Dýrkeypt fjarlægð milli barna og sálfræðinga Kolbrún Baldursdóttir skrifar 11. maí 2022 12:00 Árum saman hef ég sem sálfræðingur og borgarfulltrúi barist fyrir því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum sjálfum frekar en á þjónustumiðstöðvum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur hunsað þetta mikilvæga mál. Hinn 27. júní 2018 lagði ég sem borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu í Skóla- og frístundarráði um að skólasálfræðingur væri í hverjum skóla í Reykjavík og að skólar yrðu valdefldir með þeim hætti að þeir réðu sjálfir til sín skólasálfræðinga með aðsetur í skólum og tækju við verkbeiðnum frá nemendaverndarráðum. Í lögum segir að börn skuli hafa aðgang að sérfræðiþjónustu þar á meðal sálfræðiþjónustu. Tillögunni var vísað til velferðarráðs þar sem henni var hafnað. Biðlisti barna lengst á kjörtímabilinu vegna m.a. fjölgunar tilvísana Sálfræðingar hafa aðsetur á þjónustumiðstöðvum og ferðast þaðan út í þá skóla sem þeim ber að sinna til að þjónusta börn. Á biðlista eftir fagfólki skóla eru nú rúmlega 1800 börn og þar af rúmlega 1000 börn sem bíða eftir sálfræðiþjónustu af einhverju tagi, ýmist viðtölum eða greiningu. Stöðugildi sálfræðinga eru 25,8 sem þjónusta 80 leikskóla og 44 grunnskóla. Áætlað er að u.þ.b. 10 stöðugildi sinni leikskólum og 15,8 sinni grunnskólum borgarinnar. Hinn 4. maí fékk ég svar frá velferðarsviði við eftirfarandi fyrirspurn um kostnað við ferðir sálfræðinga út í skólana, sundurliðun eftir hverfum og eftir ferðamáta:Kostnaður við ferðir sálfræðinga út í skóla með leigubíl er 1.555.359Kostnaður vegna aksturssamninga er 1.821.255Heildarkostnaður 2.852.968 Af svari má sjá að kostnaður við ferðir sálfræðinga til og frá skóla er talsverður en sálfræðingar fara ýmist með leigubílum eða eru með aksturssamninga. Um er að ræða 31 sálfræðing og er meðalkostnaður á hvern tæp hálf milljón. Ef horft er á þetta raunsætt vekur það ekki mikla furðu hvað illa gengur að vinna niður biðlista barna til sálfræðinga og annarra fagaðila skóla s.s. talmeinafræðinga. Biðlistinn hefur lengst gríðarlega en hann var 400 börn árið 2018. Við listann hafa bæst um 1500 börn á kjörtímabilinu. Hvorki í þágu barna né kennara Óskiljanlegt er af hverju þessu er ekki breytt. Að sálfræðingar hafi aðsetur á þjónustumiðstöðvum frekar en út í skólum er bæði óhagkvæmt og hvorki í þágu barnanna né kennara. Sálfræðingar eiga að hafa aðsetur í skólum til að sinna málum barnanna í nálægð og þá sparast háar upphæðir sem fara í leigubílakostnað svo ekki sé minnst á tímann sem tekur að fara á milli staða. Ég var sjálf um 10 ára skeið skólasálfræðingur í Hafnarfirði og var með skrifstofu í skólanum. Þar gat ég verið til taks, veitt ráðgjöf til kennara og foreldra eftir atvikum milli þess sem ég var með börn í viðtölum og greiningu. Ein af þeim rökum sem nefnd hafa verið sem stríðir gegn því að sálfræðingar hafi aðstöðu í skólum er plássleysi. Það kann að vera raunverulegt í sumum skólum en dæmi eru um ýmsar lausnir. Ein slík er að hjúkrunarfræðingur skóla og sálfræðingur skipti með sér skrifstofu. Það er sýnilegur hagur allra að hafa sálfræðinga skóla alfarið innan veggja skólanna og því má telja víst að plássleysi verði ekki ástæða til að hindra það. Fái Flokkur fólksins framgang í komandi kosningum 14. maí mun það vera eitt af fyrstu verkum flokksins að skoða með markvissum hætti með skólastjórnendum hvort hægt sé að flytja aðsetur þeirra út í skólanna. Annað brýnt verkefni er að auka fjárheimildir til velferðarsviðs til að hægt sé að fjölga sálfræðingum skóla svo vinna megi markvisst að því að eyða biðlistum sem hefur verið svartur blettur borgarstjórnarmeirihlutans í mörg ár. Höfundur er sálfræðingur, oddviti Flokks fólksins og skipar 1. sæti á lista flokksins í komandi borgarstjórnakosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Árum saman hef ég sem sálfræðingur og borgarfulltrúi barist fyrir því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum sjálfum frekar en á þjónustumiðstöðvum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur hunsað þetta mikilvæga mál. Hinn 27. júní 2018 lagði ég sem borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu í Skóla- og frístundarráði um að skólasálfræðingur væri í hverjum skóla í Reykjavík og að skólar yrðu valdefldir með þeim hætti að þeir réðu sjálfir til sín skólasálfræðinga með aðsetur í skólum og tækju við verkbeiðnum frá nemendaverndarráðum. Í lögum segir að börn skuli hafa aðgang að sérfræðiþjónustu þar á meðal sálfræðiþjónustu. Tillögunni var vísað til velferðarráðs þar sem henni var hafnað. Biðlisti barna lengst á kjörtímabilinu vegna m.a. fjölgunar tilvísana Sálfræðingar hafa aðsetur á þjónustumiðstöðvum og ferðast þaðan út í þá skóla sem þeim ber að sinna til að þjónusta börn. Á biðlista eftir fagfólki skóla eru nú rúmlega 1800 börn og þar af rúmlega 1000 börn sem bíða eftir sálfræðiþjónustu af einhverju tagi, ýmist viðtölum eða greiningu. Stöðugildi sálfræðinga eru 25,8 sem þjónusta 80 leikskóla og 44 grunnskóla. Áætlað er að u.þ.b. 10 stöðugildi sinni leikskólum og 15,8 sinni grunnskólum borgarinnar. Hinn 4. maí fékk ég svar frá velferðarsviði við eftirfarandi fyrirspurn um kostnað við ferðir sálfræðinga út í skólana, sundurliðun eftir hverfum og eftir ferðamáta:Kostnaður við ferðir sálfræðinga út í skóla með leigubíl er 1.555.359Kostnaður vegna aksturssamninga er 1.821.255Heildarkostnaður 2.852.968 Af svari má sjá að kostnaður við ferðir sálfræðinga til og frá skóla er talsverður en sálfræðingar fara ýmist með leigubílum eða eru með aksturssamninga. Um er að ræða 31 sálfræðing og er meðalkostnaður á hvern tæp hálf milljón. Ef horft er á þetta raunsætt vekur það ekki mikla furðu hvað illa gengur að vinna niður biðlista barna til sálfræðinga og annarra fagaðila skóla s.s. talmeinafræðinga. Biðlistinn hefur lengst gríðarlega en hann var 400 börn árið 2018. Við listann hafa bæst um 1500 börn á kjörtímabilinu. Hvorki í þágu barna né kennara Óskiljanlegt er af hverju þessu er ekki breytt. Að sálfræðingar hafi aðsetur á þjónustumiðstöðvum frekar en út í skólum er bæði óhagkvæmt og hvorki í þágu barnanna né kennara. Sálfræðingar eiga að hafa aðsetur í skólum til að sinna málum barnanna í nálægð og þá sparast háar upphæðir sem fara í leigubílakostnað svo ekki sé minnst á tímann sem tekur að fara á milli staða. Ég var sjálf um 10 ára skeið skólasálfræðingur í Hafnarfirði og var með skrifstofu í skólanum. Þar gat ég verið til taks, veitt ráðgjöf til kennara og foreldra eftir atvikum milli þess sem ég var með börn í viðtölum og greiningu. Ein af þeim rökum sem nefnd hafa verið sem stríðir gegn því að sálfræðingar hafi aðstöðu í skólum er plássleysi. Það kann að vera raunverulegt í sumum skólum en dæmi eru um ýmsar lausnir. Ein slík er að hjúkrunarfræðingur skóla og sálfræðingur skipti með sér skrifstofu. Það er sýnilegur hagur allra að hafa sálfræðinga skóla alfarið innan veggja skólanna og því má telja víst að plássleysi verði ekki ástæða til að hindra það. Fái Flokkur fólksins framgang í komandi kosningum 14. maí mun það vera eitt af fyrstu verkum flokksins að skoða með markvissum hætti með skólastjórnendum hvort hægt sé að flytja aðsetur þeirra út í skólanna. Annað brýnt verkefni er að auka fjárheimildir til velferðarsviðs til að hægt sé að fjölga sálfræðingum skóla svo vinna megi markvisst að því að eyða biðlistum sem hefur verið svartur blettur borgarstjórnarmeirihlutans í mörg ár. Höfundur er sálfræðingur, oddviti Flokks fólksins og skipar 1. sæti á lista flokksins í komandi borgarstjórnakosningum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun