Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2022 12:41 Frá Norðurfirði á Ströndum. Um þrjátíu strandveiðibátar lönduðu þar í fyrra. Egill Aðalsteinsson. Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. Í hádegisfréttum Bylgjunnar kom fram að 444 bátar eru þegar komnir með strandveiðileyfi á þessum fyrsta degi veiðanna, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu í morgun, um fimmtíu fleiri en á upphafsdeginum í fyrra en þá voru þeir 395 talsins. Venjan er að bátunum fjölgar næstu vikurnar en í fyrrasumar urðu þeir alls 672 talsins sem stunduðu strandveiðarnar. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, býst við að þeir verði ennþá fleiri í ár, eða um og yfir 700 talsins. Strandveiðarnar eru leyfðar í allt að fjóra mánuði yfir sumartímann, til loka ágústmánaðar, eða þar til 11.100 tonna strandveiðipottur sumarsins klárast, en í fyrra kláraðist potturinn þann 18. ágúst. Afli strandveiðibáta nam í fyrra rúmum 12 þúsund tonnum og var honum landað á 51 stað hringinn í kringum landið. Mesta aflanum var landað á Patreksfirði en þar á eftir komu Bolungarvík, Ólafsvík, Skagaströnd og Norðurfjörður á Ströndum. Sjómenn sem ætluðu að hefja veiðarnar þar í morgun hættu hins vegar nokkrir við, að sögn Hilmars F. Thorarensen á Gjögri og er ástæðan sú að flutningabílar komast ekki norður í Árneshrepp vegna þungatakmarkana. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er aðeins leyfður fimm tonna öxulþungi á veginum. Kvaðst Hilmar þó vita um tvo báta sem fóru á sjó úr Norðurfirði og ætluðu eigendur þeirra sjálfir að aka með aflann til Hólmavíkur. Hilmar sagði að annars væri eina leiðin að senda fiskinn með flugvél. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, kvaðst í morgun varla trúa því að þetta væri staðan en strandveiðarnar hafa mikla þýðingu þar og segir Eva að í fyrra hafi um þrjátíu strandveiðibátar landað í Árneshreppi. Fjallað var um vegamálin í Árneshreppi í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fjórum árum: Sjávarútvegur Árneshreppur Vegagerð Samgöngur Byggðamál Strandabyggð Tengdar fréttir Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15 Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar kom fram að 444 bátar eru þegar komnir með strandveiðileyfi á þessum fyrsta degi veiðanna, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu í morgun, um fimmtíu fleiri en á upphafsdeginum í fyrra en þá voru þeir 395 talsins. Venjan er að bátunum fjölgar næstu vikurnar en í fyrrasumar urðu þeir alls 672 talsins sem stunduðu strandveiðarnar. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, býst við að þeir verði ennþá fleiri í ár, eða um og yfir 700 talsins. Strandveiðarnar eru leyfðar í allt að fjóra mánuði yfir sumartímann, til loka ágústmánaðar, eða þar til 11.100 tonna strandveiðipottur sumarsins klárast, en í fyrra kláraðist potturinn þann 18. ágúst. Afli strandveiðibáta nam í fyrra rúmum 12 þúsund tonnum og var honum landað á 51 stað hringinn í kringum landið. Mesta aflanum var landað á Patreksfirði en þar á eftir komu Bolungarvík, Ólafsvík, Skagaströnd og Norðurfjörður á Ströndum. Sjómenn sem ætluðu að hefja veiðarnar þar í morgun hættu hins vegar nokkrir við, að sögn Hilmars F. Thorarensen á Gjögri og er ástæðan sú að flutningabílar komast ekki norður í Árneshrepp vegna þungatakmarkana. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er aðeins leyfður fimm tonna öxulþungi á veginum. Kvaðst Hilmar þó vita um tvo báta sem fóru á sjó úr Norðurfirði og ætluðu eigendur þeirra sjálfir að aka með aflann til Hólmavíkur. Hilmar sagði að annars væri eina leiðin að senda fiskinn með flugvél. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, kvaðst í morgun varla trúa því að þetta væri staðan en strandveiðarnar hafa mikla þýðingu þar og segir Eva að í fyrra hafi um þrjátíu strandveiðibátar landað í Árneshreppi. Fjallað var um vegamálin í Árneshreppi í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fjórum árum:
Sjávarútvegur Árneshreppur Vegagerð Samgöngur Byggðamál Strandabyggð Tengdar fréttir Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15 Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13
Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15
Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30