Helena sýndi sokkinn frá Keflavík í Bestu mörkunum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 12:30 Helena Ólafsdóttir með sokkinn sem hún fékk sendan sérstaklega frá Keflavík. S2 Sport Kvennalið Keflavíkur hefur komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu sinni í fyrstu tveimur umferðum Bestu deildar kvenna en liðið er á toppnum með sex stig og markatöluna 5-0 eftir leiki við KR og Breiðablik. Í viðtalinu eftir 1-0 sigur á Blikum þá dró Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, sokk upp úr vasanum. „Þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk,“ sagði Gunnar sigurreifur. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterkt lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Bestu mörkin sýndu viðtalið og skiptu svo yfir í myndverið. „Sokkurinn er í húsi og við geymum hann,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, og sýndi áhorfendum sokkinn. „Ég tek við þessu og við spyrjum síðan bara að leikslokum. Ég hef fulla trú á ykkur Keflvíkingar og bara takk fyrir sendinguna,“ sagði Helena. Keflavíkurkonurnar Dröfn Einarsdóttir og Kristrún Ýr Holm mættu í upphitunarþáttinn fyrir aðra umferðina og voru þá fullvissar að þær myndu vinnu Breiðablik 1-0 sem og gerðist. „Þær voru bara alveg með þetta. Þær voru svo ákveðnar í sinni spá að ég ákvað bara leyfa þeim að spá og sagði ekki orð um þennan leik. Kannski sem betur fer því ég á alveg part af þessum sokk,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta var virkilega vel gert hjá þeim. Þær taka fjögur stig á móti Blikum í fyrra og ég var að grínast með þessa Keflavíkurgrýlu fyrir Blika. Einhvern veginn fara þær að þessu,“ sagði Mist. Það má sjá Helenu, Mist og Margréti Láru Viðarsdóttur fara yfir frammistöðu Keflavíkurliðsins í myndbandinu hér fyrir neðan. Þær ræddu líka Blikana og vonbrigði þeirra að nýta sér ekki fjölda færa í leiknum í Keflavík. Klippa: Bestu mörk kvenna: Frammistaða Keflavíkurliðsins á móti Breiðabliki Besta deild kvenna Keflavík ÍF Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Í viðtalinu eftir 1-0 sigur á Blikum þá dró Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, sokk upp úr vasanum. „Þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk,“ sagði Gunnar sigurreifur. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterkt lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Bestu mörkin sýndu viðtalið og skiptu svo yfir í myndverið. „Sokkurinn er í húsi og við geymum hann,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, og sýndi áhorfendum sokkinn. „Ég tek við þessu og við spyrjum síðan bara að leikslokum. Ég hef fulla trú á ykkur Keflvíkingar og bara takk fyrir sendinguna,“ sagði Helena. Keflavíkurkonurnar Dröfn Einarsdóttir og Kristrún Ýr Holm mættu í upphitunarþáttinn fyrir aðra umferðina og voru þá fullvissar að þær myndu vinnu Breiðablik 1-0 sem og gerðist. „Þær voru bara alveg með þetta. Þær voru svo ákveðnar í sinni spá að ég ákvað bara leyfa þeim að spá og sagði ekki orð um þennan leik. Kannski sem betur fer því ég á alveg part af þessum sokk,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta var virkilega vel gert hjá þeim. Þær taka fjögur stig á móti Blikum í fyrra og ég var að grínast með þessa Keflavíkurgrýlu fyrir Blika. Einhvern veginn fara þær að þessu,“ sagði Mist. Það má sjá Helenu, Mist og Margréti Láru Viðarsdóttur fara yfir frammistöðu Keflavíkurliðsins í myndbandinu hér fyrir neðan. Þær ræddu líka Blikana og vonbrigði þeirra að nýta sér ekki fjölda færa í leiknum í Keflavík. Klippa: Bestu mörk kvenna: Frammistaða Keflavíkurliðsins á móti Breiðabliki
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira