Vaktin: Gagnárásir Úkraínumanna við Kharkiv verða sífellt umfangsmeiri Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason, Eiður Þór Árnason og Samúel Karl Ólason skrifa 6. maí 2022 06:31 Frá víglínunum í Austur-Úkraínu. Getty/Narciso Contreras Evrópusambandið hyggst bæta Alina Kabaevu, fyrrverandi fimleikastjörnu, á lista yfir þá einstaklinga sem sæta refsiaðgerðum en hún er sögð vera kærasta Vladimir Pútíns Rússlandsforseta. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Háttsettur rússneskur þingmaður sagði í dag að Rússar myndu vera að eilífu í Suður-Úkraínu. Þetta sagði Andrei Turchak er hann heimsótti borgina Kherson í Úkraínu en hún er í haldi Rússa. Auk Kabaevu verður patríarkanum Kirill, leiðtoga rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, einnig bætt á listann en hann hefur verið einarður í stuðningi sínum við Pútín og innrásina. Úkraínumenn segja Rússa hafa í hyggju að setja á svið hátíðarhöld í Maríupól 9. maí næstkomandi, þegar Rússar fagna sigrinum yfir nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Í kjölfarið verði ráðist í áróðursherferð þar sem rússneskur almenningur muni fá að heyra skáldaðar sögur af því hvernig íbúar borgarinnar fögnuðu innrásarhernum. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta einn af mestu leiðtogum samtímans. Ummælin lét hann falla á fjáröflunarviðburði í Lundúnum, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei takast að brjóta baráttuanda Úkraínumanna á bak aftur. Josep Borrell, æðsti sendifullrúi Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, segir aðildarríki sambandsins nálgast samkomulag um næstu refsiaðgerðir, þar á meðal olíubann. Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa aðstoðað úkraínsk yfirvöld við að flytja um 500 manns á brott frá Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól en umfangsmiklar aðgerðir standa nú yfir til að freista þess að hjálpa þeim að flýja sem enn sitja fastir þar. Vladimir Pútín hefur hvatt bardagamenn í Azovstal til að leggja niður vopn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Háttsettur rússneskur þingmaður sagði í dag að Rússar myndu vera að eilífu í Suður-Úkraínu. Þetta sagði Andrei Turchak er hann heimsótti borgina Kherson í Úkraínu en hún er í haldi Rússa. Auk Kabaevu verður patríarkanum Kirill, leiðtoga rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, einnig bætt á listann en hann hefur verið einarður í stuðningi sínum við Pútín og innrásina. Úkraínumenn segja Rússa hafa í hyggju að setja á svið hátíðarhöld í Maríupól 9. maí næstkomandi, þegar Rússar fagna sigrinum yfir nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Í kjölfarið verði ráðist í áróðursherferð þar sem rússneskur almenningur muni fá að heyra skáldaðar sögur af því hvernig íbúar borgarinnar fögnuðu innrásarhernum. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta einn af mestu leiðtogum samtímans. Ummælin lét hann falla á fjáröflunarviðburði í Lundúnum, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei takast að brjóta baráttuanda Úkraínumanna á bak aftur. Josep Borrell, æðsti sendifullrúi Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, segir aðildarríki sambandsins nálgast samkomulag um næstu refsiaðgerðir, þar á meðal olíubann. Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa aðstoðað úkraínsk yfirvöld við að flytja um 500 manns á brott frá Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól en umfangsmiklar aðgerðir standa nú yfir til að freista þess að hjálpa þeim að flýja sem enn sitja fastir þar. Vladimir Pútín hefur hvatt bardagamenn í Azovstal til að leggja niður vopn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira