Vaktin: Selenskí segir hernaðarlegan ósigur Rússa augljósan Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Smári Jökull Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 12. maí 2022 06:46 Íbúar Donetsk sjást hér fylla á vatnsbirgðir sínar. Vísir/AP Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að eftir innrás Rússa í Úkraínu og samkomulag þeirra við Kína sé Rússland helsta ógnin sem heimurinn stendur frammi fyrir um þessar mundir. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir hernaðarlegan ósigur Rússa augljósan fyrir alla en að Rússa skorti hugrekki til að viðurkenna hann. Bandaríkjamenn hafa heitið stuðningi við aðildarumsókn Finna að NATO, sem staðfest var í morgun, sem og mögulega umsókn Svía en gert er ráð fyrir að þeir feti í fótspor nágranna sinna og tilkynni umsókn sína strax eftir helgi. Varaforstjóri Unicef sagði á fundi með Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna að tæplega 100 börn hafi látist í Úkraínu í apríl. Sú ákvörðun ráðamanna í Finnlandi að sækja um tafarlausa aðild að Atlantshafsbandalaginu hefur leitt til mikillar reiði í Rússlandi. Talsmaður Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, hefur sagt aðild Finna að NATO vera ógn gagnvart Rússlandi. Dmitry Peskov sagði ákvörðunina ekki gera heiminn stöðugri og að Rússar yrðu að bregðast við. Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, hefur varað þá íbúa sem hafa flúið við því að snúa aftur. Eins og sakir standa sé ekki hægt að tryggja öryggi borgara. Það að rússneskar hersveitir hafi hörfað frá Kharkív er í raun viðurkenning á því að Rússar hafi ekki haft getu til að að ná lykilborgum í Úkraínu þar sem þeir gerðu ráð fyrir takmarkaðri mótspyrnu íbúa, segir breska varnarmálaráðuneytið. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur gefið út skýrslu um áróðursmaskínu Rússa og sakað þá um að nota aðild sína að alþjóðlegum stofnunum til að dreifa falsupplýsingum og reyna að réttlæta aðgerðir sínar í Úkraínu. Þá ítrekar ráðuneytið að Rússar séu þekktir fyrir að saka aðra um einmitt þau brot sem þeir sjálfir hafa framið eða hyggjast fremja. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir hernaðarlegan ósigur Rússa augljósan fyrir alla en að Rússa skorti hugrekki til að viðurkenna hann. Bandaríkjamenn hafa heitið stuðningi við aðildarumsókn Finna að NATO, sem staðfest var í morgun, sem og mögulega umsókn Svía en gert er ráð fyrir að þeir feti í fótspor nágranna sinna og tilkynni umsókn sína strax eftir helgi. Varaforstjóri Unicef sagði á fundi með Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna að tæplega 100 börn hafi látist í Úkraínu í apríl. Sú ákvörðun ráðamanna í Finnlandi að sækja um tafarlausa aðild að Atlantshafsbandalaginu hefur leitt til mikillar reiði í Rússlandi. Talsmaður Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, hefur sagt aðild Finna að NATO vera ógn gagnvart Rússlandi. Dmitry Peskov sagði ákvörðunina ekki gera heiminn stöðugri og að Rússar yrðu að bregðast við. Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, hefur varað þá íbúa sem hafa flúið við því að snúa aftur. Eins og sakir standa sé ekki hægt að tryggja öryggi borgara. Það að rússneskar hersveitir hafi hörfað frá Kharkív er í raun viðurkenning á því að Rússar hafi ekki haft getu til að að ná lykilborgum í Úkraínu þar sem þeir gerðu ráð fyrir takmarkaðri mótspyrnu íbúa, segir breska varnarmálaráðuneytið. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur gefið út skýrslu um áróðursmaskínu Rússa og sakað þá um að nota aðild sína að alþjóðlegum stofnunum til að dreifa falsupplýsingum og reyna að réttlæta aðgerðir sínar í Úkraínu. Þá ítrekar ráðuneytið að Rússar séu þekktir fyrir að saka aðra um einmitt þau brot sem þeir sjálfir hafa framið eða hyggjast fremja. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira