Mér fannst við vera að fá fleiri færi og eiga að vinna Sverrir Mar Smárason skrifar 6. maí 2022 20:45 Ólafur Jóhannesson (til hægri) hefði viljað sjá sína menn taka öll þrjú stigin í kvöld. Vísir/Hulda Margrét FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var opinn og skiptust liðin á að leiða. Lokaniðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var sáttur við frammistöðu síns liðs. FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var opinn og skiptust liðin á að leiða. Lokaniðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var sáttur við frammistöðu síns liðs. „Þetta var fínn leikur af okkar hálfu og erum að spila á móti öflugu liði. Mér fannst við hefðum átt að koma leiknum í 2-0 fyrir okkur á tímabili og við fengum það í bakið. Það voru nú ekki mörg færi í þessum leik en ég held að þau hafi verið fleiri okkar megin. Boltinn fór bara ekki inn, það munaði því. Svo eru Valsararnir stórhættulegt lið og með öfluga framherja. Þeir ná að snúa leiknum sér í hag en feiknalega fínt að koma til baka og fá stigið,“ sagði Ólafur. FH liðið skapaði sér góð færi og spilaði á köflum mjög vel. Ólafur segir uppleggið hafa gengið þokkalega upp. „Mér fannst uppleggið bara ganga fínt. Við vorum duglegir og fórum í þessi svæði sem við ætluðum að fara í. Eins og ég segi að þá fannst mér við eiga að vinna þennan leik, mér fannst við vera að fá fleiri færi og eiga að vinna hann. Þannig að ég er mjög ánægður með leik minna manna,“ sagði Ólafur. Davíð Snær Jóhannsson og Lasse Petry voru tilkynntir sem nýir leikmenn FH í gær og í dag. Davíð var strax í byrjunarliðinu í kvöld en Lasse Petry ekki enn kominn með leikheimild. „Mér fannst Davíð standa sig feikna vel og er geysilega ánægður með hans innkomu í liðið. Hann, eins og fleiri leikmenn, var í fínu standi hér í dag og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann bregst við og hagar sér í framhaldinu. Lasse ætti að vera klár í næsta leik. Við erum að klára smá mál við Danina en það ætti að ganga eftir,“ sagði Ólafur um nýju leikmennina. Mikið hefur verið rætt um að leikmaður Vals, Sigurður Egill Lárusson, gæti verið á leið til FH. Ólafur segir ekkert til í því. Vísir spurði hvort FH væri ‚ennþá‘ að reyna að fá Sigurð Egil. „Þú sagðir ‚ennþá‘ hvað þýðir það? Nei, við erum ekki búnir að tala við hann,“ sagði Ólafur að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Valur 2-2 | Heimamenn fyrstir til að ná stigum af Valsmönnum FH varð fyrsta lið sumarsins til að ná stigum af Val er liðin mættust í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur í Kaplakrika 2-2 eftir að Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin undir lok leiks. 6. maí 2022 19:55 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Sjá meira
FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var opinn og skiptust liðin á að leiða. Lokaniðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var sáttur við frammistöðu síns liðs. „Þetta var fínn leikur af okkar hálfu og erum að spila á móti öflugu liði. Mér fannst við hefðum átt að koma leiknum í 2-0 fyrir okkur á tímabili og við fengum það í bakið. Það voru nú ekki mörg færi í þessum leik en ég held að þau hafi verið fleiri okkar megin. Boltinn fór bara ekki inn, það munaði því. Svo eru Valsararnir stórhættulegt lið og með öfluga framherja. Þeir ná að snúa leiknum sér í hag en feiknalega fínt að koma til baka og fá stigið,“ sagði Ólafur. FH liðið skapaði sér góð færi og spilaði á köflum mjög vel. Ólafur segir uppleggið hafa gengið þokkalega upp. „Mér fannst uppleggið bara ganga fínt. Við vorum duglegir og fórum í þessi svæði sem við ætluðum að fara í. Eins og ég segi að þá fannst mér við eiga að vinna þennan leik, mér fannst við vera að fá fleiri færi og eiga að vinna hann. Þannig að ég er mjög ánægður með leik minna manna,“ sagði Ólafur. Davíð Snær Jóhannsson og Lasse Petry voru tilkynntir sem nýir leikmenn FH í gær og í dag. Davíð var strax í byrjunarliðinu í kvöld en Lasse Petry ekki enn kominn með leikheimild. „Mér fannst Davíð standa sig feikna vel og er geysilega ánægður með hans innkomu í liðið. Hann, eins og fleiri leikmenn, var í fínu standi hér í dag og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann bregst við og hagar sér í framhaldinu. Lasse ætti að vera klár í næsta leik. Við erum að klára smá mál við Danina en það ætti að ganga eftir,“ sagði Ólafur um nýju leikmennina. Mikið hefur verið rætt um að leikmaður Vals, Sigurður Egill Lárusson, gæti verið á leið til FH. Ólafur segir ekkert til í því. Vísir spurði hvort FH væri ‚ennþá‘ að reyna að fá Sigurð Egil. „Þú sagðir ‚ennþá‘ hvað þýðir það? Nei, við erum ekki búnir að tala við hann,“ sagði Ólafur að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Valur 2-2 | Heimamenn fyrstir til að ná stigum af Valsmönnum FH varð fyrsta lið sumarsins til að ná stigum af Val er liðin mættust í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur í Kaplakrika 2-2 eftir að Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin undir lok leiks. 6. maí 2022 19:55 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Sjá meira
Leik lokið: FH - Valur 2-2 | Heimamenn fyrstir til að ná stigum af Valsmönnum FH varð fyrsta lið sumarsins til að ná stigum af Val er liðin mættust í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur í Kaplakrika 2-2 eftir að Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin undir lok leiks. 6. maí 2022 19:55
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti