Hönnunarsdúó-ið Flétta og 66°Norður sameinuðu krafta sína með það að leiðarljósi að fullnýta efni frá framleiðslu 66°Norður. Flétta hefur tekið efnisbúta og afskurði, meðhöndlað þá á mismunadi hátt og unnið saman á mismunandi vegu í leit að ákjósanlegri samsetningu hráefna.





Erm er samstarf hönnuðanna Arnars Inga Viðarssonar og Valdísar Steinarsdóttur og 66°Norður þar sem hönnuðirnir nýta ermar af ónothæfum dúnúlpum frá merkinu í einstaklega skemmtilega hönnunarvöru í formi stóla og kolla.
Ermarnar eru saumaðar saman í einskonar rana sem eru svo dregnir upp á stálrör sem hafa verið sveigð til og mynda sæti.




Samstarf Valdísar Steinarsdóttur og 66°Norður hefur vakið mikla athygli en Valdís fór inn í verkefnið með það að leiðarljósi að þróa nýja aðferð við vinnslu fatnaðar sem leitast við að fullnýta efnið svo það verði engar afklippur og koma þannig í veg fyrir ónothæfa efnisbúta sem enda í ruslinu.
Markmiðið er svo að ná að þróa regnjakka með þeirri aðferð að hella fljótandi efni í form í stað þess að sníða efni og sauma.



HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar.
Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.