Gætu skyldað tæknirisa til að finna og fjarlægja barnaklám Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2022 14:38 Drög að nýjum reglum til að uppræta barnaklám voru kynntar í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í dag. Vísir/EPA Drög að reglum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur til meðferðar gæti sett skyldur á herðar tæknirisa eins og Google og Meta að finna og fjarlægja barnaklám á netinu. Persónuverndarsamtök óttast að friðhelgi samskipta fólks geti verið ógnað verði reglurnar að veruleika. Reglurnar eiga að koma í stað núgildandi reglna sem eru valkvæðar fyrir fyrirtæki. Framkvæmdastjórnin telur þær hafa dugað skammt til að vernda börn. Þannig bárust fleiri en milljón tilkynninga um misnotkun á börnum innan sambandsins árið 2020 og fjölgaði þeim um 64% í fyrra. Þá er um 60% af barnaníðsefni í heiminum hýst á evrópskum netþjónum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækjunum yrði gert skylt að tilkynna um og fjarlægja þekktar og nýjar myndir og myndbönd og einnig nettælingu. Sérstök eftirlitsstofnun fær það verkefni að taka við tilkynningum fyrirtækjanna og vísa þeim til lögreglu eftir atvikum. Reglurnar ættu bæði við um nethýsingu og netþjónustu, þar á meðal samskiptaforrit. Samtökin Evrópsk stafræn réttindi segja að með þessu sé dulkóðuðum samskiptum ógnað og opnað verði á möguleikann á gerræðislegu eftirliti með fólki á netinu. Talsmenn fyrirtækjanna taka í sama streng. Fulltrúa Meta segir mikilvægt að reglurnar grafi ekki undan dulkóðuðum samskiptum sem vernda öryggi og einkalíf milljarða manna, þar á meðal barna. Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið þurfa að samþykkja tillögurnar áður en þær öðlast gildi. Kynferðisofbeldi Tækni Meta Google Evrópusambandið Persónuvernd Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Reglurnar eiga að koma í stað núgildandi reglna sem eru valkvæðar fyrir fyrirtæki. Framkvæmdastjórnin telur þær hafa dugað skammt til að vernda börn. Þannig bárust fleiri en milljón tilkynninga um misnotkun á börnum innan sambandsins árið 2020 og fjölgaði þeim um 64% í fyrra. Þá er um 60% af barnaníðsefni í heiminum hýst á evrópskum netþjónum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækjunum yrði gert skylt að tilkynna um og fjarlægja þekktar og nýjar myndir og myndbönd og einnig nettælingu. Sérstök eftirlitsstofnun fær það verkefni að taka við tilkynningum fyrirtækjanna og vísa þeim til lögreglu eftir atvikum. Reglurnar ættu bæði við um nethýsingu og netþjónustu, þar á meðal samskiptaforrit. Samtökin Evrópsk stafræn réttindi segja að með þessu sé dulkóðuðum samskiptum ógnað og opnað verði á möguleikann á gerræðislegu eftirliti með fólki á netinu. Talsmenn fyrirtækjanna taka í sama streng. Fulltrúa Meta segir mikilvægt að reglurnar grafi ekki undan dulkóðuðum samskiptum sem vernda öryggi og einkalíf milljarða manna, þar á meðal barna. Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið þurfa að samþykkja tillögurnar áður en þær öðlast gildi.
Kynferðisofbeldi Tækni Meta Google Evrópusambandið Persónuvernd Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira