Vaktin: Þorp enn á floti tveimur mánuðum eftir að flugskeyti hæfði nærliggjandi stíflu Árni Sæberg og Eiður Þór Árnason skrifa 30. apríl 2022 07:24 Lík almenns borgara fannst í íbúð í þorpi sem Úkraínumenn náðu nýlega aftur á sitt vald nærri Kharkív. Sprengjuárásir Rússa halda þar áfram. AP/Felipe Dana Úkraínuforseti segir árás Rússa á Kænugarð í fyrradag vera markvissa og grimma niðurlægingu á Sameinuðu þjóðunum, en aðalritari þeirra var í heimsókn í borginni þegar Rússar gerðu loftskeytaárás. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Sérfræðingur í kjarnorkumálum hjá rússneska utanríkisráðuneytinu segir að Rússar muni fara eftir þeim tilmælum sem koma fram í opinberum skjölum þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Talsmaður Pentagon segir Bandaríkjamenn hafi vanmetið ofbeldið og grimmdina af hálfu Rússa í stríðinu í Úkraínu. Selenskí Úkraínuforseti fór hörðum orðum um Rússa í ávarpi til þjóðar sinnar í gær. Meginefni ávarpsins var fordæming loftskeytaárásar Rússa á Kænugarð á fimmtudag þegar António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna var í heimsókn. Þá sagði hann hafnarborgina Mariupol vera orðna að rússneskum fangabúðum í gjöreyðilagðri borg. Framganga Rússa á svæðinu svipi mikið til framgöngu nasista í Austur-Evrópu. Staðan í Kharkív er slæm en að sögn forsetans hefur Úkraínuher náð góðum árangri í borginni. Selenskí segir innrásarherinn í Donbas-héruðunum gera allt í sínu valdi til að afmá líf algerlega á svæðinu. Stöðugar sprengju- og loftskeytaárásir Rússa bendi til þess að þeir vilji gera svæðið óbyggilegt. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Sérfræðingur í kjarnorkumálum hjá rússneska utanríkisráðuneytinu segir að Rússar muni fara eftir þeim tilmælum sem koma fram í opinberum skjölum þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Talsmaður Pentagon segir Bandaríkjamenn hafi vanmetið ofbeldið og grimmdina af hálfu Rússa í stríðinu í Úkraínu. Selenskí Úkraínuforseti fór hörðum orðum um Rússa í ávarpi til þjóðar sinnar í gær. Meginefni ávarpsins var fordæming loftskeytaárásar Rússa á Kænugarð á fimmtudag þegar António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna var í heimsókn. Þá sagði hann hafnarborgina Mariupol vera orðna að rússneskum fangabúðum í gjöreyðilagðri borg. Framganga Rússa á svæðinu svipi mikið til framgöngu nasista í Austur-Evrópu. Staðan í Kharkív er slæm en að sögn forsetans hefur Úkraínuher náð góðum árangri í borginni. Selenskí segir innrásarherinn í Donbas-héruðunum gera allt í sínu valdi til að afmá líf algerlega á svæðinu. Stöðugar sprengju- og loftskeytaárásir Rússa bendi til þess að þeir vilji gera svæðið óbyggilegt. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira