Borgarbúar ganga að kjörborðinu á laugardaginn og geta þannig látið þá skoðun sína í ljós hverjum þeir treysti best til þess að stjórna gangi mála í höfuðborginni næstu fjögur árin.
Fulltrúar Framsóknar, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokksins, Pírata, Miðflokksins, Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokksins takast á í kappræðum sem Heimir Már Pétursson stýrir.
Reikna má með athyglisverðum umræðum enda styttist óðum í kjördag og flokkarnir í kappi að koma boðskap sínum á framfæri.
Áskrifendur Stöðvar 2 geta fylgst með í beinni útsendingu. Kappræðurnar verða svo aðgengilegar í heild sinni á Vísi í fyrramálið.