Aðeins eitt sem kemst að hjá Súðvíkingum fyrir kosningar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. maí 2022 18:25 Súðavíkurhlíðin getur reynst hættuleg. Stöð 2 Það er aðeins eitt sem Súðvíkingar vilja á næsta kjörtímabili - göng. Sveitarfélagið segir skilið við flokkakerfið og velur í kosningum þá fimm í sveitarfélaginu sem eru best til þess fallnir að stjórna bænum og fá ríkið til að leggja göngin. Við sunnanvert Ísafjarðardjúp stendur nokkuð stórt en fámennt sveitarfélag. Súðavíkurhreppur en þar búa ekki nema 215 manns. Í sveitarstjórn sitja fimm fulltrúar. Í meirihluta eru þrír frá Hreppslistanum en í minnihluta tveir frá Víkurlistanum. En nú á að breyta þessu kerfi og efna til óhlutbundinna kosninga í annað skipti í sögu sveitarfélagsins. Það virkar þannig að allir sem eru kjörgengir í sveitarfélaginu, samtals 174, gætu verið kosnir í þessa fimm manna sveitarstjórn af sveitungum sínum og verða að vinna saman út kjörtímabilið. Fátt annað en göng komast að fyrir kosningar En hver eru stærstu málin fyrir íbúum Súðarvíkurhrepps á næsta kjörtímabili? Svarið virðist einfalt. Við litum við í Álftaveri í Súðavík þar sem finna má bæjarskrifstofurnar en einnig félagsaðstöðu eldri borgara. „Ja, við höfum nú alltaf verið að berjast fyrir því að fá jarðgöng hérna á milli, mér finnst það nú bara vera númer eitt, tvö og þrjú í rauninni. Það hefur verið hitamálið hérna,“ segir Oddný Elínborg Bergsdóttir. Oddný Elínborg Bergsdóttir. Og vinkona Oddnýjar, Rannveig Jóna Ragnarsdóttir, er sammála henni: „Það brennur nú mest á að við fáum göng hérna. Og bara kannski fleiri atvinnutækifæri.“ Rannveig Jóna Ragnarsdóttir. Samúel Snær Jónasson verktaki er einmitt í miðjum klíðum við að taka grjót úr Súðavíkurhlíð þegar við rekumst á hann. Hann væri til í göng til Ísafjarðar. „Jú það væri ekki leiðinlegt. Eins og þú sérð hérna fyrir aftan mig þá er hlíðin alveg hryllileg. Nóg af grjóthruni og snjóflóðum,“ segir hann. Sigurður Ingi veit það Já, göng yfir til Ísafjarðar eru mjög greinilega það sem Súðvíkingar vilja. Ástand Súðavíkurvegar er vandamálið en þar falla árlega snjóflóð og er grjóthrun ansi mikið á veginum. Bragi Þór Thoroddsen er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og hann er vel meðvitaður um vilja íbúa. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. „Já, þetta hefur alveg gríðarleg áhrif í samfélagið hérna. Það eru margir sem veigra sér við að keyra þennan vetrarveg,“ segir Bragi. Og lausnin á ástandinu er aðeins ein að hans mati: „Sigurður Ingi veit það. Við erum auðvitað að tala um göng hér. Það er eina raunhæfa lausnin, það segir sig bara sjálft. Þú getur ekki stýrt því hvað fellur mikið af úrkomu í snjókomu yfir veturinn.“ Súðavíkurhreppur Vegagerð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Náttúruhamfarir Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Við sunnanvert Ísafjarðardjúp stendur nokkuð stórt en fámennt sveitarfélag. Súðavíkurhreppur en þar búa ekki nema 215 manns. Í sveitarstjórn sitja fimm fulltrúar. Í meirihluta eru þrír frá Hreppslistanum en í minnihluta tveir frá Víkurlistanum. En nú á að breyta þessu kerfi og efna til óhlutbundinna kosninga í annað skipti í sögu sveitarfélagsins. Það virkar þannig að allir sem eru kjörgengir í sveitarfélaginu, samtals 174, gætu verið kosnir í þessa fimm manna sveitarstjórn af sveitungum sínum og verða að vinna saman út kjörtímabilið. Fátt annað en göng komast að fyrir kosningar En hver eru stærstu málin fyrir íbúum Súðarvíkurhrepps á næsta kjörtímabili? Svarið virðist einfalt. Við litum við í Álftaveri í Súðavík þar sem finna má bæjarskrifstofurnar en einnig félagsaðstöðu eldri borgara. „Ja, við höfum nú alltaf verið að berjast fyrir því að fá jarðgöng hérna á milli, mér finnst það nú bara vera númer eitt, tvö og þrjú í rauninni. Það hefur verið hitamálið hérna,“ segir Oddný Elínborg Bergsdóttir. Oddný Elínborg Bergsdóttir. Og vinkona Oddnýjar, Rannveig Jóna Ragnarsdóttir, er sammála henni: „Það brennur nú mest á að við fáum göng hérna. Og bara kannski fleiri atvinnutækifæri.“ Rannveig Jóna Ragnarsdóttir. Samúel Snær Jónasson verktaki er einmitt í miðjum klíðum við að taka grjót úr Súðavíkurhlíð þegar við rekumst á hann. Hann væri til í göng til Ísafjarðar. „Jú það væri ekki leiðinlegt. Eins og þú sérð hérna fyrir aftan mig þá er hlíðin alveg hryllileg. Nóg af grjóthruni og snjóflóðum,“ segir hann. Sigurður Ingi veit það Já, göng yfir til Ísafjarðar eru mjög greinilega það sem Súðvíkingar vilja. Ástand Súðavíkurvegar er vandamálið en þar falla árlega snjóflóð og er grjóthrun ansi mikið á veginum. Bragi Þór Thoroddsen er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og hann er vel meðvitaður um vilja íbúa. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. „Já, þetta hefur alveg gríðarleg áhrif í samfélagið hérna. Það eru margir sem veigra sér við að keyra þennan vetrarveg,“ segir Bragi. Og lausnin á ástandinu er aðeins ein að hans mati: „Sigurður Ingi veit það. Við erum auðvitað að tala um göng hér. Það er eina raunhæfa lausnin, það segir sig bara sjálft. Þú getur ekki stýrt því hvað fellur mikið af úrkomu í snjókomu yfir veturinn.“
Súðavíkurhreppur Vegagerð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Náttúruhamfarir Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira