Forstjóri Sjúkratrygginga þvertekur fyrir hörku í eftirliti Árni Sæberg skrifar 1. maí 2022 13:05 María Heimisdóttir er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Stöð 2/Egill Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands kannast ekki við að aukin harka sé komin í eftirlit stofnunarinnar með veitendum heilbrigðisþjónustu Formaður Læknafélags Reykjavíkur sagði í gær að Sjúkratryggingar Íslands hefðu farið mjög harkalega fram í eftirliti og endurkröfum sínum á hendur læknum og stofum undanfarið. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segist ekki kannast við að stofnunin beiti aukinni hörku heldur sé hún aðeins að framfylgja lögbundinni eftirlitsskyldu sinni. „Sjúkratryggingar hafa auðvitað skyldu til að sinna eftirliti og í ljósi þess hvað við greiðum út mikið í sjúkratryggingar, við erum að greiða hátt í 130 milljarða á ári í alls konar tryggingar og þjónustu, þá er auðvitað nauðsynlegt að hafa eftirlit með því. Við höfum verið gagnrýnd í gegnum tíðina fyrir að sinna eftirliti ekki nægilega vel, meðal annars benti Læknafélagið einhvern tímann á það. Við stofnuðum nýja eftirlitsdeild fyrir einu og hálfu ári síðan og við teljum það algjörlega nauðsynlegt í okkar starfi,“ segir María. Hún segir eftirlitsdeildina hafa bætt skipulag eftirlits stofnunarinnar og nú séu skýrari verklagsreglur til staðar en áður. Læknar fái að svara fyrir sig María segir að það heyri til undantekninga að Sjúkratryggingar þurfi að hafa afskipti af læknum og þau tilvik séu langoftast leyst farsællega með samkomulagi. „Í öllum eftirlitsmálum þá er það algjör regla að þeir sem eru til eftirlits fái að leggja fram sínar skýringar og koma frekari upplýsingum á framfæri. Oft leysast mál þá ef koma fram góðar skýringar. Ef að það gerist ekki, sem er alltaf í einhverjum tilvikum, að það virðast ekki vera eðlilegar skýringar á einhverri reikningsgerð, þá fer bara málið í sinn farveg. En ég held að það sé ekki hægt að segja að við göngum fram af mikilli hörku við innheimtu,“ segir María. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hótar að velta endurkröfu yfir á skjólstæðinga sína Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að sjúklingar sem njóta greiðsluþátttöku stofnunarinnar eiga ekki að bera fjárhagslegt tjón af endurkröfum sem stofnunin kann að gera á veitendur heilbrigðisþjónustu vegna óviðeigandi reikningsgerðar. 29. apríl 2022 18:58 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Formaður Læknafélags Reykjavíkur sagði í gær að Sjúkratryggingar Íslands hefðu farið mjög harkalega fram í eftirliti og endurkröfum sínum á hendur læknum og stofum undanfarið. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segist ekki kannast við að stofnunin beiti aukinni hörku heldur sé hún aðeins að framfylgja lögbundinni eftirlitsskyldu sinni. „Sjúkratryggingar hafa auðvitað skyldu til að sinna eftirliti og í ljósi þess hvað við greiðum út mikið í sjúkratryggingar, við erum að greiða hátt í 130 milljarða á ári í alls konar tryggingar og þjónustu, þá er auðvitað nauðsynlegt að hafa eftirlit með því. Við höfum verið gagnrýnd í gegnum tíðina fyrir að sinna eftirliti ekki nægilega vel, meðal annars benti Læknafélagið einhvern tímann á það. Við stofnuðum nýja eftirlitsdeild fyrir einu og hálfu ári síðan og við teljum það algjörlega nauðsynlegt í okkar starfi,“ segir María. Hún segir eftirlitsdeildina hafa bætt skipulag eftirlits stofnunarinnar og nú séu skýrari verklagsreglur til staðar en áður. Læknar fái að svara fyrir sig María segir að það heyri til undantekninga að Sjúkratryggingar þurfi að hafa afskipti af læknum og þau tilvik séu langoftast leyst farsællega með samkomulagi. „Í öllum eftirlitsmálum þá er það algjör regla að þeir sem eru til eftirlits fái að leggja fram sínar skýringar og koma frekari upplýsingum á framfæri. Oft leysast mál þá ef koma fram góðar skýringar. Ef að það gerist ekki, sem er alltaf í einhverjum tilvikum, að það virðast ekki vera eðlilegar skýringar á einhverri reikningsgerð, þá fer bara málið í sinn farveg. En ég held að það sé ekki hægt að segja að við göngum fram af mikilli hörku við innheimtu,“ segir María.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hótar að velta endurkröfu yfir á skjólstæðinga sína Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að sjúklingar sem njóta greiðsluþátttöku stofnunarinnar eiga ekki að bera fjárhagslegt tjón af endurkröfum sem stofnunin kann að gera á veitendur heilbrigðisþjónustu vegna óviðeigandi reikningsgerðar. 29. apríl 2022 18:58 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hótar að velta endurkröfu yfir á skjólstæðinga sína Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að sjúklingar sem njóta greiðsluþátttöku stofnunarinnar eiga ekki að bera fjárhagslegt tjón af endurkröfum sem stofnunin kann að gera á veitendur heilbrigðisþjónustu vegna óviðeigandi reikningsgerðar. 29. apríl 2022 18:58