Hljóðið í stimplunum getur komið upp um kjósandann Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2022 10:56 Lagt er upp með að kosningarnar séu leynilegar. En kjósandi á Vesturlandi bendir á að ef hann ætli að skila auðu og lýsa þannig því yfir að ekkert framboð hugnist sér, þá þýði það að afstaða hans sé ljós þeim sem utan kjörklefans eru. vísir/vilhelm Hljóðið í stimplunum sem notaðir eru til að greiða atkvæði geta afhjúpað hina áskyldu leynd í komandi kosningunum. Þetta kemur fram í frétt Skessuhorns sem ræddi við kjósanda sem ekki verður heima á kjördag, þann 14. maí næstkomandi og fór því til að greiða atkvæði utankjörstaða. Kosningin aðeins að hluta til leynileg Hann gerði sér ferð til sýslumanns á Vesturlandi og Skessuhorn hefur eftirfarandi eftir manninum, sem að augljósum ástæðum er nafnlaus í virðingarskyni við það að kosningar eigi að vera leynilegar: „Boðið er uppá stimpil með bókstöfum flokkanna. Það heyrist greinilega þegar stimpillinn er notaður. Þar með er kosningin aðeins að hluta til leynileg því það að skila auðu er einnig afstaða; þýðir að kjósandinn er óánægður með þá lista sem í boði eru. Líklega ætti að sleppa þessum stimplum,“ sagði þessi ónefndi einstaklingur. Skessuhorn telur vert að koma þessu á framfæri við sýslumenn, bjóða þyrfti upp á stimpla með lausum stimpilpúðum. En með þeim væri hægt að framkvæma kosningarnar hljóðlega, þannig að ekki sé hægt að átta sig á afstöðu kjósandans utan kjörklefa. Mörg mæðan Margvísleg mæðan er tengd komandi sveitarstjórnarkosninga. En Vísir hefur til dæmis greint frá því að ný kosningalög þýða að verulega hertar kröfur um hæfi þýðir að endurskipuleggja hefur þurft kjörstjórnir í stórum stíl, um land allt. Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri Múlaþings segir stefna í vandræði víða um land og ekki síst í litlum samfélögum. „Þetta er víða snúið og maður sér það í litlum samfélagögum að þurrkast gömlu kjörstjórnirnar nánast út. Þessi hæfisregla. sem er ströng,“ segir Óðinn Gunnar og dregur ekki úr því að hún sé góð og gild. En menn eigi eftir að reka sig á. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Skessuhorns sem ræddi við kjósanda sem ekki verður heima á kjördag, þann 14. maí næstkomandi og fór því til að greiða atkvæði utankjörstaða. Kosningin aðeins að hluta til leynileg Hann gerði sér ferð til sýslumanns á Vesturlandi og Skessuhorn hefur eftirfarandi eftir manninum, sem að augljósum ástæðum er nafnlaus í virðingarskyni við það að kosningar eigi að vera leynilegar: „Boðið er uppá stimpil með bókstöfum flokkanna. Það heyrist greinilega þegar stimpillinn er notaður. Þar með er kosningin aðeins að hluta til leynileg því það að skila auðu er einnig afstaða; þýðir að kjósandinn er óánægður með þá lista sem í boði eru. Líklega ætti að sleppa þessum stimplum,“ sagði þessi ónefndi einstaklingur. Skessuhorn telur vert að koma þessu á framfæri við sýslumenn, bjóða þyrfti upp á stimpla með lausum stimpilpúðum. En með þeim væri hægt að framkvæma kosningarnar hljóðlega, þannig að ekki sé hægt að átta sig á afstöðu kjósandans utan kjörklefa. Mörg mæðan Margvísleg mæðan er tengd komandi sveitarstjórnarkosninga. En Vísir hefur til dæmis greint frá því að ný kosningalög þýða að verulega hertar kröfur um hæfi þýðir að endurskipuleggja hefur þurft kjörstjórnir í stórum stíl, um land allt. Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri Múlaþings segir stefna í vandræði víða um land og ekki síst í litlum samfélögum. „Þetta er víða snúið og maður sér það í litlum samfélagögum að þurrkast gömlu kjörstjórnirnar nánast út. Þessi hæfisregla. sem er ströng,“ segir Óðinn Gunnar og dregur ekki úr því að hún sé góð og gild. En menn eigi eftir að reka sig á.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira