Luis Díaz snéri leiknum á hvolf og breytti öllu fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2022 10:00 Luis Díaz kom til bjargar í hálfleik eftir skelfilegan hálfleik Liverpool liðsins á móti Villarreal og sá öðrum fremur til þess að liðið fór í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. AP/Alberto Saiz Innkoma Luis Díaz gerbreytti öllu fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöldi og það sést vel á tölfræði leiksins. Kaup Liverpool á Luis Díaz í janúar ætla heldur betur að vera félaginu gæfusöm en enn eitt dæmið um það kom í undanúrslitaleiknum á móti Villarreal í gær. Með krafti sínum, hraða, vinnusemi og yfirferð þá kemur þessi 25 ára Kólumbíumaður flestum vörnum í vandræði og það sannaðist enn og aftur í gærkvöldi. First half: 2 shots 0 shots on target 0 goals 2 take-ons completed 49% possessionSecond half: 13 shots 5 shots on target 3 goals 9 take-ons completed 64% possessionLuis Díaz turned the game on its head. #UCL— Squawka (@Squawka) May 3, 2022 Luis Díaz þurfti að sætta sig við að byrja á varamannabekknum en spænska liðið keyrði yfir Liverpool í fyrri hálfleiknum og komst í 2-0. Staðan var því orðin 2-2 samanlagt og sæti í úrslitaleiknum í hættu. Jürgen Klopp átti hins vegar ás upp í erminni og hann sendi Luis Díaz inn á völlinn í hálfleik. Díaz leysti þar af Diogo Jota. Liverpool skoraði þrjú mörk í seinni hálfleiknum og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í París. Liverpool hafði aðeins náð tveimur skotum í öllum fyrri hálfleiknum en náði átta skotum á fyrstu 25 mínútunum eftir að Luis Díaz kom inn á völlinn. Díaz skoraði eitt af þessum þremur mörkum en innkoma hans hreinlega sneri leiknum á hvolf. Það sést vel á allri tölfræði eins og í þessu grafi hér fyrir neðan yfir sóknarógnum liðanna í leiknum. 2-3 - All five of Villarreal's shots tonight came in the first half, while 13 of Liverpool's 15 efforts came in the second half. Díaz. pic.twitter.com/FIzYLjVNoV— OptaJoe (@OptaJoe) May 3, 2022 Villarreal var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum en eftir að Díaz mætti inn á grasið tók Liverpool yfir leikinn. Liverpoool átti þrettán af fimmtán skotum sínum eftir að Klopp setti Kólumbíumanninn inn á völlinn. Luis Díaz átti sjálfur fjögur skot og reyndi fjórum sinnum að taka menn á í þessum hálfleik. Það var tvöfalt meira en allt liðið hans gerði í öllum fyrri hálfleiknum. Luis Díaz's game by numbers vs. Villarreal:45 minutes100% take-ons completed90% pass accuracy4 touches in the opp. box4 take-ons completed (=most)4 shots (most)3 x possession won1 goalGAME. CHANGER. pic.twitter.com/q4sNY0FJ4x— Squawka (@Squawka) May 3, 2022 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira
Kaup Liverpool á Luis Díaz í janúar ætla heldur betur að vera félaginu gæfusöm en enn eitt dæmið um það kom í undanúrslitaleiknum á móti Villarreal í gær. Með krafti sínum, hraða, vinnusemi og yfirferð þá kemur þessi 25 ára Kólumbíumaður flestum vörnum í vandræði og það sannaðist enn og aftur í gærkvöldi. First half: 2 shots 0 shots on target 0 goals 2 take-ons completed 49% possessionSecond half: 13 shots 5 shots on target 3 goals 9 take-ons completed 64% possessionLuis Díaz turned the game on its head. #UCL— Squawka (@Squawka) May 3, 2022 Luis Díaz þurfti að sætta sig við að byrja á varamannabekknum en spænska liðið keyrði yfir Liverpool í fyrri hálfleiknum og komst í 2-0. Staðan var því orðin 2-2 samanlagt og sæti í úrslitaleiknum í hættu. Jürgen Klopp átti hins vegar ás upp í erminni og hann sendi Luis Díaz inn á völlinn í hálfleik. Díaz leysti þar af Diogo Jota. Liverpool skoraði þrjú mörk í seinni hálfleiknum og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í París. Liverpool hafði aðeins náð tveimur skotum í öllum fyrri hálfleiknum en náði átta skotum á fyrstu 25 mínútunum eftir að Luis Díaz kom inn á völlinn. Díaz skoraði eitt af þessum þremur mörkum en innkoma hans hreinlega sneri leiknum á hvolf. Það sést vel á allri tölfræði eins og í þessu grafi hér fyrir neðan yfir sóknarógnum liðanna í leiknum. 2-3 - All five of Villarreal's shots tonight came in the first half, while 13 of Liverpool's 15 efforts came in the second half. Díaz. pic.twitter.com/FIzYLjVNoV— OptaJoe (@OptaJoe) May 3, 2022 Villarreal var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum en eftir að Díaz mætti inn á grasið tók Liverpool yfir leikinn. Liverpoool átti þrettán af fimmtán skotum sínum eftir að Klopp setti Kólumbíumanninn inn á völlinn. Luis Díaz átti sjálfur fjögur skot og reyndi fjórum sinnum að taka menn á í þessum hálfleik. Það var tvöfalt meira en allt liðið hans gerði í öllum fyrri hálfleiknum. Luis Díaz's game by numbers vs. Villarreal:45 minutes100% take-ons completed90% pass accuracy4 touches in the opp. box4 take-ons completed (=most)4 shots (most)3 x possession won1 goalGAME. CHANGER. pic.twitter.com/q4sNY0FJ4x— Squawka (@Squawka) May 3, 2022
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira