Katrín Alda Rafnsdóttir er konan á bakvið KALDA og var ekkert smá gaman að skoða glænýja hönnun hennar á töskum sem hún kynnti á HönnunarMars í glæsilega rými sínu útá Granda.
Töskurnar eru stílhreinar, töff og gerðar úr óhefðbundnu efnisvali sem gerir þær að miklu augnanammi.
Katrín er búin að baða sig í velgegni með hönnun sína á skóm og teljum við að töskurnar séu að fara í nákvæmlega sama pakka í framhaldinu.





