Fyrir unga foreldra og börnin þeirra Heimir Örn Árnason skrifar 10. maí 2022 08:45 Mikilvægi leikskólans sem menntastofnun er ótvírætt og ábyrgð leikskólakennara er mikil í öllum þeim fjölbreytta þroska sem fram fer á fyrstu árum barna sem læra í gegnum leik innan veggja leikskólanna.. Börnin okkar eru það verðmætasta sem við eigum og skiptir umönnun og velferð þeirra foreldra og forráðamenn öllu máli. Fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar leggur Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri áherslu á gjaldfrjáls leikskólapláss fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri. Leikskólagjöld eru talsverður útgjaldaliður fyrir foreldra leikskólabarna en þó aðeins lítill hluti af heildarkostnaði sveitarfélagsins við rekstur leikskóla á ári hverju eða um 13%. Þá er rétt að benda á að leikskólagjöldin eru rétt um 1,3% af heildartekjum bæjarsjóðs. Sjálfstæðisflokkurinn telur það vera mikilvægt hagsmunamál fyrir foreldra leikskólabarna að leikskólapláss séu gjaldfrjáls en þannig má hækka ráðstöfunartekjur fólks með börn í leikskóla og auka lífsgæði þeirra verulega. Það er rétt að hafa það í huga að unga fólkið okkar með börnin, ber mestu byrðarnar vegna lána og leigu. Í vaxandi verðbólgu er því afar mikilvægt að koma vel til móts við þennan hóp. Leikskóli er fyrsta skrefið í skólagöngu barna og með niðurfellingu dvalargjalda er Sjálfstæðisflokkurinn að viðurkenna leikskólann sem fyrsta skólastig barna og hampa því faglega og góða starfi sem fer fram í leikskólum sveitarfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt vinna áfram markvisst að því að finna lausn til frambúðar svo að tryggja megi öllum 12 mánaða börnum leikskólapláss í sveitarfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar samhliða þessari aðgerð að ráðast í markaðsátak til þess að fjölga íbúum og atvinnutækifærum í sveitarfélaginu þar sem sú kjarabót sem hlýst af þessari aðgerð kemur til með að vega þungt. Markaðsátak þar sem þessi aðgerð verður í forgrunni mun laða að nýja íbúa í sveitarfélagið. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að tekjur bæjarsjóðs eru vaxandi, þrátt fyrir að Akureyrarbær beri um 600 milljón króna kostnað á þessu ári af málaflokki fatlaðra sem ríkið á að standa undir. Það er því svigrúm til að stíga þetta skref á ábyrgan hátt. Það snýst í raun um hvað við setjum í forgang. Við viljum setja unga fólkið og börnin þeirra í forgang núna, það er kominn tími til. Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi leikskólans sem menntastofnun er ótvírætt og ábyrgð leikskólakennara er mikil í öllum þeim fjölbreytta þroska sem fram fer á fyrstu árum barna sem læra í gegnum leik innan veggja leikskólanna.. Börnin okkar eru það verðmætasta sem við eigum og skiptir umönnun og velferð þeirra foreldra og forráðamenn öllu máli. Fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar leggur Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri áherslu á gjaldfrjáls leikskólapláss fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri. Leikskólagjöld eru talsverður útgjaldaliður fyrir foreldra leikskólabarna en þó aðeins lítill hluti af heildarkostnaði sveitarfélagsins við rekstur leikskóla á ári hverju eða um 13%. Þá er rétt að benda á að leikskólagjöldin eru rétt um 1,3% af heildartekjum bæjarsjóðs. Sjálfstæðisflokkurinn telur það vera mikilvægt hagsmunamál fyrir foreldra leikskólabarna að leikskólapláss séu gjaldfrjáls en þannig má hækka ráðstöfunartekjur fólks með börn í leikskóla og auka lífsgæði þeirra verulega. Það er rétt að hafa það í huga að unga fólkið okkar með börnin, ber mestu byrðarnar vegna lána og leigu. Í vaxandi verðbólgu er því afar mikilvægt að koma vel til móts við þennan hóp. Leikskóli er fyrsta skrefið í skólagöngu barna og með niðurfellingu dvalargjalda er Sjálfstæðisflokkurinn að viðurkenna leikskólann sem fyrsta skólastig barna og hampa því faglega og góða starfi sem fer fram í leikskólum sveitarfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt vinna áfram markvisst að því að finna lausn til frambúðar svo að tryggja megi öllum 12 mánaða börnum leikskólapláss í sveitarfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar samhliða þessari aðgerð að ráðast í markaðsátak til þess að fjölga íbúum og atvinnutækifærum í sveitarfélaginu þar sem sú kjarabót sem hlýst af þessari aðgerð kemur til með að vega þungt. Markaðsátak þar sem þessi aðgerð verður í forgrunni mun laða að nýja íbúa í sveitarfélagið. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að tekjur bæjarsjóðs eru vaxandi, þrátt fyrir að Akureyrarbær beri um 600 milljón króna kostnað á þessu ári af málaflokki fatlaðra sem ríkið á að standa undir. Það er því svigrúm til að stíga þetta skref á ábyrgan hátt. Það snýst í raun um hvað við setjum í forgang. Við viljum setja unga fólkið og börnin þeirra í forgang núna, það er kominn tími til. Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun