Tekist á um forystuna í Hafnarfirði í kappræðum á Vísi Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2022 09:27 Oddvitarnir átta ásamt þáttastjórnanda. vísir/vilhelm Hafnfirðingar ganga að kjörborðinu eftir fjóra daga og ákveða hverjir skuli fara með stjórn bæjarins á næstu fjórum árum. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær oddvita framboða í bænum í kappræður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað meirihluta undanfarin tvö kjörtímabil, fyrst með Bjartri framtíð eftir kosningarnar 2014 og síðan með Framsóknarflokknum eftir kosningar 2018. Nú bjóða átta flokkar og framboð fram í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu bæjarstjórans Rósu Guðbjartsdóttur fékk fimm af ellefu bæjarfulltrúum síðast og Framsóknarflokkurinn fékk einn með Ágúst Bjarna Garðarsson í oddvitasætinu en hann hvarf til þinstarfa síðast liðið haust. Valdimar Víðisson skólastjóri leiðir því Framsóknarflokkinn að þessu sinni. Guðmundur Árni Stefánsson fyrrverandi bæjarstjóri Alþýðuflokksins, alþingismaður, ráðherra og síðast sendiherra snýr aftur á svið stjórnmálanna í heimabænum og leiðir lista Samfylkingarinnar sem fékk tvo fulltrúa kjörna í kosningunum 2018. Flokkurinn má muna fífil sinn fegurri en hann fékk sjö fulltrúa í kosningunum 2006, fimm í kosningunum 2010 og þrjá í kosningunum 2014. Jón Ingi Hákonarson er oddviti Viðreisnar sem fékk einn fulltrúa kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í kosningunum 2018. Sigurður Þ. Ragnarsson leiðir lista Miðflokksins öðru sinni en hann náði einn kjöri fyrir flokkinn síðast, Nafni hans Sigurður Pétur Sigmundsson er oddviti Bæjarlistans sem sömuleiðis fékk einn fulltrúa í kosningunum 2018. Oddvitar þeirra átta flokka og framboða sem bjóða fram í Hafnarfirði. Efri röð frá vinstri: Valdimar Víðisson, Jón Ingi Hákonarson, Rósa Guðbjartsdóttir og Sigurður Pétur Sigmundsson. Neðri röð frá vinstri: Sigurður Þ. Ragnarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Guðmundur Árni Stefánsson og Davíð Arnar Stefánsson.Vísir/Hjalti Haraldur Rafn Ingvason er í oddvitasæti Pírata og Davíð Arnar Stefánsson leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Hvorugur þessara flokka náði inn mann í bæjarstjórn í síðustu kosningum. Sótt að yfirburðastöðu Sjálfstæðisflokksins Átakalínur eru eins og oft áður mjög skýrar í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt góðu fylgi að fagna í undanförnum þrennum kosningum og nokkuð víst að Samfylkingin rær öllum árum að því að endurheimta forystuhlutverk jafnaðarmanna í bænum. Bæjarbúum fækkaði um tæplega 300 árið 2020 sem er einstakt hjá stóru sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Tekist er m.a. á um leikskólamál, samgöngur og uppbyggingu íþróttamannvirkja svo eitthvað sé nefnt í Hafnarfirði. Tæplega tuttugu og eitt þúsund kjósendur, eða 20.726 íbúar á kjörskrá ákveða á laugardag hvaða framboð skuli leiða þau mál til lykta. Kappræðurnar hefjast í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað meirihluta undanfarin tvö kjörtímabil, fyrst með Bjartri framtíð eftir kosningarnar 2014 og síðan með Framsóknarflokknum eftir kosningar 2018. Nú bjóða átta flokkar og framboð fram í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu bæjarstjórans Rósu Guðbjartsdóttur fékk fimm af ellefu bæjarfulltrúum síðast og Framsóknarflokkurinn fékk einn með Ágúst Bjarna Garðarsson í oddvitasætinu en hann hvarf til þinstarfa síðast liðið haust. Valdimar Víðisson skólastjóri leiðir því Framsóknarflokkinn að þessu sinni. Guðmundur Árni Stefánsson fyrrverandi bæjarstjóri Alþýðuflokksins, alþingismaður, ráðherra og síðast sendiherra snýr aftur á svið stjórnmálanna í heimabænum og leiðir lista Samfylkingarinnar sem fékk tvo fulltrúa kjörna í kosningunum 2018. Flokkurinn má muna fífil sinn fegurri en hann fékk sjö fulltrúa í kosningunum 2006, fimm í kosningunum 2010 og þrjá í kosningunum 2014. Jón Ingi Hákonarson er oddviti Viðreisnar sem fékk einn fulltrúa kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í kosningunum 2018. Sigurður Þ. Ragnarsson leiðir lista Miðflokksins öðru sinni en hann náði einn kjöri fyrir flokkinn síðast, Nafni hans Sigurður Pétur Sigmundsson er oddviti Bæjarlistans sem sömuleiðis fékk einn fulltrúa í kosningunum 2018. Oddvitar þeirra átta flokka og framboða sem bjóða fram í Hafnarfirði. Efri röð frá vinstri: Valdimar Víðisson, Jón Ingi Hákonarson, Rósa Guðbjartsdóttir og Sigurður Pétur Sigmundsson. Neðri röð frá vinstri: Sigurður Þ. Ragnarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Guðmundur Árni Stefánsson og Davíð Arnar Stefánsson.Vísir/Hjalti Haraldur Rafn Ingvason er í oddvitasæti Pírata og Davíð Arnar Stefánsson leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Hvorugur þessara flokka náði inn mann í bæjarstjórn í síðustu kosningum. Sótt að yfirburðastöðu Sjálfstæðisflokksins Átakalínur eru eins og oft áður mjög skýrar í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt góðu fylgi að fagna í undanförnum þrennum kosningum og nokkuð víst að Samfylkingin rær öllum árum að því að endurheimta forystuhlutverk jafnaðarmanna í bænum. Bæjarbúum fækkaði um tæplega 300 árið 2020 sem er einstakt hjá stóru sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Tekist er m.a. á um leikskólamál, samgöngur og uppbyggingu íþróttamannvirkja svo eitthvað sé nefnt í Hafnarfirði. Tæplega tuttugu og eitt þúsund kjósendur, eða 20.726 íbúar á kjörskrá ákveða á laugardag hvaða framboð skuli leiða þau mál til lykta. Kappræðurnar hefjast í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira