„Ég hefði viljað sjá þessar reglur öðruvísi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2022 18:30 Bankastjóri Íslandsbanka segir að æskilegt hefði verið að girða fyrir kaup starfsmanna sem komu að útboði bankans á þessu ári. Verið sé að breyta reglum til að koma í veg fyrir slíkt. Hún segist ekki vita hvort starfsmenn hafi áður keypt hluti í útboðum sem þeir hafi á sama tíma sinnt. Ellefu ráðgjafafyrirtæki komu að sölu á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. Fyrirtækja-og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var meðal þessara fyrirtækja en tveir starfsmenn þar keyptu hlutabréf í útboðinu, einn starfsmaður Íslandssjóða og fimm aðrir starfsmenn bankans. Fljótlega eftir hlutafjárútboðið kom fram gagnrýni á að eigendur og eða starfsmenn ráðgjafafyrirtækjanna hefðu líka keypt í útboðinu. Þá er Fjármálaeftirlitið að gera úttekt á kaupum söluaðila og hvernig þeir mátu fjárfesta hæfa. Segir forstjóra Bankasýslunnar fara með rangt mál Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar sagði m.a. í fréttum að það væru miklir hagsmunaárekstrar og vonbrigði ef ráðgjafar hefðu keypt í útboðinu. Það myndi aldrei koma til greina á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka segir þetta ekki alls kostar rétt. „Það er er reyndar töluvert mismunandi eftir fjármálastofnunum bæði hérlendis og erlendis hvort söluráðgjafar mega taka þátt í útboðum sem þeir annast,“ segir hún. Birna segir að reglur bankans hafi leyft að starfsmenn keyptu í útboðinu þrátt fyrir að sjá á sama tíma um söluna á bankanum. „Samkvæmt reglum bankans var það heimilt, en þetta er nú til endurskoðunar en með ákveðnum skilyrðum. Ég hefði viljað sjá þessar reglur öðruvísi þegar við stóðum frammi fyrir þessu útboði á dögunum,“ segir hún. Birna segist ekki hafa upplýsingar um hvort að starfsmenn bankans hafi áður við umsjón í hlutafjárútboðum líka keypt í þeim útboðum. „Ég kannast ekki við nein dæmi um það, en örugglega er hægt að fara aftur í tímann og finna slík tilfelli,“ segir hún. Birna segir að þessu verði væntanlega breytt á stjórnarfundi bankans í júní. „Reglurnar verða stífari en líka skýrari þá hvernig undantekningar eru og þess háttar þannig að við förum yfir þær í heild sinni,“ segir hún. Bankasýslan hefur greitt bankanum að hluta fyrir ráðgjafastörfin Bankasýslan hefur gefið út að hún ætli að halda eftir þóknun til ráðgjafafyrirtækja þar til Fjármálaeftirlitið sé búið að rannsaka málið. Birna segir að það eigi við um þóknun Íslandsbanka að hluta til. Það er einhver upphafsgreiðsla sem hefur þegar átt sér stað og svo einhver greiðsla sem þeir vilja bíða með,“ segir hún að lokum. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00 „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Ellefu ráðgjafafyrirtæki komu að sölu á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. Fyrirtækja-og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var meðal þessara fyrirtækja en tveir starfsmenn þar keyptu hlutabréf í útboðinu, einn starfsmaður Íslandssjóða og fimm aðrir starfsmenn bankans. Fljótlega eftir hlutafjárútboðið kom fram gagnrýni á að eigendur og eða starfsmenn ráðgjafafyrirtækjanna hefðu líka keypt í útboðinu. Þá er Fjármálaeftirlitið að gera úttekt á kaupum söluaðila og hvernig þeir mátu fjárfesta hæfa. Segir forstjóra Bankasýslunnar fara með rangt mál Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar sagði m.a. í fréttum að það væru miklir hagsmunaárekstrar og vonbrigði ef ráðgjafar hefðu keypt í útboðinu. Það myndi aldrei koma til greina á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka segir þetta ekki alls kostar rétt. „Það er er reyndar töluvert mismunandi eftir fjármálastofnunum bæði hérlendis og erlendis hvort söluráðgjafar mega taka þátt í útboðum sem þeir annast,“ segir hún. Birna segir að reglur bankans hafi leyft að starfsmenn keyptu í útboðinu þrátt fyrir að sjá á sama tíma um söluna á bankanum. „Samkvæmt reglum bankans var það heimilt, en þetta er nú til endurskoðunar en með ákveðnum skilyrðum. Ég hefði viljað sjá þessar reglur öðruvísi þegar við stóðum frammi fyrir þessu útboði á dögunum,“ segir hún. Birna segist ekki hafa upplýsingar um hvort að starfsmenn bankans hafi áður við umsjón í hlutafjárútboðum líka keypt í þeim útboðum. „Ég kannast ekki við nein dæmi um það, en örugglega er hægt að fara aftur í tímann og finna slík tilfelli,“ segir hún. Birna segir að þessu verði væntanlega breytt á stjórnarfundi bankans í júní. „Reglurnar verða stífari en líka skýrari þá hvernig undantekningar eru og þess háttar þannig að við förum yfir þær í heild sinni,“ segir hún. Bankasýslan hefur greitt bankanum að hluta fyrir ráðgjafastörfin Bankasýslan hefur gefið út að hún ætli að halda eftir þóknun til ráðgjafafyrirtækja þar til Fjármálaeftirlitið sé búið að rannsaka málið. Birna segir að það eigi við um þóknun Íslandsbanka að hluta til. Það er einhver upphafsgreiðsla sem hefur þegar átt sér stað og svo einhver greiðsla sem þeir vilja bíða með,“ segir hún að lokum.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00 „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00
„Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09