„Ógnum frá Úkraínu við öryggi Rússlands verður útrýmt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2022 20:19 Í greininni endurtekur Mikhail Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, áróður stjórnvalda í Moskvu á sama tíma og hann sakar Úkraínumenn og Vesturlönd um að standa í stórfelldu áróðursstríði. Stöð 2/Arnar „Ég er sannfærður um að fyrr eða síðar mun það renna upp fyrir leiðtogum Vesturlanda að án raunverulegrar samvinnu og virðingu fyrir rússneskum hagsmunum getur heimurinn ekki haldið áfram að vera eins og hann er í dag.“ Þetta segir Mikhail Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, í grein sem sendiráðið hefur deilt á Facebook-síðu sinni, bæði á rússnesku og ensku. Tilefni greinarskrifanna er 77 ára afmæli sigurs bandamanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Noskov segir daginn, 9. maí, áminningu til allra þeirra, fyrst og fremst Vesturlanda, sem hafa leitast við að endurskrifa söguna og gera lítið úr hetjudáðum sovéskra hermanna. Noskov segir í greininni að því miður hafi það gerst að nasisminn hafi náð fótfestu á ný, að þessu sinni í Úkraínu. Þar hafi sveitir nýnasista, á borð við Azov-sveitina, verið teknar inn í her landsins og það látið ótalið þótt þær skreyti sig merkjum Hitler og SS-sveita hans. Sendiherrann sakar stjórnvöld í Úkraínu um skipulagðar ofsóknir og ofbeldi gegn rússneskum ríkisborgurum og öðrum í Donbas-héruðunum Donetsk og Luhansk. Þannig segir hann Rússa hafa verið tilneydda til að ráðast í hinar „sérstöku hernaðaraðgerðir“ til að útrýma nasisma í Úkraínu og gera landið herlaust. „Því miður hafa flest lönd á Vesturlöndum, þeirra á meðal Ísland, ekki minnst á eða þóst ekki minnast á þá staðreynd að Úkraína hefur verið að leggja drög að árásaraðgerðum. Umsvifamikilli sókn að Donbas sem hefði stigmagnast í árás gegn Krímskaga Rússlands, sem var aðeins tímaspursmál,“ segir Noskov og vísar til skjala sem hann segir innrásarherinn hafa komist yfir. Segir Rússlandi ekki verða „cancelað“ Í greininni endurtekur sendiherrann ýmsan áróður frá rússneskum stjórnvöldum, líkt og sviðsetningu árásar á fæðingasjúkrahús í Maríupól, á sama tíma og hann sakar Úkraínumenn og Vesturlönd um að standa í áróðursherferð. Þá sakar hann stjórnvöld í Úkraínu um að standa að baki árásum á eigin borgara; árásir á íbúðahverfi, dreifingu jarðsprengja og að nota íbúa sem mannlega skyldi. Noskov sakar Vesturlönd um að nota Úkraínu til að grafa undan Rússlandi. Um sé að ræða áætlun sem hafi lengi verið í undirbúningi. Það sé þess vegna sem Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafi hafnað því að ræða öryggistryggingar sem Rússar stungu upp á í desember 2021. „Það er þess vegna sem Vestrænir bandamenn stjórnvalda í Kænugarði halda áfram að sjá þeim fyrir vopnum og hergögnum til að draga sérstaka hernaðaraðgerð Rússlands á langinn og koma í veg fyrir frið í Úkraínu,“ segir hann. „Enginn getur „cancelað“ Rússlandi,“ segir sendiherrann. „Land okkar mun þrífast undir þrýstingi eins og það hefur gert í gegnum söguna. Rússland er ríkt, ekki bara af náttúrulegum auðlindum, heldur einnig af hæfileikaríku, duglegu fólki sem eru reiðubúin að gera allt til að þróa land sitt og færa það áfram.“ Noskov segir Rússa munu náð markmiðum sínum í Úkraínu, þrátt fyrir stuðning Nató. „Ógnum frá Úkraínu við öryggi Rússa verður útrýmt.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Þetta segir Mikhail Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, í grein sem sendiráðið hefur deilt á Facebook-síðu sinni, bæði á rússnesku og ensku. Tilefni greinarskrifanna er 77 ára afmæli sigurs bandamanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Noskov segir daginn, 9. maí, áminningu til allra þeirra, fyrst og fremst Vesturlanda, sem hafa leitast við að endurskrifa söguna og gera lítið úr hetjudáðum sovéskra hermanna. Noskov segir í greininni að því miður hafi það gerst að nasisminn hafi náð fótfestu á ný, að þessu sinni í Úkraínu. Þar hafi sveitir nýnasista, á borð við Azov-sveitina, verið teknar inn í her landsins og það látið ótalið þótt þær skreyti sig merkjum Hitler og SS-sveita hans. Sendiherrann sakar stjórnvöld í Úkraínu um skipulagðar ofsóknir og ofbeldi gegn rússneskum ríkisborgurum og öðrum í Donbas-héruðunum Donetsk og Luhansk. Þannig segir hann Rússa hafa verið tilneydda til að ráðast í hinar „sérstöku hernaðaraðgerðir“ til að útrýma nasisma í Úkraínu og gera landið herlaust. „Því miður hafa flest lönd á Vesturlöndum, þeirra á meðal Ísland, ekki minnst á eða þóst ekki minnast á þá staðreynd að Úkraína hefur verið að leggja drög að árásaraðgerðum. Umsvifamikilli sókn að Donbas sem hefði stigmagnast í árás gegn Krímskaga Rússlands, sem var aðeins tímaspursmál,“ segir Noskov og vísar til skjala sem hann segir innrásarherinn hafa komist yfir. Segir Rússlandi ekki verða „cancelað“ Í greininni endurtekur sendiherrann ýmsan áróður frá rússneskum stjórnvöldum, líkt og sviðsetningu árásar á fæðingasjúkrahús í Maríupól, á sama tíma og hann sakar Úkraínumenn og Vesturlönd um að standa í áróðursherferð. Þá sakar hann stjórnvöld í Úkraínu um að standa að baki árásum á eigin borgara; árásir á íbúðahverfi, dreifingu jarðsprengja og að nota íbúa sem mannlega skyldi. Noskov sakar Vesturlönd um að nota Úkraínu til að grafa undan Rússlandi. Um sé að ræða áætlun sem hafi lengi verið í undirbúningi. Það sé þess vegna sem Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafi hafnað því að ræða öryggistryggingar sem Rússar stungu upp á í desember 2021. „Það er þess vegna sem Vestrænir bandamenn stjórnvalda í Kænugarði halda áfram að sjá þeim fyrir vopnum og hergögnum til að draga sérstaka hernaðaraðgerð Rússlands á langinn og koma í veg fyrir frið í Úkraínu,“ segir hann. „Enginn getur „cancelað“ Rússlandi,“ segir sendiherrann. „Land okkar mun þrífast undir þrýstingi eins og það hefur gert í gegnum söguna. Rússland er ríkt, ekki bara af náttúrulegum auðlindum, heldur einnig af hæfileikaríku, duglegu fólki sem eru reiðubúin að gera allt til að þróa land sitt og færa það áfram.“ Noskov segir Rússa munu náð markmiðum sínum í Úkraínu, þrátt fyrir stuðning Nató. „Ógnum frá Úkraínu við öryggi Rússa verður útrýmt.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila