til að skapa samfélag mennsku, jafnréttis og jöfnuðar? Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins söfnumst við saman til að stilla saman strengi fyrir baráttuna framundan. Við beinum sjónum okkar að stjórnvöldum og fjármagnseigendum sem viðhalda mismunun og leyfa óréttlæti að grassera. Það erum við, vinnandi fólk sem sköpum verðmætin. Og það er með samstöðu okkar sem við náum fram breytingum. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður BSRB – samtök starfsfólks í almannaþjónustu
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun