Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 3-3 | Dramatík þegar Keflavík náði í sitt fyrsta stig Hjörvar Ólafsson skrifar 7. maí 2022 19:35 ÍBV snéri taflinu sér í vil í Keflavík. Hulda Margrét Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. Leikurinn fór virkilega rólega af stað og í upphafi virtist greinilegt að hvorugt liðið vildi fá á sig fyrsta markið. Það kom þó í hlut ÍBV því að á 22. mínútu fékk Nacho Heras boltann úti hægra megin við teig ÍBV og renndi honum fyrir markið. Þar var mættur Joey Gibbs sem kom boltanum yfir línuna og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Átta mínútum síðar komust heimamenn svo í 2-0 eftir gott skot frá Rúnari Þór innan úr teignum sem hafði fengið sendingu frá Adam Ægi Pálssyni. Heimamenn í góðum gír og ÍBV hafði lítið náð að ógna. Tíu mínútum fyrir leikhlé fékk Magnús Þór, fyrirliði Keflavíkur, að líta rauða spjaldið. Hann hafði fengið gult spjald á 7. mínútu fyrir brot úti á kanti. Það brot var nánast fyrsta brot leiksins en það var hans fyrsta brot. Síðar þá stuggaði hann við Andra Rúnari þegar ÍBV sendu langa sendingu fram sem Andri Rúnar var ólíklegur að ná. Tvö umdeilanleg gul spjöld og fyrirliðinn sendur í sturtu. Hálfleikstölur 2-0 heimamönnum í vil. Í síðari hálfleik nýttu gestirnir sér liðsmuninn. Andri Rúnar Bjarnason slapp í gegn eftir mistök í uppspili Keflavíkur á 52. mínútu, virtist detta í færinu en náði að pota í boltann og hann í netið, 2-1. Tólf mínútum síðar jöfnuðu gestirnir svo metin. Það gerði Telmo Castanheira með laglegu skoti utan teigs eftir að hafa fengið til sín frákast úr teig Keflavíkur. Gestirnir héldu áfram að sækja að marki Keflavíkur og þeim tókst að skora sitt þriðja mark á 82. mínútu. Tómas Bent átti þá skalla að marki eftir hornspyrnu Felix Arnar sem var varinn á línu. Boltinn datt til Guðjóns Péturs sem setti boltann fyrir markið á Sigurð Arnar. Sigurður Arnar gerði sér lítið fyrir og skoraði annað mark sitt á tímabilinu auk þess að koma ÍBV í forystu í fyrsta skipti í leiknum. Keflavík er alltaf Keflavík í Keflavík og sýndu það undir lok leiksins þegar þeir gáfu í og sóttu svo jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Nacho Heras með aðra stoðsendingu þegar hann sendi boltan fyrir markið á Adam Árna Róbertsson sem hafði komið inná sem varamaður. Adam Árni með frábæran skalla sem Halldór Páll, markvörður ÍBV, réði ekki við. Lokaniðurstaðan í þessum kaflaskipta leik jafntefli, 3-3. Af hverju varð jafntefli? Keflavík var með leikinn í hendi sér, 2-0 yfir, þegar Magnús Þór fékk seinna gula spjaldið sitt. Það gaf ÍBV blóð á tennurnar og nýttu Vestmannaeyingar sér það í síðari hálfleik. Það var svo eins og ÍBV hefðu ekki nægilega reynslu til þess að drepa bara leikinn og taka stigin þrjú eftir að þeir voru komnir 3-2 yfir. Hverjir voru bestir? Nacho Heras lagði upp tvö mörk og átti mjög góðan leik fyrir Keflavík. Sigurður Arnar Magnússon stóð sína plikt í liði ÍBV. Skoraði þriðja markið og átti flotta kafla. Hvað gerist næst? ÍBV hafa gert tvö jafntefli í röð og munu freista þess að sækja fyrsta sigurinn þegar þeir fá KR í heimsókn á Hásteinsvöll miðvikudaginn 11. maí kl. 18:00. Keflavík fékk sitt fyrsta stig í dag og situr á botni deildarinnar. Þeir mæta Leikni á HS Orku vellinum fimmtudaginn 12. maí kl. 19:15 í gríðarlega mikilvægum leik. Keflavík ÍF ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum. 7. maí 2022 18:45 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. Leikurinn fór virkilega rólega af stað og í upphafi virtist greinilegt að hvorugt liðið vildi fá á sig fyrsta markið. Það kom þó í hlut ÍBV því að á 22. mínútu fékk Nacho Heras boltann úti hægra megin við teig ÍBV og renndi honum fyrir markið. Þar var mættur Joey Gibbs sem kom boltanum yfir línuna og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Átta mínútum síðar komust heimamenn svo í 2-0 eftir gott skot frá Rúnari Þór innan úr teignum sem hafði fengið sendingu frá Adam Ægi Pálssyni. Heimamenn í góðum gír og ÍBV hafði lítið náð að ógna. Tíu mínútum fyrir leikhlé fékk Magnús Þór, fyrirliði Keflavíkur, að líta rauða spjaldið. Hann hafði fengið gult spjald á 7. mínútu fyrir brot úti á kanti. Það brot var nánast fyrsta brot leiksins en það var hans fyrsta brot. Síðar þá stuggaði hann við Andra Rúnari þegar ÍBV sendu langa sendingu fram sem Andri Rúnar var ólíklegur að ná. Tvö umdeilanleg gul spjöld og fyrirliðinn sendur í sturtu. Hálfleikstölur 2-0 heimamönnum í vil. Í síðari hálfleik nýttu gestirnir sér liðsmuninn. Andri Rúnar Bjarnason slapp í gegn eftir mistök í uppspili Keflavíkur á 52. mínútu, virtist detta í færinu en náði að pota í boltann og hann í netið, 2-1. Tólf mínútum síðar jöfnuðu gestirnir svo metin. Það gerði Telmo Castanheira með laglegu skoti utan teigs eftir að hafa fengið til sín frákast úr teig Keflavíkur. Gestirnir héldu áfram að sækja að marki Keflavíkur og þeim tókst að skora sitt þriðja mark á 82. mínútu. Tómas Bent átti þá skalla að marki eftir hornspyrnu Felix Arnar sem var varinn á línu. Boltinn datt til Guðjóns Péturs sem setti boltann fyrir markið á Sigurð Arnar. Sigurður Arnar gerði sér lítið fyrir og skoraði annað mark sitt á tímabilinu auk þess að koma ÍBV í forystu í fyrsta skipti í leiknum. Keflavík er alltaf Keflavík í Keflavík og sýndu það undir lok leiksins þegar þeir gáfu í og sóttu svo jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Nacho Heras með aðra stoðsendingu þegar hann sendi boltan fyrir markið á Adam Árna Róbertsson sem hafði komið inná sem varamaður. Adam Árni með frábæran skalla sem Halldór Páll, markvörður ÍBV, réði ekki við. Lokaniðurstaðan í þessum kaflaskipta leik jafntefli, 3-3. Af hverju varð jafntefli? Keflavík var með leikinn í hendi sér, 2-0 yfir, þegar Magnús Þór fékk seinna gula spjaldið sitt. Það gaf ÍBV blóð á tennurnar og nýttu Vestmannaeyingar sér það í síðari hálfleik. Það var svo eins og ÍBV hefðu ekki nægilega reynslu til þess að drepa bara leikinn og taka stigin þrjú eftir að þeir voru komnir 3-2 yfir. Hverjir voru bestir? Nacho Heras lagði upp tvö mörk og átti mjög góðan leik fyrir Keflavík. Sigurður Arnar Magnússon stóð sína plikt í liði ÍBV. Skoraði þriðja markið og átti flotta kafla. Hvað gerist næst? ÍBV hafa gert tvö jafntefli í röð og munu freista þess að sækja fyrsta sigurinn þegar þeir fá KR í heimsókn á Hásteinsvöll miðvikudaginn 11. maí kl. 18:00. Keflavík fékk sitt fyrsta stig í dag og situr á botni deildarinnar. Þeir mæta Leikni á HS Orku vellinum fimmtudaginn 12. maí kl. 19:15 í gríðarlega mikilvægum leik.
Keflavík ÍF ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum. 7. maí 2022 18:45 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum. 7. maí 2022 18:45