Snjallvæðingin: „Gögnin sem hafa safnast upp beinlínis öskra á næsta skref“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. maí 2022 07:00 Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og eigandi DataLab í Grósku, segir íslensk fyrirtæki geta nýtt enn betur þau tækifæri sem felast í snjallvæðingunni. Þannig séu íslensk fyrirtæki langt komin í stafvæðingunni en næsta skref sé snjalla skrefið. Sem dæmi nefnir hann Spotify. Þeir stafvæddu neyslu á tónlist en nýttu síðan gögnin til að leyfa fólki að búa til sína eigin lagalista. Lagalistarnir eru gott dæmi um snjalla skrefið sem á að fylgja á eftir stafvæðingunni og mörg fyrirtæki hafa mun fleiri tækifæri í þessum efnum en við sjáum nú. Vísir/Vilhelm „Íslensk fyrirtæki eru fremur langt komin í stafvæðingunni en skammt á veg komin í snjallvæðingunni,“ segir Brynjólfur Borgar Jónsson stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab. Brynjólfur segir helstu undantekninguna á þessu vera sprota sem eðli málsins samkvæmt séu oft framarlega á kúrfunni. Enda mörg sprotafyrirtæki stofnuð í kringum gagnasöfnun og hagnýtingu gagna. Sem dæmi nefnir Brynjólfur sprotann Oceans sem umbreytir opinberum og alþjóðlegum gögnum um sjávarútveg í hagnýtar upplýsingar sem aðilar í sjávarútvegi nýta við ákvarðanatöku. Oceans og DataLab þróa mælikvarða sem eru þar forspármælikvarðar um afla og þróun verðs. Oft gagnaóreiða hjá fyrirtækjum Brynjólfur er með M.Sc. í tölfræði frá UWE í Bristol og B.A. í sálfræði frá HÍ. Brynjólfur stofnaði DataLab árið 2016 en starfaði áður sem ráðgjafi á Íslandi og í Englandi og hjá Marel, Landsbankanum, Norðurljósum (nú Sýn) og Morgunblaðinu. Brynjólfur segir undirstöðu snjallvæðingarinnar vera gögn. Oft vanti upp á að þau séu nægilega góð en of algengt er að hjá fyrirtækjum sé vandinn í raun gagnaóreiða. Sem aftur tefur að snjallvæðingin komist á skrið, að gögnin séu nýtt sem skyldi. „Að huga að gögnum er eilífðarverkefni, rétt eins og rækta garðinn sinn,“ segir Brynjólfur sem útskýringu á því að það að huga að gögnunum er ekki verkefni sem fyrirtæki leysa í eitt skipti fyrir öll heldur verkefni sem verður að vera í gangi innan fyrirtækisins alltaf. Því nú þegar fjórða iðnbyltingin er komin á fullt skrið, segir Brynjólfur mikilvægt að fyrirtæki fari að innleiða í meira mæli snjallar lausnir og gervigreind. Engin atvinnugrein sé þar undanskilin. „Fyrirtæki hafa á undanförnum árum og áratugum fjárfest í stafvæðingu, stafrænum lausnum. Til dæmis netbönkum, netverslunum, alls kyns öppum sem veita þjónustu. Eins og strætó og rafskutlur, tryggingafélög, veitingastaðir og flugfélög. Stundum eru hinar stafrænu lausnir jafnvel varan sjálf eins og í tilfelli efnisveita,“ segir Brynjólfur. Brynjólfur segir íslensk fyrirtæki langt komin í stafvæðingu og nefnir sem dæmi netbanka og alls kyns öpp sem nú eru notuð til að þjónusta viðskiptavini og notendur. Hins vegar sé snjalla skrefið á eftir en oft eru fyrirtæki ekki að nýta nægilega vel gögnin sem verða til með stafrænni notkun, sem þó gætu hleypt þeim langt í að þróa snjallar lausnir og ný tækifæri.Vísir/Vilhelm Til þess að átta sig betur á muninum á stafvæðingu og snjallvæðingu segir Brynjólfur einfaldast að horfa á þessi verkefni sem framhald af hvort öðru. Þróunin hefjist á stafvæðingu, en henni fylgir gagnasöfnun. Þar með myndast kjöraðstæður fyrir næsta skref sem er þá snjallvæðingin. „Stafvæðing er forsenda samkeppnishæfni en hún dugar ekki til er ekki hið eiginlega markmið að mínu mati. Snjallvæðingin þarf að fylgja,“ segir Brynjólfur og bætir við: Rétt eins og Spotify lét ekki staðar numið þegar þau höfðu stafvætt neyslu á tónlist. Þau nýttu gögnin sem söfnuðust til að bæta upplifun notenda með því að sérsníða lagalista að smekk hvers og eins. Það var seinna skrefið: Snjalla skrefið.“ Staðan á Íslandi: Eigum að nýta tækifærin betur Brynjólfur segir að þar sem íslensk fyrirtæki eru frekar langt komin í stafvæðingunni séu þau mörg hver vel í stakk búin til að taka næsta skref. Snjalla skrefið. „Gögnin sem hafa safnast upp beinlínis öskra á næsta skref. Og ef stjórnendur bregðast ekki við munu fyrirtækin sem þau stjórna verða undir í samkeppni við fyrirtæki sem aðlaga sig að breyttum aðstæðum.“ Brynjólfur segist sannfærður um að ef íslenskt atvinnulíf vill auka á samkeppnisforskotið þá sé það eina rétta að gera að fara að nýta gögnin sem til eru enn betur til góðra verka. Síendurtekin verkefni má sjálfvirknivæða, bæta má upplifun viðskiptavina og draga úr áhættu, óvissu og sóun í rekstri og svo framvegis. Snjallar lausnir geti til dæmis falist í að þróa nýja lykilmælikvarða með forspárgildi fyrir fyrirtæki að styðjast við. Rétt eins og Ocean dæmið sem nefnt var hér að framan. Við höfum séð nákvæmlega sömu þróun eiga sér stað á stærri mörkuðum á undanförnu árum þar sem gögn og gervigreindartækni hefur verið nýtt með góðum árangri til að skapa þeim sem ná tökum á henni samkeppnisforskot. Nú er röðin komin að okkur enda er tæknin orðin aðgengilegri, áreiðanlegri og hagkvæmari.“ Tækni Nýsköpun Stafræn þróun Tengdar fréttir Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki, stór sem smá og það er ekki eftir neinu að bíða með að nýta sér þessa tækni. Sem dæmi má nefna hvernig vélrænt nám getur dregið úr brottfalli viðskiptavina. 18. nóvember 2020 07:01 „Miklu að tapa ef fyrirtæki eru of sein og missa af lestinni“ 3. desember 2020 07:01 Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00 Störfum í hátæknivöruhúsi fækkar en ný störf verða til Nýtt hátæknivörurhús hefur verið tekið í notkun hjá Innnes. Þar munu róbótar taka við ýmsum verkefnum og störfum fækkar. En ný störf verða einnig til. 13. október 2020 08:08 Listi með 175 störfum: Munu róbótar taka yfir starfið þitt? Sum störf munu hverfa. Öðrum fækkar verulega. Enn önnur störf munu breytast og sum störf munu nýta sér tækniframfarir án þess að störfin sjálf teljist mjög næm fyrir tölvuvæðingunni. 5. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Brynjólfur segir helstu undantekninguna á þessu vera sprota sem eðli málsins samkvæmt séu oft framarlega á kúrfunni. Enda mörg sprotafyrirtæki stofnuð í kringum gagnasöfnun og hagnýtingu gagna. Sem dæmi nefnir Brynjólfur sprotann Oceans sem umbreytir opinberum og alþjóðlegum gögnum um sjávarútveg í hagnýtar upplýsingar sem aðilar í sjávarútvegi nýta við ákvarðanatöku. Oceans og DataLab þróa mælikvarða sem eru þar forspármælikvarðar um afla og þróun verðs. Oft gagnaóreiða hjá fyrirtækjum Brynjólfur er með M.Sc. í tölfræði frá UWE í Bristol og B.A. í sálfræði frá HÍ. Brynjólfur stofnaði DataLab árið 2016 en starfaði áður sem ráðgjafi á Íslandi og í Englandi og hjá Marel, Landsbankanum, Norðurljósum (nú Sýn) og Morgunblaðinu. Brynjólfur segir undirstöðu snjallvæðingarinnar vera gögn. Oft vanti upp á að þau séu nægilega góð en of algengt er að hjá fyrirtækjum sé vandinn í raun gagnaóreiða. Sem aftur tefur að snjallvæðingin komist á skrið, að gögnin séu nýtt sem skyldi. „Að huga að gögnum er eilífðarverkefni, rétt eins og rækta garðinn sinn,“ segir Brynjólfur sem útskýringu á því að það að huga að gögnunum er ekki verkefni sem fyrirtæki leysa í eitt skipti fyrir öll heldur verkefni sem verður að vera í gangi innan fyrirtækisins alltaf. Því nú þegar fjórða iðnbyltingin er komin á fullt skrið, segir Brynjólfur mikilvægt að fyrirtæki fari að innleiða í meira mæli snjallar lausnir og gervigreind. Engin atvinnugrein sé þar undanskilin. „Fyrirtæki hafa á undanförnum árum og áratugum fjárfest í stafvæðingu, stafrænum lausnum. Til dæmis netbönkum, netverslunum, alls kyns öppum sem veita þjónustu. Eins og strætó og rafskutlur, tryggingafélög, veitingastaðir og flugfélög. Stundum eru hinar stafrænu lausnir jafnvel varan sjálf eins og í tilfelli efnisveita,“ segir Brynjólfur. Brynjólfur segir íslensk fyrirtæki langt komin í stafvæðingu og nefnir sem dæmi netbanka og alls kyns öpp sem nú eru notuð til að þjónusta viðskiptavini og notendur. Hins vegar sé snjalla skrefið á eftir en oft eru fyrirtæki ekki að nýta nægilega vel gögnin sem verða til með stafrænni notkun, sem þó gætu hleypt þeim langt í að þróa snjallar lausnir og ný tækifæri.Vísir/Vilhelm Til þess að átta sig betur á muninum á stafvæðingu og snjallvæðingu segir Brynjólfur einfaldast að horfa á þessi verkefni sem framhald af hvort öðru. Þróunin hefjist á stafvæðingu, en henni fylgir gagnasöfnun. Þar með myndast kjöraðstæður fyrir næsta skref sem er þá snjallvæðingin. „Stafvæðing er forsenda samkeppnishæfni en hún dugar ekki til er ekki hið eiginlega markmið að mínu mati. Snjallvæðingin þarf að fylgja,“ segir Brynjólfur og bætir við: Rétt eins og Spotify lét ekki staðar numið þegar þau höfðu stafvætt neyslu á tónlist. Þau nýttu gögnin sem söfnuðust til að bæta upplifun notenda með því að sérsníða lagalista að smekk hvers og eins. Það var seinna skrefið: Snjalla skrefið.“ Staðan á Íslandi: Eigum að nýta tækifærin betur Brynjólfur segir að þar sem íslensk fyrirtæki eru frekar langt komin í stafvæðingunni séu þau mörg hver vel í stakk búin til að taka næsta skref. Snjalla skrefið. „Gögnin sem hafa safnast upp beinlínis öskra á næsta skref. Og ef stjórnendur bregðast ekki við munu fyrirtækin sem þau stjórna verða undir í samkeppni við fyrirtæki sem aðlaga sig að breyttum aðstæðum.“ Brynjólfur segist sannfærður um að ef íslenskt atvinnulíf vill auka á samkeppnisforskotið þá sé það eina rétta að gera að fara að nýta gögnin sem til eru enn betur til góðra verka. Síendurtekin verkefni má sjálfvirknivæða, bæta má upplifun viðskiptavina og draga úr áhættu, óvissu og sóun í rekstri og svo framvegis. Snjallar lausnir geti til dæmis falist í að þróa nýja lykilmælikvarða með forspárgildi fyrir fyrirtæki að styðjast við. Rétt eins og Ocean dæmið sem nefnt var hér að framan. Við höfum séð nákvæmlega sömu þróun eiga sér stað á stærri mörkuðum á undanförnu árum þar sem gögn og gervigreindartækni hefur verið nýtt með góðum árangri til að skapa þeim sem ná tökum á henni samkeppnisforskot. Nú er röðin komin að okkur enda er tæknin orðin aðgengilegri, áreiðanlegri og hagkvæmari.“
Tækni Nýsköpun Stafræn þróun Tengdar fréttir Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki, stór sem smá og það er ekki eftir neinu að bíða með að nýta sér þessa tækni. Sem dæmi má nefna hvernig vélrænt nám getur dregið úr brottfalli viðskiptavina. 18. nóvember 2020 07:01 „Miklu að tapa ef fyrirtæki eru of sein og missa af lestinni“ 3. desember 2020 07:01 Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00 Störfum í hátæknivöruhúsi fækkar en ný störf verða til Nýtt hátæknivörurhús hefur verið tekið í notkun hjá Innnes. Þar munu róbótar taka við ýmsum verkefnum og störfum fækkar. En ný störf verða einnig til. 13. október 2020 08:08 Listi með 175 störfum: Munu róbótar taka yfir starfið þitt? Sum störf munu hverfa. Öðrum fækkar verulega. Enn önnur störf munu breytast og sum störf munu nýta sér tækniframfarir án þess að störfin sjálf teljist mjög næm fyrir tölvuvæðingunni. 5. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki, stór sem smá og það er ekki eftir neinu að bíða með að nýta sér þessa tækni. Sem dæmi má nefna hvernig vélrænt nám getur dregið úr brottfalli viðskiptavina. 18. nóvember 2020 07:01
Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00
Störfum í hátæknivöruhúsi fækkar en ný störf verða til Nýtt hátæknivörurhús hefur verið tekið í notkun hjá Innnes. Þar munu róbótar taka við ýmsum verkefnum og störfum fækkar. En ný störf verða einnig til. 13. október 2020 08:08
Listi með 175 störfum: Munu róbótar taka yfir starfið þitt? Sum störf munu hverfa. Öðrum fækkar verulega. Enn önnur störf munu breytast og sum störf munu nýta sér tækniframfarir án þess að störfin sjálf teljist mjög næm fyrir tölvuvæðingunni. 5. febrúar 2020 08:00