Samkvæmt Sportitalia framlengdist samningur Mazzarri við Cagliari sjálfkrafa til ársins 2024 við það að félagið skyldi reka hann þrátt fyrir að liðið væri ekki í fallsæti.
Cagliari er tveimur stigum frá fallsæti og samkvæmt klásúlunni dugar það því til að tryggja Mazzarri laun næstu tvö árin þrátt fyrir að hann hafi nú verið rekinn.
CAGLIARI, ESONERO E RINNOVO PER MAZZARRI
— Sportitalia (@tvdellosport) May 2, 2022
Il #Cagliari esonera #Mazzarri ma nel paradosso del mercato gli prolunga il contratto fino al 2024. Con l'esonero e la squadra non nelle ultime tre posizioni si attiva il rinnovo. Per la panchina, l'unica soluzione è #Agostini
Alessandro Agostini mun stýra Cagliari í síðustu þremur umferðunum í ítölsku A-deildinni
Mazzarri tók við Cagliari í september í fyrra en hann hefur fallið í áliti á undanförnum árum eftir að hafa getið sér gott orð sem þjálfari Napoli sem hann gerði til að mynda að bikarmeistara árið 2012.
Hann stýrði Inter 2013-2014 og Mazzarri var svo orðaður við Liverpool árið 2015, og af veðbönkum talinn þriðji líklegastur til að fá starfið, á eftir Carlo Ancelotti og Jürgen Klopp sem var svo ráðinn.
Þrátt fyrir að tala ekki ensku komst Mazzarri hins vegar að í ensku úrvalsdeildinni þegar hann var ráðinn knattspyrnustjóri Watford sumarið 2016. Hann var þó látinn fara eftir eina leiktíð, eftir að Watford endaði í 17. sæti.
Mazzarri stýrði svo Torino frá janúar 2018 og fram í febrúar 2020 en var rekinn í kjölfar 7-0 taps gegn Atalanta og 4-0 taps gegn Lecce, og tíminn hjá Cagliari varð eins og fyrr segir ekki langur.