Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2022 11:01 Marcelo Pecci sérhæfði sig í að uppræta skipulagða glæpastarfsemi, peningaþvætti, fíkniefnasmygl og fjármögnun hryðjuverka. Vísir/EPA Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. Tveir byssumenn skutu Marcelo Pecci til bana á ferðamannaströndinni Barú, suður af borginni Cartagenu í Kólumbíu. Eiginkona hans, Claudia Aguilera, segir að hann hafi ekki fengið neinar hótanir í aðdraganda morðsins. Mennirnir tveir hafi nálgast þau á einkaströnd en síðan skotið hann. „Tveir menn réðust á Marcelo. Þeir komu á litlum bát eða sæþotu, sannast sagna sá ég það ekki vel,“ sagði Aguilera. Annar árásarmannanna hafi farið frá borði og skotið Pecci tvisvar, einu sinni í andlitið og einu sinni í bakið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mario Abdo Benítez, forseti Paragvæ, lýsti árásinu sem „hugleysislegu morði“. Augusto Salas, starfsbróðir Pecci, segir að árásin virðist dæmigerð mafíuárás. Hann líti á árásina sem slíka þar til annað komi í ljós. Lögreglumenn frá Paragvæ eru komnir til Kólumbíu til að rannsaka morðið. Bandarísk stjórnvöld hafa boðið fram aðstoð sína við rannsóknina. Pecci sérhæfði sig í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi, peningaþvætti, fíkniefnasmygli og fjármögnun hryðjuverka. Hann rak meðal annars mál gegn brasilíska knattspyrnumanninum Ronaldinho sem var handtekinn fyrir að reyna að koma til Paragvæ á fölsuðu paragvæsku vegabréfi árið 2020. Sandra Quinonez, ríkissaksóknari Paragvæ, syrgir Pecci við líknesku af Maríu mey á skrifstofu sinni í gær.AP/Jorge Saenz Paragvæ Kólumbía Tengdar fréttir Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Tveir byssumenn skutu Marcelo Pecci til bana á ferðamannaströndinni Barú, suður af borginni Cartagenu í Kólumbíu. Eiginkona hans, Claudia Aguilera, segir að hann hafi ekki fengið neinar hótanir í aðdraganda morðsins. Mennirnir tveir hafi nálgast þau á einkaströnd en síðan skotið hann. „Tveir menn réðust á Marcelo. Þeir komu á litlum bát eða sæþotu, sannast sagna sá ég það ekki vel,“ sagði Aguilera. Annar árásarmannanna hafi farið frá borði og skotið Pecci tvisvar, einu sinni í andlitið og einu sinni í bakið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mario Abdo Benítez, forseti Paragvæ, lýsti árásinu sem „hugleysislegu morði“. Augusto Salas, starfsbróðir Pecci, segir að árásin virðist dæmigerð mafíuárás. Hann líti á árásina sem slíka þar til annað komi í ljós. Lögreglumenn frá Paragvæ eru komnir til Kólumbíu til að rannsaka morðið. Bandarísk stjórnvöld hafa boðið fram aðstoð sína við rannsóknina. Pecci sérhæfði sig í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi, peningaþvætti, fíkniefnasmygli og fjármögnun hryðjuverka. Hann rak meðal annars mál gegn brasilíska knattspyrnumanninum Ronaldinho sem var handtekinn fyrir að reyna að koma til Paragvæ á fölsuðu paragvæsku vegabréfi árið 2020. Sandra Quinonez, ríkissaksóknari Paragvæ, syrgir Pecci við líknesku af Maríu mey á skrifstofu sinni í gær.AP/Jorge Saenz
Paragvæ Kólumbía Tengdar fréttir Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37