„Ég sakna Englands svo mikið. Fólkið, viðmótið, allt,“ sagði Sophie í viðtali við Elle UK en sjálf er hún fædd og uppalin þar. Hún segir það vera sinn drauma lokaáfangastað en að maðurinn sinn Joe sé ekki alveg sannfærður enn. Þessa dagana er fjölskyldan búsett í Miami á Flórída.
„Ég er hægt og rólega að draga manninn minn til baka. Ég elska að búa í Ameríku en, fyrir geðheilsuna, verð ég að vera í kringum vini mína og fjölskyldu,“
bætti hún við. Hún segist einnig óska þess að að dóttir sín, eins árs Willa, geti fengið sömu menntun og skólalíf og hún hafi verið svo heppin að upplifa. Hún segir foreldra sína búa í enskri sveit með hestum, kindum og beljum.
Sophie ræddi það einnig hvernig hún komst í heilbrigð samskipti við mat, með aðstoð sérfræðinga, eftir að hafa verið veik af átröskun í langan tíma. Í viðtalinu ræddi hún ekki aðeins geðheisuna heldur einnig óléttuna þar sem fjölskyldan er að stækka.
„Þetta er það sem lífið snýst um fyrir mér, að ala upp næstu kynslóðina.
Það stórkostlegasta í lífinu er að sjá dóttur mína fara úr styrk í meiri styrk. Við erum svo spennt að fjölskyldan sé að stækka. Þetta er mesta blessun sem hugsast gæti.“