Varpa ljósi á jákvæð áhrif Covid-faraldursins Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. apríl 2022 22:30 Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Töluvert færri lögðust inn á spítala vegna lungnabólgu og hjartavandamála á árinu 2020 samanborið við árin þar áður samkvæmt nýrri rannsókn. Yfirlæknir á Landspítala segir niðurstöðurnar koma á óvart en þær varpi ljósi á áhrif smitsjúkdóma á önnur veikindi. Læknaneminn Aðalsteinn Dalmann Gylfason fór fyrir rannsókninni en hún miðaði að því að meta áhrif þeirra samkomutakmarkanna sem gripið var til árið 2020 þegar faraldur kórónuveirunnar geisaði. Slakað var á takmörkunum og þær hertar til skiptis yfir árið en þegar mest á lét var tíu manna samkomubann í gildi. Skömmu eftir að fyrstu smitin greindust hér á landi var gripið til 100 manna samkomubanns. Það er óneitanlegt að Covid hafi haft slæmar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér en ávinningurinn var þó einhver að sögn Magnúsar Gottfreðssonar, prófessors í smitsjúkdómum og yfirlæknis á Landspítala. „Allar svona ráðstafanir eins og gripið var til á þessu ári hafa á sér mjög leiðinlegar hliðar og öllum meinilla við að takmarka frelsi fólks, en það sem að kemur þarna í ljós er að það var þó einhver viðbótar heilsufarsávinningur sem fylgdi því að draga niður í þrýstingnum í samfélaginu á þessum tíma,“ segir Magnús. Mest fækkaði innlögnum vegna lungnabólgu. Inflúensan hvarf nánast á þessu tímabili og hafði það í för með sér að innlögnum vegna lungnabólgu fækkaði til að mynda um 31 prósent, innlögnum vegna bráðs hjartadreps fækkaði um 18 prósent, og hjartaþræðingum fækkaði um 23 prósent. „Við teljum að þetta séu niðurstöður sem koma nokkuð á óvart en kannski sýna okkur tengsl milli ýmis konar öndunarfærasýkinga og annarra sjúkdóma sem við höfum almennt ekki verið að tengja við smitsjúkdóma eins og inflúensu hingað til,“ segir Magnús. Niðurstöðurnar gætu nýst vel í framtíðinni, til að mynda væri hægt að leggja aukna áherslu á bólusetningu, sérstaklega hjá viðkvæmum hópum. „Vegna þess að bólusetning gegn inflúensu hefur ekki bara áhrif til að vernda okkur gegn inflúensunni sjálfri heldur þessum fylgikvillum eins og kransæðastíflu, heilaáföllum og fleiru sem að fylgir gjarnan í kjölfarið í kjölfarið,“ segir Magnús. Áfram voru samkomutakmarkanir í gildi árið 2021 og á fyrstu mánuðum 2022. „Það verður mjög áhugavert að bera árið 2021 saman við þetta sérstaka ár, 2020, og við munum örugglega gera það í framtíðinni,“ segir Magnús. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29. apríl 2022 12:36 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Læknaneminn Aðalsteinn Dalmann Gylfason fór fyrir rannsókninni en hún miðaði að því að meta áhrif þeirra samkomutakmarkanna sem gripið var til árið 2020 þegar faraldur kórónuveirunnar geisaði. Slakað var á takmörkunum og þær hertar til skiptis yfir árið en þegar mest á lét var tíu manna samkomubann í gildi. Skömmu eftir að fyrstu smitin greindust hér á landi var gripið til 100 manna samkomubanns. Það er óneitanlegt að Covid hafi haft slæmar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér en ávinningurinn var þó einhver að sögn Magnúsar Gottfreðssonar, prófessors í smitsjúkdómum og yfirlæknis á Landspítala. „Allar svona ráðstafanir eins og gripið var til á þessu ári hafa á sér mjög leiðinlegar hliðar og öllum meinilla við að takmarka frelsi fólks, en það sem að kemur þarna í ljós er að það var þó einhver viðbótar heilsufarsávinningur sem fylgdi því að draga niður í þrýstingnum í samfélaginu á þessum tíma,“ segir Magnús. Mest fækkaði innlögnum vegna lungnabólgu. Inflúensan hvarf nánast á þessu tímabili og hafði það í för með sér að innlögnum vegna lungnabólgu fækkaði til að mynda um 31 prósent, innlögnum vegna bráðs hjartadreps fækkaði um 18 prósent, og hjartaþræðingum fækkaði um 23 prósent. „Við teljum að þetta séu niðurstöður sem koma nokkuð á óvart en kannski sýna okkur tengsl milli ýmis konar öndunarfærasýkinga og annarra sjúkdóma sem við höfum almennt ekki verið að tengja við smitsjúkdóma eins og inflúensu hingað til,“ segir Magnús. Niðurstöðurnar gætu nýst vel í framtíðinni, til að mynda væri hægt að leggja aukna áherslu á bólusetningu, sérstaklega hjá viðkvæmum hópum. „Vegna þess að bólusetning gegn inflúensu hefur ekki bara áhrif til að vernda okkur gegn inflúensunni sjálfri heldur þessum fylgikvillum eins og kransæðastíflu, heilaáföllum og fleiru sem að fylgir gjarnan í kjölfarið í kjölfarið,“ segir Magnús. Áfram voru samkomutakmarkanir í gildi árið 2021 og á fyrstu mánuðum 2022. „Það verður mjög áhugavert að bera árið 2021 saman við þetta sérstaka ár, 2020, og við munum örugglega gera það í framtíðinni,“ segir Magnús.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29. apríl 2022 12:36 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29. apríl 2022 12:36