Liverpool á enn möguleika á því að vinna fernuna en Luis Diaz var líka allt í öllu hjá Porto í Portúgal áður en Liverpool keypti hann í janúar.
Liverpool ace Luis Diaz could collect six medals this season if Reds win quadruplehttps://t.co/m6Okq0TSjU pic.twitter.com/GnwHNHS2cg
— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2022
Liverpool er sex leikjum frá því að klára sögulega fernu, er reyndar einu stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni en er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Real Madrid og í úrslitaleik bikarkeppninnar á móti Chelsea.
Porto er líka á góðri leið með að tryggja sér portúgalska meistaratitilinn en Diaz var með 14 mörk og 5 stoðsendingar í átján deildarleikjum áður en hann var seldur.
Diaz spilaði einnig þrjá leiki í portúgalska bikarnum þar sem Porto er komið í úrslitaleik sem verður á móti Tondela 22. maí næstkomandi.
Diaz hefur komið frábærlega inn í lið Liverpool og smellpassar í leikstíl Jürgen Klopp. Diaz átti meðal annars mikinn þátt í því að Liverpool kom til baka á móti Villarreal eftir að liðið lenti 2-0 undir í hálfleik. Diaz kom inn í hálfleik, skoraði og gerbreytti leiknum.