Sólveig söng lagið People Help The People með bresku söngkonunni Birdy. Sólveig fékk standandi lófatak frá öllum dómurum keppninnar sem og áhorfendum í sal.
Söngkonan Lena, sem vann Eurovision árið 2010, var einn dómara keppninnar og hrósaði Sólveigu í hástert eftir sönginn. Hún sagði það hafa verið greinilegt frá fyrsta tón, að þarna væri sigurvegari á ferð.
Sólveig söng lagið California Dreamin' með hljómsveitinni The Mamas & The Papas, bæði í áheyrnaprufum og undanúrslitum keppninnar og komst alla leið í úrslit sem er stórkostlegur árangur.
Það var hin ellefu ára gamla Georgia Balke sem vann keppnina en hún söng lagið Can't Help Falling In Love með Elvis Presley.