Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2022 12:30 Sveíndís Jane Jónsdóttir varð Þýskalandsmeistari í fyrstu tilraun með Wolfsburg og fagnaði því vel. Alex Popp var áberandi í fagnaðarlátunum og gaf Svenju Huth bjórbað. Getty og Skjáskot/Wölfe TV Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. Sveindís er fimmta íslenska knattspyrnukonan til að verða Þýskalandsmeistari og önnur til að vinna titilinn með Wolfsburg. Hún skoraði og lagði upp mark í 10-1 sigrinum gegn Jena í gær sem endanlega tryggði Wolfsburg titilinn. Sveindís var komin á varamannabekkinn þegar lokaflautið gall í Jena í gær en þá hlupu allir leikmenn Wolfsburg inn á völlinn, féllust í faðma og fögnuðu titlinum. Fagnaðarlætin héldu áfram utan vallar, þar sem kampavínsflöskur voru opnaðar og leikmenn fögnuðu með þeim stuðningsmönnum sem gerðu sér ferð til Jena. Risavaxið bjórglas var sömuleiðis látið ganga áður en að þýska „drottningin“ Alex Popp, sem unnið hefur tvo Evrópumeistaratitla og nú sex Þýskalandsmeistaratitla með Wolfsburg, tók það með sér í liðsrútuna. Fagnaðarlætin má sjá hér að neðan í myndbandi frá Wolfsburg. Sex ár síðan lið án Íslendings vann titilinn Sveindís, sem er aðeins tvítug og hóf að spila með Wolfsburg í vetur, fetar í fótspor fjögurra íslenskra knattspyrnukvenna sem orðið hafa Þýskalandsmeistarar. Raunar eru sex ár liðin síðan að lið varð þýskur meistari án þess að vera með Íslending innanborðs. Sara Björk Gunnarsdóttir vann titilinn með Wolfsburg fjögur ár í röð, árin 2017-2020. Í fyrra fagnaði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir titlinum með Bayern München, líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði árið 2015, og Margrét Lára Viðarsdóttir varð fyrst íslenskra knattspyrnukvenna til að vinna titilinn, með Potsdam árið 2012. Sveindís og stöllur hennar fögnuðu titlinum áfram í rútunni á leið heim frá Jena og við komuna til Wolfsburg tóku stuðningsmenn á móti þeim og saman kyrjuðu þau söngva fram eftir kvöldi. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Tímabilinu er þó ekki lokið hjá Wolfsburg því liðið mætir Potsdam í bikarúrslitaleik 28. maí. Þá tekur við stutt hlé fyrir Sveindísi áður en Evrópumótið í fótbolta hefst í júlí. Þýski boltinn Tengdar fréttir Sveindís Jane skoraði og lagði upp er Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 10-1 stórsigur á botnliði Jena í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Sigurinn þýðir að Wolfsburg er Þýskalandsmeistari. 8. maí 2022 15:50 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Sveindís er fimmta íslenska knattspyrnukonan til að verða Þýskalandsmeistari og önnur til að vinna titilinn með Wolfsburg. Hún skoraði og lagði upp mark í 10-1 sigrinum gegn Jena í gær sem endanlega tryggði Wolfsburg titilinn. Sveindís var komin á varamannabekkinn þegar lokaflautið gall í Jena í gær en þá hlupu allir leikmenn Wolfsburg inn á völlinn, féllust í faðma og fögnuðu titlinum. Fagnaðarlætin héldu áfram utan vallar, þar sem kampavínsflöskur voru opnaðar og leikmenn fögnuðu með þeim stuðningsmönnum sem gerðu sér ferð til Jena. Risavaxið bjórglas var sömuleiðis látið ganga áður en að þýska „drottningin“ Alex Popp, sem unnið hefur tvo Evrópumeistaratitla og nú sex Þýskalandsmeistaratitla með Wolfsburg, tók það með sér í liðsrútuna. Fagnaðarlætin má sjá hér að neðan í myndbandi frá Wolfsburg. Sex ár síðan lið án Íslendings vann titilinn Sveindís, sem er aðeins tvítug og hóf að spila með Wolfsburg í vetur, fetar í fótspor fjögurra íslenskra knattspyrnukvenna sem orðið hafa Þýskalandsmeistarar. Raunar eru sex ár liðin síðan að lið varð þýskur meistari án þess að vera með Íslending innanborðs. Sara Björk Gunnarsdóttir vann titilinn með Wolfsburg fjögur ár í röð, árin 2017-2020. Í fyrra fagnaði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir titlinum með Bayern München, líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði árið 2015, og Margrét Lára Viðarsdóttir varð fyrst íslenskra knattspyrnukvenna til að vinna titilinn, með Potsdam árið 2012. Sveindís og stöllur hennar fögnuðu titlinum áfram í rútunni á leið heim frá Jena og við komuna til Wolfsburg tóku stuðningsmenn á móti þeim og saman kyrjuðu þau söngva fram eftir kvöldi. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Tímabilinu er þó ekki lokið hjá Wolfsburg því liðið mætir Potsdam í bikarúrslitaleik 28. maí. Þá tekur við stutt hlé fyrir Sveindísi áður en Evrópumótið í fótbolta hefst í júlí.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Sveindís Jane skoraði og lagði upp er Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 10-1 stórsigur á botnliði Jena í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Sigurinn þýðir að Wolfsburg er Þýskalandsmeistari. 8. maí 2022 15:50 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Sveindís Jane skoraði og lagði upp er Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 10-1 stórsigur á botnliði Jena í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Sigurinn þýðir að Wolfsburg er Þýskalandsmeistari. 8. maí 2022 15:50