Körfubolti

Lög­mál leiksins: „Ég var hérna 2018, þá varð Giannis fyrir barðinu á mér“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andri Már á leik Boston Celtics og Milwaukee Bucks.
Andri Már á leik Boston Celtics og Milwaukee Bucks. Twitter@nablinn

Í þætti kvöldsins af Lögmáli leiksins er Andri Már „Nablinn“ Eggertsson með magnað innslag eftir vikuferð sína til Boston. 

Kíkti hann meðal annars á leik í einvígi Boston Celtics og Milwaukee Bucks ásamt því að kíkja á íshokkí leik hjá Bruins og hafnaboltaleik hjá Red Sox.

„Þeir sópuðu út Brooklyn Nets, núna er það Milwaukee Bucks. Ég var hérna 2018, þá varð Giannis fyrir barðinu á mér þegar hann var búinn að vinna átta leiki í röð,“ sagði Andri Már og hélt því fram að sagan myndi endurtaka sig, sem hún og gerði.

„Það er alltaf gott milli leikja hjá Celtics að kíkja aðeins á Fenway Park. Drepa tímann og kíkja á stemmarann,“ sagði Andri Már er hann kíkti á leik hjá Boston Red Sox.

Þetta kostulega innslag má sjá hér að neðan en Andri Már endaði innslagið við hlið styttunnar af Red Auerbach, fyrrverandi þjálfara Boston Celtics.

Þáttur kvöldsins af Lögmál Leiksins hefst klukkan 21.05 á Stöð 2 Sport 2.


Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×