Fram kemur í Morgunblaðinu í morgun að flestir, eða rúmlega átján hundruð manns, hafi greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta er meiri þátttaka en í kosningunum árið 2018 en utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur nú í fjórar vikur en ekki í átta eins og verið hefur undanfarnar kosningar.
Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir að búist sé við því að kjörsókn muni aukast verulega fram að sjálfum kjördeginum og því hafi verið ákveðið að hafa opið lengur, eða til klukkan tíu alla daga í Holtagörðum.