Lettlandsbryggja 1 Pawel Bartoszek skrifar 5. maí 2022 09:45 Í gær, 4. maí, voru 32 ár síðan Lettland lýsti yfir endurheimt sjálfstæðis. Það er því táknrænt að það var á þessum degi sem skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti að gefa þremur götum í nýja Ártúnshöfðahverfinu nöfn sem undirstrika vináttu Íslands og Eystarsaltsríkjanna. Norður af núverandi strandlengju við Sævarhöfða verður lítið síki. Gatan við síkið, sem verður fyrst og fremst ætluð gangandi mun fá heitið Eistlandsbryggja. Næstu tvær götur fyrir norðan munu fá heitin Lettlandsbryggja og Litháenbryggja. Þetta eru götur í þéttu borgarumhverfi þar sem gert er ráð fyrir verslunum og þjónustu á jarðhæð. Þær munu liggja skammt frá nýrri sundlaug sem verðu nyrst á nesinu og mun þjóna hverfinu öllu. Á fundi skipulagsráðs var jafnframt samþykkt að setja upp upplýsingaskilti á torginu á horni Túngötu og Garðastrætis sem nú hefur fengið nafnið Kænugarður. Þar er listaverkið Stuðningur sem er gjöf frá Lettum og hefur lengi haft mikla þýðingu fyrir tengsl landanna og samfélag Letta á Íslandi. Þessum tengslum verður nú gert hærra undir höfði. Í öllum þremur höfuðborgum Eystrarsaltsríkjanna erum götur og torg sem kennd eru við Ísland. Í Vilníus er að Íslandsstræti og Ríga og Tallin hafa Íslandstorg. Íslandstorgið í Ríga var líka fyrsta nafngjöf í þeirri borg sem vísaði til annars ríkis. Nú er rétt að endurgjalda þennan þakklætisvott. Þetta er söguleg stund. Aldrei áður hafa götur í Reykjavík verið nefndar eftir öðrum löndum. Það fer einkar vel á því að Eystarsaltsríki brjóti þar ísinn. Samstarf okkar er þétt. Og vináttuböndin sterk og varanleg. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Eistland Lettland Litháen Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í gær, 4. maí, voru 32 ár síðan Lettland lýsti yfir endurheimt sjálfstæðis. Það er því táknrænt að það var á þessum degi sem skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti að gefa þremur götum í nýja Ártúnshöfðahverfinu nöfn sem undirstrika vináttu Íslands og Eystarsaltsríkjanna. Norður af núverandi strandlengju við Sævarhöfða verður lítið síki. Gatan við síkið, sem verður fyrst og fremst ætluð gangandi mun fá heitið Eistlandsbryggja. Næstu tvær götur fyrir norðan munu fá heitin Lettlandsbryggja og Litháenbryggja. Þetta eru götur í þéttu borgarumhverfi þar sem gert er ráð fyrir verslunum og þjónustu á jarðhæð. Þær munu liggja skammt frá nýrri sundlaug sem verðu nyrst á nesinu og mun þjóna hverfinu öllu. Á fundi skipulagsráðs var jafnframt samþykkt að setja upp upplýsingaskilti á torginu á horni Túngötu og Garðastrætis sem nú hefur fengið nafnið Kænugarður. Þar er listaverkið Stuðningur sem er gjöf frá Lettum og hefur lengi haft mikla þýðingu fyrir tengsl landanna og samfélag Letta á Íslandi. Þessum tengslum verður nú gert hærra undir höfði. Í öllum þremur höfuðborgum Eystrarsaltsríkjanna erum götur og torg sem kennd eru við Ísland. Í Vilníus er að Íslandsstræti og Ríga og Tallin hafa Íslandstorg. Íslandstorgið í Ríga var líka fyrsta nafngjöf í þeirri borg sem vísaði til annars ríkis. Nú er rétt að endurgjalda þennan þakklætisvott. Þetta er söguleg stund. Aldrei áður hafa götur í Reykjavík verið nefndar eftir öðrum löndum. Það fer einkar vel á því að Eystarsaltsríki brjóti þar ísinn. Samstarf okkar er þétt. Og vináttuböndin sterk og varanleg. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar