Hrafnhildur Hanna skoraði alls fimmtán mörk í oddaleiknum á móti Stjörnunni sem ÍBV liðið vann 30-26.
Hún var líka með flotta skotnýtingu því 68 prósent skota hennar rötuðu rétta lið.
Hanna hafði samtals skorað sex mörk í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu en tók heldur betur af skarið á úrslitastund og skoraði meira en tvöfalt meira í gærkvöldi en í hinum leikjunum til samans.
Hanna skoraði sex mörk í fyrri hálfleiknum eða jafnmikið og í leik eitt og tvö til samans. Stjarnan var með tveggja marka forskot í hálfleik, 16-14.
Í seinni hálfleiknum skoraði Hanna níu mörk og ÍBV vann hálfleikinn 16-10. Skyttan skoraði því aðeins einu marki minna en allt Stjörnuliðið í hálfleiknum.
Hér fyrir neðan má sjá tölur Hönnu úr leikjunum þremur í Stjörnueinvíginu þar sem sést að hún hækkaði sig í öllu með hverjum leik í einvíginu.
Hrafnhildur Hanna hefur verið að glíma við meiðsli en sýndi í gær að hún er komast aftur á flug sem eru frábærar fréttir fyrir Eyjamenn.
- Frammistaða Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttur í einvíginu á móti Stjörnunni:
- Leikur eitt: 2 mörk úr 7 skotum (29% nýting - 6,1 í HBStatz einkunn)
- Leikur tvö: 4 mörk úr 8 skotum (50% nýting - 6,5 í HBStatz einkunn)
- Oddaleikur: 15 mörk úr 22 skotum (68% nýting - 9,7 í HBStatz einkunn)