Magdeburg vann fyrri leikinn gegn Nantes með þriggja marka mun og liðið var því í fínni stöðu fyrir heimaleikinn í kvöld. Liðið byrjaði af miklum krafti og náði mest sex marka forystu í fyrri hálfleik, en staðan var 16-12 þegar gengið var til búningsherbergja.
Magdeburg gerði svo út um einvígið þegar liðið náði níu marka forskoti um miðjan síðari hálfleikinn. Íslendingaliðið gaf svo eftir og Nantes komst aftur inn í leikinn, en Magdeburg vann að lokum tveggja marka sigur og er á leið í undanúrslit eftir samanlagðan fimm marka sigur, 58-53.
Der SCM gewinnt 30:28 gegen Nantes und zieht damit ins Final Four der EHF European League ein! 🏆
— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 3, 2022
Danke für eure Unterstützung #gruenrotewand 💚❤️
Spielbericht ➡️ https://t.co/CXfWEFOh2k#scmhuja #ehfel
📸 Franzi Gora pic.twitter.com/22b6qfUgxh
Þá máttu lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten þola 13 marka tap er liðið heimsótti Wisla Plock, 35-22. Heimamenn í Wisla Plock unnu fyrri leik liðanna 33-31 og einvígið því samanlagt 68-53.