Ekki sérlega smeykur við ný afbrigði veirunnar Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2022 08:59 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, óttast ekki ný undirafbrigði omikron þó að ekki séu enn öll kurl komin til grafar um hversu alvarleg þau eru. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segist ekki hafa of miklar áhyggjur af nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Nýtt undirafbrigði omikronafbrigðisins þykir meira smitandi en önnur en óljóst er hvort það valdi alvarlegri veikindum. Greint hefur verið frá því að fólk hér á landi hafi greinst smitað af undirafbrigði sem greindist fyrst í Suður-Afríku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði nákvæmar upplýsingar lægju ekki enn fyrir um alvarleika svonefnds BA4 og BA5 afbrigðis en að hann vonaðist til að það væri svipað og það fyrra: bólusettir gætu smitast en þeir fengju vægari einkenni og sýkingin sjálf verndi betur. Sérstök ástæða hefur verið talin til að fylgjast með þróun undirafbrigðanna vegna eðli stökkbreytinganna í svonefndu broddprótíni þeirra. Þórólfur sagði að vegna þess hefðu sérfræðingar áhyggjur af breytingum á sjúkdómnum eða einkennum. „Ég held að maður sé ekkert að hafa of miklar áhyggjur á þessu stigi,“ sagði Þórólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það borgaði sig þó að segja sem minnst um alvarleika afbrigðisins að svo stöddu. Veiran hafi oft leikið á hann áður og því væri ástæða til að fylgjast vel með og vera tilbúin að grípa til ráðstafana ef til þyrfti. Þessa dagana greinist um fimmtíu manns smitaðir af kórónuveirunni á dag en líklega sé fjöldinn hærri. Fáir leggist inn á sjúkrahúss vegna hennar. Fyrir helgi hafi tveir legið inni á Landspítala með Covid-19. Þeir sem hafi fengið veikina þekki þó að hún sé ekki venjuleg pest þó að margir sleppi vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Enn óljóst hvaða langtímaafleiðingar Covid getur haft Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi. 27. apríl 2022 14:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Greint hefur verið frá því að fólk hér á landi hafi greinst smitað af undirafbrigði sem greindist fyrst í Suður-Afríku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði nákvæmar upplýsingar lægju ekki enn fyrir um alvarleika svonefnds BA4 og BA5 afbrigðis en að hann vonaðist til að það væri svipað og það fyrra: bólusettir gætu smitast en þeir fengju vægari einkenni og sýkingin sjálf verndi betur. Sérstök ástæða hefur verið talin til að fylgjast með þróun undirafbrigðanna vegna eðli stökkbreytinganna í svonefndu broddprótíni þeirra. Þórólfur sagði að vegna þess hefðu sérfræðingar áhyggjur af breytingum á sjúkdómnum eða einkennum. „Ég held að maður sé ekkert að hafa of miklar áhyggjur á þessu stigi,“ sagði Þórólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það borgaði sig þó að segja sem minnst um alvarleika afbrigðisins að svo stöddu. Veiran hafi oft leikið á hann áður og því væri ástæða til að fylgjast vel með og vera tilbúin að grípa til ráðstafana ef til þyrfti. Þessa dagana greinist um fimmtíu manns smitaðir af kórónuveirunni á dag en líklega sé fjöldinn hærri. Fáir leggist inn á sjúkrahúss vegna hennar. Fyrir helgi hafi tveir legið inni á Landspítala með Covid-19. Þeir sem hafi fengið veikina þekki þó að hún sé ekki venjuleg pest þó að margir sleppi vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Enn óljóst hvaða langtímaafleiðingar Covid getur haft Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi. 27. apríl 2022 14:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn óljóst hvaða langtímaafleiðingar Covid getur haft Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi. 27. apríl 2022 14:00