Magnaður Mourinho þegar kemur að Evrópukeppnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2022 07:00 José Mourinho var í stuði. Silvia Lore/Getty Images José Mourinho er vissulega „sá sérstaki.“ Lærisveinar hans í Roma eru komnir í úrslit Sambandsdeildar Evrópu sem þýðir að José er eini þjálfari sögunnar til að koma fjórum mismunandi félögum í úrslitaleik Evrópukeppna. Hinn 59 ára gamli Portúgali elskar Evrópukeppnir og þó lið hans í ár sé langt frá því að geta keppt um sigur í Meistaradeild Evrópu þá er Mourinho líklegur til að sætta sig við sigur í Sambandsdeildinni. Jose Mourinho knows how to navigate European competitions. His Roma side will face Feyenoord in the Europa Conference League final on May 25 in Tirana, Albania. Reaction on @BBCSounds #UECL #RMALEI #BBCFootball— Match of the Day (@BBCMOTD) May 5, 2022 Roma er fjórða félagið sem hann kemur alla leið í úrslit í Evrópukeppni. Hann kom Porto í úrslit UEFA bikarsins – forvera Evrópudeildarinnar – vorið 2003 og endurtók leikinn svo ári síðar með Porto í Meistaradeild Evrópu. Í bæði skiptin stóð Porto uppi sem sigurvegari. Hann kom Chelsea vissulega aldrei í úrslit Meistaradeildarinnar en honum tókst að vinna Meistaradeild Evrópu með Inter Milan vorið 2010. Fyrr það sama ár varð hann fyrsti þjálfari sögunnar til að koma þremur liðum í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Undir hans stjórn vann Manchester United Evrópudeildina árið 2017 og nú árið 2022 er hann mættur með Roma í úrslit Sambandsdeildar Evrópu. Ef marka má úrslitaleiki Mourinho í Evrópu til þessa þá getur Eintracht Frankfurt allt eins sleppt því að spila leikinn. Another club, another final for Jose Mourinho.It's what he does pic.twitter.com/6Il7ZOwIeF— B/R Football (@brfootball) May 5, 2022 Roma mætir Feyenoord í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu þann 25. maí í Albaníu. Verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Tammy skaut Roma í úrslit Tammy Abraham skaut Roma í úrslit Sambandsdeildar Evrópu en liðið vann 1-0 sigur á Leicester City í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Marseille og Feyenoord gerðu markalaust jafntefli sem þýðir að Feyenoord er komið í úrslit eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum. 5. maí 2022 21:00 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sjá meira
Hinn 59 ára gamli Portúgali elskar Evrópukeppnir og þó lið hans í ár sé langt frá því að geta keppt um sigur í Meistaradeild Evrópu þá er Mourinho líklegur til að sætta sig við sigur í Sambandsdeildinni. Jose Mourinho knows how to navigate European competitions. His Roma side will face Feyenoord in the Europa Conference League final on May 25 in Tirana, Albania. Reaction on @BBCSounds #UECL #RMALEI #BBCFootball— Match of the Day (@BBCMOTD) May 5, 2022 Roma er fjórða félagið sem hann kemur alla leið í úrslit í Evrópukeppni. Hann kom Porto í úrslit UEFA bikarsins – forvera Evrópudeildarinnar – vorið 2003 og endurtók leikinn svo ári síðar með Porto í Meistaradeild Evrópu. Í bæði skiptin stóð Porto uppi sem sigurvegari. Hann kom Chelsea vissulega aldrei í úrslit Meistaradeildarinnar en honum tókst að vinna Meistaradeild Evrópu með Inter Milan vorið 2010. Fyrr það sama ár varð hann fyrsti þjálfari sögunnar til að koma þremur liðum í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Undir hans stjórn vann Manchester United Evrópudeildina árið 2017 og nú árið 2022 er hann mættur með Roma í úrslit Sambandsdeildar Evrópu. Ef marka má úrslitaleiki Mourinho í Evrópu til þessa þá getur Eintracht Frankfurt allt eins sleppt því að spila leikinn. Another club, another final for Jose Mourinho.It's what he does pic.twitter.com/6Il7ZOwIeF— B/R Football (@brfootball) May 5, 2022 Roma mætir Feyenoord í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu þann 25. maí í Albaníu. Verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Tammy skaut Roma í úrslit Tammy Abraham skaut Roma í úrslit Sambandsdeildar Evrópu en liðið vann 1-0 sigur á Leicester City í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Marseille og Feyenoord gerðu markalaust jafntefli sem þýðir að Feyenoord er komið í úrslit eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum. 5. maí 2022 21:00 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sjá meira
Tammy skaut Roma í úrslit Tammy Abraham skaut Roma í úrslit Sambandsdeildar Evrópu en liðið vann 1-0 sigur á Leicester City í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Marseille og Feyenoord gerðu markalaust jafntefli sem þýðir að Feyenoord er komið í úrslit eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum. 5. maí 2022 21:00