Úkraínuforseti segir að Rússum verði refsað fyrir dómstólum og á vígvellinum Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2022 20:31 Rússar hafa beint spjótum sínum að Azovstal að undanförnu, síðasta vígi Úkraínumanna í Mariupol. AP Photo/Alexei Alexandrov Rússar hafa haldið uppi sprengjuárásum á Azov stáliðjuverið í þrjá sólarhringa samfleytt og komið í veg fyrir að fleiri óbreyttir borgarar komist þaðan. Úkraínuforseti segir Rússa verða látna svara fyrir glæpi sína fyrir dómstólum og á vígvellinum en hann ávarpar Alþingi Íslendinga á morgun. Stríðinu í Úkraínu er langt í frá lokið. Það er barist af mikilli hörku í Donbas héraði sem Rússar vilja kljúfa frá landinu. Herforingi Úkraínumanna í Azov stáliðjuverinu í Mariupol þar sem fjöldi óbreyttra borgara hefst enn við segir Rússa hafa haldið uppi stöðugum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á verið. Sviatoslav Palamar aðstoðar yfirmaður Úkraínuhers í stáliðjuverinu segir aðstæður þar hryllilegar. Myndir af sprengjum sem féllu á Azovstal.AP/Donetsk People's Republic Interior Ministry „Varnarlið borgarinnar hefur nú barist í 71 dag við ofurefli óvinahersins. Liðsmenn sýna slíka þrautseigju og hetjuskap að gervöll Úkraína þarf að vita hvað felst í því að sýna föðurlandinu hollustu,“ sagði Palamar í myndbandsávarpi sem sent var úr verinu. Enn á ný hafi Rússar svikið loforð um hlé á árásum og öruggan brottflutning fólks sem hafist við í kjöllurum og neðanjarðargögnum stáliðjuversins. „Við biðlum til þjóða heims að veita aðstoð við brottflutning borgara og ég bið foringja á vettvangi lengstra orða að annast vel um særða hermenn sem heyja dauðastríð sitt í angist. Nauðsynlegt er að fá tækifæri til að sækja lík hermanna svo Úkraínumenn geti kvatt hetjurnar sínar,“ sagði Palamar. Rússar brjóti allar siðareglur, sáttmála og lög og gangi milli bols og höfuðs á bæði hermönnum og óbreyttum borgurum. Zelenskyy mun ávarpa Alþingi Íslendinga á morgun.AP/Ukrainian Presidential Press Office Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir að þótt nokkrar bandalagsþjóðir NATO hafi stutt Úkraínumenn dyggilega hafi bandalagið sjálft ekki þorað að styðja landið af ótta við Rússa. Þeir óttist hins vegar ekki Rússa. Úkraínumenn þurfi meira af vestrænum vopnum, skriðdreka og eldflaugaskotpalla. „Við getum ekki lengur treyst á hergögn frá tímum Sovétríkjanna í Úkraínu. Það er algjörlega útilokað,“ segir utanríkisráðherrann. Volodymyr Zelenskyy forseti ávarpar Alþingi Íslendinga á morgun. Hann segir Rússa halda uppi stöðugum árásum á fjölmargar borgir í austur og suðurhluta landsins. „Menn munu svara til saka fyrir alla þessa glæpi, bæði lögformlega og á vígvellinum,“ segir Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Stríðinu í Úkraínu er langt í frá lokið. Það er barist af mikilli hörku í Donbas héraði sem Rússar vilja kljúfa frá landinu. Herforingi Úkraínumanna í Azov stáliðjuverinu í Mariupol þar sem fjöldi óbreyttra borgara hefst enn við segir Rússa hafa haldið uppi stöðugum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á verið. Sviatoslav Palamar aðstoðar yfirmaður Úkraínuhers í stáliðjuverinu segir aðstæður þar hryllilegar. Myndir af sprengjum sem féllu á Azovstal.AP/Donetsk People's Republic Interior Ministry „Varnarlið borgarinnar hefur nú barist í 71 dag við ofurefli óvinahersins. Liðsmenn sýna slíka þrautseigju og hetjuskap að gervöll Úkraína þarf að vita hvað felst í því að sýna föðurlandinu hollustu,“ sagði Palamar í myndbandsávarpi sem sent var úr verinu. Enn á ný hafi Rússar svikið loforð um hlé á árásum og öruggan brottflutning fólks sem hafist við í kjöllurum og neðanjarðargögnum stáliðjuversins. „Við biðlum til þjóða heims að veita aðstoð við brottflutning borgara og ég bið foringja á vettvangi lengstra orða að annast vel um særða hermenn sem heyja dauðastríð sitt í angist. Nauðsynlegt er að fá tækifæri til að sækja lík hermanna svo Úkraínumenn geti kvatt hetjurnar sínar,“ sagði Palamar. Rússar brjóti allar siðareglur, sáttmála og lög og gangi milli bols og höfuðs á bæði hermönnum og óbreyttum borgurum. Zelenskyy mun ávarpa Alþingi Íslendinga á morgun.AP/Ukrainian Presidential Press Office Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir að þótt nokkrar bandalagsþjóðir NATO hafi stutt Úkraínumenn dyggilega hafi bandalagið sjálft ekki þorað að styðja landið af ótta við Rússa. Þeir óttist hins vegar ekki Rússa. Úkraínumenn þurfi meira af vestrænum vopnum, skriðdreka og eldflaugaskotpalla. „Við getum ekki lengur treyst á hergögn frá tímum Sovétríkjanna í Úkraínu. Það er algjörlega útilokað,“ segir utanríkisráðherrann. Volodymyr Zelenskyy forseti ávarpar Alþingi Íslendinga á morgun. Hann segir Rússa halda uppi stöðugum árásum á fjölmargar borgir í austur og suðurhluta landsins. „Menn munu svara til saka fyrir alla þessa glæpi, bæði lögformlega og á vígvellinum,“ segir Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira