Tími kominn á innhverfin Hjálmar Sveinsson skrifar 11. maí 2022 12:46 Reykjavík byggðist í marga áratugi út á við. Í meira en 50 ár fólst allur vöxtur borgarinnar í því að byggja ný og ný úthverfi. Sífellt meira land var brotið undir nýja byggð, vegalengdir jukust, erfiðara varð um alla þjónustu og kostnaður við gerð innviða jókst stöðugt. Við eigum mörg góða úthverfi. Við þurfum ekki fleiri í bili. Nú er kominn tími á innhverfin. Það er komið að hverfunum sem við búum í, nýjum og gömlum. Við þurfum að fjárfesta í þeim næstu 10 árin. Sú fjárfesting er reyndar hafin af fullum krafti. Bylting hefur átt sé stað í gerð hjólastíga um alla borg, enda hefur hjólreiðafólki fjölgað verulega, skólalóðir hafa verið endurbættar í stórum stíl, sama er segja um hverfissundlaugar, gerð hafa verið falleg torg, bókasöfn eru smám saman að breytast í menningarhús, fjölnota íþróttahús hafa risið og aðstaða fyrir fimleika stórbætt. Og framtíðarsýnin er skýr. Í Græna planinu, fjárfestingaáætlun Reykjavíkur til 2030, eru lagðar línur fyrir grænar fjárfestingar og kraftmikla innviðauppbyggingu í öllum hverfum. Það þýðir að á næstu árum verður fjárfest fyrir tugi milljarða í hverfunum sem við búum í nú þegar. Leikskólar og grunnskólar munu rísa í þeim hverfum innan borgarmarkanna sem nú eru að byggjast býsna hratt. Skólar í grónum hverfum verða stækkaðir, áhersla verður lögð á græn svæði, gott aðgengi, list og menningu, hverfiskjarna, torg, göngugötur borgargötur, hjólastíga, endurbætur á Ylströnd og sérakreinar fyrir Borgarlínu, náttúrulaug í Fossvogsdal og verulegar endurbætur á Laugardalslaug. Þetta eru fjárfestingar í lífgæðum í hverfunum okkar Hugmyndir um að hefja á ný útþenslu byggðarinnar og þar með dreifingu hennar ganga gegn þessari áætlun og munu kippa fótunum undan mikilvægri fjárfestingu í hverfunum okkar næstu 10 árin. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Reykjavík byggðist í marga áratugi út á við. Í meira en 50 ár fólst allur vöxtur borgarinnar í því að byggja ný og ný úthverfi. Sífellt meira land var brotið undir nýja byggð, vegalengdir jukust, erfiðara varð um alla þjónustu og kostnaður við gerð innviða jókst stöðugt. Við eigum mörg góða úthverfi. Við þurfum ekki fleiri í bili. Nú er kominn tími á innhverfin. Það er komið að hverfunum sem við búum í, nýjum og gömlum. Við þurfum að fjárfesta í þeim næstu 10 árin. Sú fjárfesting er reyndar hafin af fullum krafti. Bylting hefur átt sé stað í gerð hjólastíga um alla borg, enda hefur hjólreiðafólki fjölgað verulega, skólalóðir hafa verið endurbættar í stórum stíl, sama er segja um hverfissundlaugar, gerð hafa verið falleg torg, bókasöfn eru smám saman að breytast í menningarhús, fjölnota íþróttahús hafa risið og aðstaða fyrir fimleika stórbætt. Og framtíðarsýnin er skýr. Í Græna planinu, fjárfestingaáætlun Reykjavíkur til 2030, eru lagðar línur fyrir grænar fjárfestingar og kraftmikla innviðauppbyggingu í öllum hverfum. Það þýðir að á næstu árum verður fjárfest fyrir tugi milljarða í hverfunum sem við búum í nú þegar. Leikskólar og grunnskólar munu rísa í þeim hverfum innan borgarmarkanna sem nú eru að byggjast býsna hratt. Skólar í grónum hverfum verða stækkaðir, áhersla verður lögð á græn svæði, gott aðgengi, list og menningu, hverfiskjarna, torg, göngugötur borgargötur, hjólastíga, endurbætur á Ylströnd og sérakreinar fyrir Borgarlínu, náttúrulaug í Fossvogsdal og verulegar endurbætur á Laugardalslaug. Þetta eru fjárfestingar í lífgæðum í hverfunum okkar Hugmyndir um að hefja á ný útþenslu byggðarinnar og þar með dreifingu hennar ganga gegn þessari áætlun og munu kippa fótunum undan mikilvægri fjárfestingu í hverfunum okkar næstu 10 árin. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar