Er Akureyri 50 eininga bær? Svar við skipulagsmálum Ásgeir Ólafsson Lie skrifar 5. maí 2022 14:00 Ég er 50 eininga maður. Ég vil eiga öruggt húsnæði fyrir mig og fjölskylduna mína. Geta brauðfætt okkur, farið mögulega í gott frí saman einu sinni á ári. Átt bíl sem kemur okkur á milli staða og geta kannski lagt nokkrar krónur fyrir mánaðarlega. Það eru mínar 50 einingar. Ef ég fæ svo óvart 60 einingar einn mánuðinn þá fara 10 inn á bankabók. Við fjölskyldan höldum svo áfram að lifa samkvæmt okkar 50 einingum. Af hverju búum við á Akureyri? Búum við á Akureyri af því að hér er rólegt og gott að vera eða vegna þess að við bíðum eftir því að Akureyri verði að lítilli stórborg líkt og Sjálfstæðismenn og L- listafólk og fleiri flokkar vilja að bærinn okkar verði? Ég hef lesið pistlana og þeir eru allir eins. Stækkum bæinn og gerum það hratt. Nú síðast las ég pistil eftir Jón Þorvald hjá L – listanum. Vel skrifuð grein í alla staði hjá lektornum en ég verð að spyrja hann líkt og ég spyr hina flokkana. Hvað græði ég, íbúi í þessum bæ á því að bærinn minn stækki svona hratt? Vil ég stærri bæ? Enginn hefur spurt mig að því en ég veit af hverju ég flutti hingað á sínum tíma. Af því hér er gott að búa. Fæ ég hærri laun ef fleiri búa hér? Nei. Á útsvarið okkar fyrir þessu þegar allt er tekið saman? Það er mögulega ekki rétta spurningin. Hefur einhver spurt þig sem þetta lest hvort þú viljir að bærinn þinn sem þú nú býrð í stækki um 1000 manns á ári? Ef ég tala fyrir sjálfan mig. Ég bý hér vegna þess að ég vil búa hér eins og bærinn minn er núna. Þá er ég ekki að segja að það eigi ekki að byggja hér. Ég er að segja að það á ekki að byggja með þennsluaukandi hugsunarætti. Sem er dýrt og hratt. Verður til húsnæði á ásættanlegum leigumarkaði þegar ríka fólkið úr borginni er búið að versla flest allar íbúðirnar hér í bæ? Hvað græði ég á því að það verði hér fleiri Nettó, Bónus eða Krónverslanir? Ekki neitt. Eru ekki til íbúðir? Leigusalar tala um að aldrei hefur verið jafn krefjandi að finna leigjendur eins og núna. Vantar þá íbúðir? Er mögulega orðið of framboð? Ég vil ekki að bærinn minn stækki svona hratt eða alla jafna...stækki. Af hverju þurfum við að stækka hann? Spurning til þín sem lest. Af hverju býrð þú hér? Vilt þú sjá sömu þungu umferð af fólki og bílum og er hér allar helgar ársins alla daga ársins eða viltu fá ferðafólkið í heimsókn um helgar og eiga virku dagana í rólegheitum fyrir þig og þína. Af hverju býrð þú hér? Líður þér vel hér, núna? Þetta er ekki hægt að kalla stöðnun í hugsun. Þetta kallast að vera samkvæmur sjálfum sér og vita hvað maður vill. Með sínar einingar á hreinu. Við lærum ekkert af Árborg. Sjálfstæðismenn telja það samt. Árborg tekur við Íslensku flóttafólki sem hefur ekki efni á því að búa í fokdýrri höfuðborginni. Það fólk ekur á milli í vinnu vegna þess að enga vinnu er að fá í Árborg. Hefur einhver spurt fólkið sem flytur úr höfuðborginni í Árborg hvort það vilji búa þar eða hvort það þurfi einfaldlega að flytja þangað vegna ástandsins í höfuðborginni? Það er verið að reyna að heilaþvo okkur með einhverjum auka einingum sem við þurfum ekki. Við búum á Akureyri af því við viljum ekki þessar auka einingar. Svo eru það þeir sem sitja með valdið sem þykir að við ættum öll að fylgja þeirra 150 eininga stefnu. Af hverju flytja þeir ekki frekar til Reykjavíkur og fá þar hærri laun og meiri lán fyrir öllu sem þeir þurfa ekki? Ekki smyrja þessari hugmyndafræði ykkar um að gera mig að stórborgarmanni sem kýs að búa í fallega litla bænum mínum Akureyri. Af hverju að skapa sama ófremdarástandið hér og er í Reykjavík, í okkar bæ? Þar sem gott er að búa núna. Þeir 11 bæjarfulltrúar sem fá valdið eftir kosningar ættu að nota það rétt. Fyrir mér er ekki rétt vald að áætla að allir séu sammála þínum hugsjónum að þurfa eiga meira af dóti og dýrari hús til að líða vel. Rétt notkun slíks valds er að vinna fyrir þá sem þurfa þess og vinna þá vinnu vel. Spyrja okkur frekar ; Hvað þurfið þið? Í stað þess að segja...ég veit hvað þið þurfið. Valdstjórn, innræting, valdbeiting, einokun, valdstétt eða forræðishyggja (einræðistilburðir, ofríki, aukin skattheimta, frelsisskerðing, ofbeldi ofl.) hefur ekkert með góða stjórnsýslu að gera. Alls ekki neitt. Þess vegna buðum við fram Kattarframboðið! Við höfum fengið nóg af því að hlusta á fólk segja okkur hvað við þurfum í stað þess að spyrja okkur hvað við viljum. Við lærum ekkert af því að byggja í takt við Árborg vegna þess að það er enginn að keyra á milli Akureyrar og Reykjavíkur til vinnu. Hér ríkir allt önnur orka. Rólegur og jarðtengdur bæjarbragur sem er kannski ekki tilbúinn að láta stækka bæinn sinn svona ört eins og þið leggið til. Þar sem við kjósum að búa núna. Eins og hann er. Það er ekkert betra að lifa eftir 100 eða 150 einingum þar sem ekkert er nóg og aldrei má neitt fara úrskeiðis. Að ákveða að þurfa að greiða af tveimur rándýrum bílum, af risastóru einbýlishúsi og húsbílnum og geta svo ekki vegna komandi aðstæðna gripið til þess að lifa eftir 50 einingum. Þetta getur ekki talist til kvíðastillandi atburða. Ekki rétt orka í bænum okkar. Er Akureyri 50 eininga bær eða 150? Hvernig vilt þú hafa bæinn þinn? Þegar öryrkjar, fatlaðir, aldraðir og ungt fólk getur ekki skapað sér sínar 50 einingar. Ættum við ekki frekar að einbeita okkur að koma á hjóli sem rúllar í þá átt fyrst? Þrífst 150 eininga fólk vel á Akureyri? Ef ekki? Þurfa þeir þá ekki að flytja annað? Það eiga allir rétt á sínum 50 einingum og það er markmið okkar að ALLIR bæjarbúar fáir sínar 50 einingar. Þ.e. að geta lifað hamingjusamir og áhyggjulausir með sitt á hreinu. Og þá vinnu mega þeir sem valdið fá vinna hratt. Það er engin þennsla sem fylgir þeirri vinnu og peningurinn er til. Þegar því er lokið, þá má fyrst fara að huga að einhverjum skipulagsmálum. Ekki fyrr. En, þegar okkur hefur tekist sú vinna, þá skipta þessi skipulagsmál engu máli allt í einu. Það er nú staðreyndin. Kjósum að búa á Akureyri eins og hún er og eins og þú vilt hafa hana þann 14. maí ef þér líður hér vel. Finndu þínar 50 einingar. Hafðu svo samband við okkur. Við hjálpum þér að ná þeim. Að lokum. Jón Þorvaldur Heiðarsson fyrir L – listann skrifar. ,,Í vaxandi bæ eru skipulagsmálin mikilvægari en ella. Þau verða fyrirferðarmikil á næsta kjörtímabili. Í þeim verðum við að tryggja skilvirka vinnu en missa ekki sjónar af aðalatriðinum. Fólk vill búa í fallegum bæjum frekar en ljótum. Við vijum öll fallega Akureyri. Falleg Akureyri mun auka velferð okkar, bæði andlega og efnahagslega“ Ef ég fæ vald þann 14. maí ætla ég að nota valdið mitt svona. Ég ætla að veita öllum íbúum sínar 50 einingar. Ég tel ekki eins og Jón skipulagsmál vera aðalatriðið eftir að hafa setið fundi með öryrkjum og fötluðum, öldruðum og ungum. Alls ekki. Og mér finnst Akureyri ekki ljót. Mér líður hér vel andlega og efnahagslega eins og Akureyri er í dag. Mér þykir Akureyri vera fallegasti staður í öllum heiminum ásamt Osló. Eins og báðir staðir eru í dag. Kjósum með hjartanu 14. maí. Ekki eftir minni. Takk fyrir að lesa. Höfundur skipar 2. sæti á lista Kattaframboðsins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásgeir Ólafsson Lie Akureyri Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég er 50 eininga maður. Ég vil eiga öruggt húsnæði fyrir mig og fjölskylduna mína. Geta brauðfætt okkur, farið mögulega í gott frí saman einu sinni á ári. Átt bíl sem kemur okkur á milli staða og geta kannski lagt nokkrar krónur fyrir mánaðarlega. Það eru mínar 50 einingar. Ef ég fæ svo óvart 60 einingar einn mánuðinn þá fara 10 inn á bankabók. Við fjölskyldan höldum svo áfram að lifa samkvæmt okkar 50 einingum. Af hverju búum við á Akureyri? Búum við á Akureyri af því að hér er rólegt og gott að vera eða vegna þess að við bíðum eftir því að Akureyri verði að lítilli stórborg líkt og Sjálfstæðismenn og L- listafólk og fleiri flokkar vilja að bærinn okkar verði? Ég hef lesið pistlana og þeir eru allir eins. Stækkum bæinn og gerum það hratt. Nú síðast las ég pistil eftir Jón Þorvald hjá L – listanum. Vel skrifuð grein í alla staði hjá lektornum en ég verð að spyrja hann líkt og ég spyr hina flokkana. Hvað græði ég, íbúi í þessum bæ á því að bærinn minn stækki svona hratt? Vil ég stærri bæ? Enginn hefur spurt mig að því en ég veit af hverju ég flutti hingað á sínum tíma. Af því hér er gott að búa. Fæ ég hærri laun ef fleiri búa hér? Nei. Á útsvarið okkar fyrir þessu þegar allt er tekið saman? Það er mögulega ekki rétta spurningin. Hefur einhver spurt þig sem þetta lest hvort þú viljir að bærinn þinn sem þú nú býrð í stækki um 1000 manns á ári? Ef ég tala fyrir sjálfan mig. Ég bý hér vegna þess að ég vil búa hér eins og bærinn minn er núna. Þá er ég ekki að segja að það eigi ekki að byggja hér. Ég er að segja að það á ekki að byggja með þennsluaukandi hugsunarætti. Sem er dýrt og hratt. Verður til húsnæði á ásættanlegum leigumarkaði þegar ríka fólkið úr borginni er búið að versla flest allar íbúðirnar hér í bæ? Hvað græði ég á því að það verði hér fleiri Nettó, Bónus eða Krónverslanir? Ekki neitt. Eru ekki til íbúðir? Leigusalar tala um að aldrei hefur verið jafn krefjandi að finna leigjendur eins og núna. Vantar þá íbúðir? Er mögulega orðið of framboð? Ég vil ekki að bærinn minn stækki svona hratt eða alla jafna...stækki. Af hverju þurfum við að stækka hann? Spurning til þín sem lest. Af hverju býrð þú hér? Vilt þú sjá sömu þungu umferð af fólki og bílum og er hér allar helgar ársins alla daga ársins eða viltu fá ferðafólkið í heimsókn um helgar og eiga virku dagana í rólegheitum fyrir þig og þína. Af hverju býrð þú hér? Líður þér vel hér, núna? Þetta er ekki hægt að kalla stöðnun í hugsun. Þetta kallast að vera samkvæmur sjálfum sér og vita hvað maður vill. Með sínar einingar á hreinu. Við lærum ekkert af Árborg. Sjálfstæðismenn telja það samt. Árborg tekur við Íslensku flóttafólki sem hefur ekki efni á því að búa í fokdýrri höfuðborginni. Það fólk ekur á milli í vinnu vegna þess að enga vinnu er að fá í Árborg. Hefur einhver spurt fólkið sem flytur úr höfuðborginni í Árborg hvort það vilji búa þar eða hvort það þurfi einfaldlega að flytja þangað vegna ástandsins í höfuðborginni? Það er verið að reyna að heilaþvo okkur með einhverjum auka einingum sem við þurfum ekki. Við búum á Akureyri af því við viljum ekki þessar auka einingar. Svo eru það þeir sem sitja með valdið sem þykir að við ættum öll að fylgja þeirra 150 eininga stefnu. Af hverju flytja þeir ekki frekar til Reykjavíkur og fá þar hærri laun og meiri lán fyrir öllu sem þeir þurfa ekki? Ekki smyrja þessari hugmyndafræði ykkar um að gera mig að stórborgarmanni sem kýs að búa í fallega litla bænum mínum Akureyri. Af hverju að skapa sama ófremdarástandið hér og er í Reykjavík, í okkar bæ? Þar sem gott er að búa núna. Þeir 11 bæjarfulltrúar sem fá valdið eftir kosningar ættu að nota það rétt. Fyrir mér er ekki rétt vald að áætla að allir séu sammála þínum hugsjónum að þurfa eiga meira af dóti og dýrari hús til að líða vel. Rétt notkun slíks valds er að vinna fyrir þá sem þurfa þess og vinna þá vinnu vel. Spyrja okkur frekar ; Hvað þurfið þið? Í stað þess að segja...ég veit hvað þið þurfið. Valdstjórn, innræting, valdbeiting, einokun, valdstétt eða forræðishyggja (einræðistilburðir, ofríki, aukin skattheimta, frelsisskerðing, ofbeldi ofl.) hefur ekkert með góða stjórnsýslu að gera. Alls ekki neitt. Þess vegna buðum við fram Kattarframboðið! Við höfum fengið nóg af því að hlusta á fólk segja okkur hvað við þurfum í stað þess að spyrja okkur hvað við viljum. Við lærum ekkert af því að byggja í takt við Árborg vegna þess að það er enginn að keyra á milli Akureyrar og Reykjavíkur til vinnu. Hér ríkir allt önnur orka. Rólegur og jarðtengdur bæjarbragur sem er kannski ekki tilbúinn að láta stækka bæinn sinn svona ört eins og þið leggið til. Þar sem við kjósum að búa núna. Eins og hann er. Það er ekkert betra að lifa eftir 100 eða 150 einingum þar sem ekkert er nóg og aldrei má neitt fara úrskeiðis. Að ákveða að þurfa að greiða af tveimur rándýrum bílum, af risastóru einbýlishúsi og húsbílnum og geta svo ekki vegna komandi aðstæðna gripið til þess að lifa eftir 50 einingum. Þetta getur ekki talist til kvíðastillandi atburða. Ekki rétt orka í bænum okkar. Er Akureyri 50 eininga bær eða 150? Hvernig vilt þú hafa bæinn þinn? Þegar öryrkjar, fatlaðir, aldraðir og ungt fólk getur ekki skapað sér sínar 50 einingar. Ættum við ekki frekar að einbeita okkur að koma á hjóli sem rúllar í þá átt fyrst? Þrífst 150 eininga fólk vel á Akureyri? Ef ekki? Þurfa þeir þá ekki að flytja annað? Það eiga allir rétt á sínum 50 einingum og það er markmið okkar að ALLIR bæjarbúar fáir sínar 50 einingar. Þ.e. að geta lifað hamingjusamir og áhyggjulausir með sitt á hreinu. Og þá vinnu mega þeir sem valdið fá vinna hratt. Það er engin þennsla sem fylgir þeirri vinnu og peningurinn er til. Þegar því er lokið, þá má fyrst fara að huga að einhverjum skipulagsmálum. Ekki fyrr. En, þegar okkur hefur tekist sú vinna, þá skipta þessi skipulagsmál engu máli allt í einu. Það er nú staðreyndin. Kjósum að búa á Akureyri eins og hún er og eins og þú vilt hafa hana þann 14. maí ef þér líður hér vel. Finndu þínar 50 einingar. Hafðu svo samband við okkur. Við hjálpum þér að ná þeim. Að lokum. Jón Þorvaldur Heiðarsson fyrir L – listann skrifar. ,,Í vaxandi bæ eru skipulagsmálin mikilvægari en ella. Þau verða fyrirferðarmikil á næsta kjörtímabili. Í þeim verðum við að tryggja skilvirka vinnu en missa ekki sjónar af aðalatriðinum. Fólk vill búa í fallegum bæjum frekar en ljótum. Við vijum öll fallega Akureyri. Falleg Akureyri mun auka velferð okkar, bæði andlega og efnahagslega“ Ef ég fæ vald þann 14. maí ætla ég að nota valdið mitt svona. Ég ætla að veita öllum íbúum sínar 50 einingar. Ég tel ekki eins og Jón skipulagsmál vera aðalatriðið eftir að hafa setið fundi með öryrkjum og fötluðum, öldruðum og ungum. Alls ekki. Og mér finnst Akureyri ekki ljót. Mér líður hér vel andlega og efnahagslega eins og Akureyri er í dag. Mér þykir Akureyri vera fallegasti staður í öllum heiminum ásamt Osló. Eins og báðir staðir eru í dag. Kjósum með hjartanu 14. maí. Ekki eftir minni. Takk fyrir að lesa. Höfundur skipar 2. sæti á lista Kattaframboðsins á Akureyri.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun