Gætu skyldað tæknirisa til að finna og fjarlægja barnaklám Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2022 14:38 Drög að nýjum reglum til að uppræta barnaklám voru kynntar í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í dag. Vísir/EPA Drög að reglum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur til meðferðar gæti sett skyldur á herðar tæknirisa eins og Google og Meta að finna og fjarlægja barnaklám á netinu. Persónuverndarsamtök óttast að friðhelgi samskipta fólks geti verið ógnað verði reglurnar að veruleika. Reglurnar eiga að koma í stað núgildandi reglna sem eru valkvæðar fyrir fyrirtæki. Framkvæmdastjórnin telur þær hafa dugað skammt til að vernda börn. Þannig bárust fleiri en milljón tilkynninga um misnotkun á börnum innan sambandsins árið 2020 og fjölgaði þeim um 64% í fyrra. Þá er um 60% af barnaníðsefni í heiminum hýst á evrópskum netþjónum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækjunum yrði gert skylt að tilkynna um og fjarlægja þekktar og nýjar myndir og myndbönd og einnig nettælingu. Sérstök eftirlitsstofnun fær það verkefni að taka við tilkynningum fyrirtækjanna og vísa þeim til lögreglu eftir atvikum. Reglurnar ættu bæði við um nethýsingu og netþjónustu, þar á meðal samskiptaforrit. Samtökin Evrópsk stafræn réttindi segja að með þessu sé dulkóðuðum samskiptum ógnað og opnað verði á möguleikann á gerræðislegu eftirliti með fólki á netinu. Talsmenn fyrirtækjanna taka í sama streng. Fulltrúa Meta segir mikilvægt að reglurnar grafi ekki undan dulkóðuðum samskiptum sem vernda öryggi og einkalíf milljarða manna, þar á meðal barna. Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið þurfa að samþykkja tillögurnar áður en þær öðlast gildi. Kynferðisofbeldi Tækni Meta Google Evrópusambandið Persónuvernd Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Reglurnar eiga að koma í stað núgildandi reglna sem eru valkvæðar fyrir fyrirtæki. Framkvæmdastjórnin telur þær hafa dugað skammt til að vernda börn. Þannig bárust fleiri en milljón tilkynninga um misnotkun á börnum innan sambandsins árið 2020 og fjölgaði þeim um 64% í fyrra. Þá er um 60% af barnaníðsefni í heiminum hýst á evrópskum netþjónum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækjunum yrði gert skylt að tilkynna um og fjarlægja þekktar og nýjar myndir og myndbönd og einnig nettælingu. Sérstök eftirlitsstofnun fær það verkefni að taka við tilkynningum fyrirtækjanna og vísa þeim til lögreglu eftir atvikum. Reglurnar ættu bæði við um nethýsingu og netþjónustu, þar á meðal samskiptaforrit. Samtökin Evrópsk stafræn réttindi segja að með þessu sé dulkóðuðum samskiptum ógnað og opnað verði á möguleikann á gerræðislegu eftirliti með fólki á netinu. Talsmenn fyrirtækjanna taka í sama streng. Fulltrúa Meta segir mikilvægt að reglurnar grafi ekki undan dulkóðuðum samskiptum sem vernda öryggi og einkalíf milljarða manna, þar á meðal barna. Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið þurfa að samþykkja tillögurnar áður en þær öðlast gildi.
Kynferðisofbeldi Tækni Meta Google Evrópusambandið Persónuvernd Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira