Boða allt að 30 prósenta samdrátt á losun vegna steypu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 18:16 Breytingar á steypukafla byggingarreglugerðar gætu haft í för með sér verulegan samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda. Vísir/Vilhelm Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir straumhvörf væntanleg í byggingariðnaði með fyrirhuguðum breytingum á styepukafla byggingarreglugerðar. Með þeim megi búast við allt að þrjátíu prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna steypu. Breytt regluverk um steypu var kynnt á fundi innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, í dag og hafa drög að reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð verið birt í samráðsgáttinni. Fram kemur í tilkynningu á vef HMS að áætla megi að breytingar á regluverkinu geti haft þau áhrif að um 20 til 30 prósenta samdráttur verði á losun gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar steypu og um sex prósenta samdráttur á losun vegna byggingariðnaðarins í heild. Þá segir að helstu breytingarnar felist í sveigjanlegri og markmiðsbundnum ákvæðum sem muni opna fyrir grænar lausnir en áfram verði sömu áherslur á öryggi og gæði. „Breytingarnar skapa meðal annars hvata til að nota fjölbreyttari samsetningar í steypuíblöndun, nýta mismunandi blöndur fyrir ólíkar aðstæður og endurvinna steinefni. Markmiðið er að lágmarka umhverfisáhrif steypunnar og tryggja endingu hennar með tilheyrandi ávinningi,“ segir í tilkynningunni. Þannig megi lækka kolefnisspor íslenskra bygginga en byggingarefnin sjálf beri ábyrgð á um 45 prósentum kolefnissporsins. Fram kemur í tilkynningunni að sérstakur faghópur hafi unnið tillögurnar á breytingunum og hafi fyrstu tillögur verið unnar í samstarfi við sérfræðingana Eyþór Rafn Þórhallsson dósent í iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík, Einar Einarsson framkvæmdastjóra gæða- og umhverfissviðs og Hornsteins og Guðbjart Einarsson sviðsstjóra bygginga hjá Ríkiseignum. Í framhaldinu hafi svo verið settur á stofn samráðshópur fagaðila en í þeim hópi áttu sæti Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök iðnaðarins, Verkfræðingafélag Íslands, Arkitektafélag Íslands, Grænni byggð, Verkfræðistofnun Háskóla Íslands og Mannvit. Byggingariðnaður Umhverfismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Breytt regluverk um steypu var kynnt á fundi innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, í dag og hafa drög að reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð verið birt í samráðsgáttinni. Fram kemur í tilkynningu á vef HMS að áætla megi að breytingar á regluverkinu geti haft þau áhrif að um 20 til 30 prósenta samdráttur verði á losun gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar steypu og um sex prósenta samdráttur á losun vegna byggingariðnaðarins í heild. Þá segir að helstu breytingarnar felist í sveigjanlegri og markmiðsbundnum ákvæðum sem muni opna fyrir grænar lausnir en áfram verði sömu áherslur á öryggi og gæði. „Breytingarnar skapa meðal annars hvata til að nota fjölbreyttari samsetningar í steypuíblöndun, nýta mismunandi blöndur fyrir ólíkar aðstæður og endurvinna steinefni. Markmiðið er að lágmarka umhverfisáhrif steypunnar og tryggja endingu hennar með tilheyrandi ávinningi,“ segir í tilkynningunni. Þannig megi lækka kolefnisspor íslenskra bygginga en byggingarefnin sjálf beri ábyrgð á um 45 prósentum kolefnissporsins. Fram kemur í tilkynningunni að sérstakur faghópur hafi unnið tillögurnar á breytingunum og hafi fyrstu tillögur verið unnar í samstarfi við sérfræðingana Eyþór Rafn Þórhallsson dósent í iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík, Einar Einarsson framkvæmdastjóra gæða- og umhverfissviðs og Hornsteins og Guðbjart Einarsson sviðsstjóra bygginga hjá Ríkiseignum. Í framhaldinu hafi svo verið settur á stofn samráðshópur fagaðila en í þeim hópi áttu sæti Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök iðnaðarins, Verkfræðingafélag Íslands, Arkitektafélag Íslands, Grænni byggð, Verkfræðistofnun Háskóla Íslands og Mannvit.
Byggingariðnaður Umhverfismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira