Inter ítalskur bikarmeistari eftir sigur í framlengingu Atli Arason skrifar 11. maí 2022 22:12 Leikmenn Inter fagna sigrinum í leikslok. Getty Images Inter Milan varð í kvöld bikarmeistari á Ítalíu eftir 4-2 sigur á Juventus í framlengdum úrslitaleik. Þetta er í áttuna sinn sem Inter lyftir bikarnum. Inter byrjaði leikinn af krafti og komst í forystu strax á sjöundu mínútu. Varnarmenn Juventus náðu ekki að hreinsa boltann í burtu eftir hornspyrnu og knötturinn barst til Nicolo Barella á vinstri væng sem skar sig inn á teig Juve og átti þrumuskot sem var óverjandi fyrir Mattia Perin, í marki Juventus. Leikur Juventus batnaði eftir því sem á leið fyrri hálfleiks en Samir Handanovic sá við öllu sem framherjar Juventus buðu upp á og Inter fór með eins marks forystu inn í hálfleik. Juve kom á flugi út í síðari hálfleikinn og tókst að snúa leiknum við á tveggja mínútna kafla. Fyrst var það Alex Sandro tókst að koma boltanum í netið á 50. mínútu áður en hornspyrna Inter tveimur mínútum síðar varð að skyndisókn Juventus sem Dusan Vlahovic batt enda á með marki eftir að hann slapp einn í gegnum vörn Inter. Simone Inzaghi, knattspyrnustjóri Inter, brást strax við. Inzaghi gerði þrefalda skiptingu á meðan Juventus ætlaði að reyna að sitja til baka og halda í eins marks forskot sitt. Á 80. mínútu leiksins fékk Inter dæmda vítaspyrnu þegar Lautaro Martinez var tekin niður inn í vítateig og Hakan Çalhanoğlu gerði enginn mistök og skoraði örugglega úr spyrnunni og jafnaði leikinn á ný. Því þurfti að framlengja. Á áttundu mínútu í framlengingu fékk Inter aðra vítaspyrnu í leiknum. Í þetta sinn fór Ivan Perišić á punktinn og kom Inter í forystu, 3-2. Perišić bætti um betur með frábæru marki úr viðstöðulausu skoti á 102. mínútu leiksins og þar við sat. Inter er verðskuldaður ítalskur bikarmeistari í fyrsta sinn í 11 ár og í áttunda sinn í sögu liðsins. Ítalski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Sjá meira
Inter byrjaði leikinn af krafti og komst í forystu strax á sjöundu mínútu. Varnarmenn Juventus náðu ekki að hreinsa boltann í burtu eftir hornspyrnu og knötturinn barst til Nicolo Barella á vinstri væng sem skar sig inn á teig Juve og átti þrumuskot sem var óverjandi fyrir Mattia Perin, í marki Juventus. Leikur Juventus batnaði eftir því sem á leið fyrri hálfleiks en Samir Handanovic sá við öllu sem framherjar Juventus buðu upp á og Inter fór með eins marks forystu inn í hálfleik. Juve kom á flugi út í síðari hálfleikinn og tókst að snúa leiknum við á tveggja mínútna kafla. Fyrst var það Alex Sandro tókst að koma boltanum í netið á 50. mínútu áður en hornspyrna Inter tveimur mínútum síðar varð að skyndisókn Juventus sem Dusan Vlahovic batt enda á með marki eftir að hann slapp einn í gegnum vörn Inter. Simone Inzaghi, knattspyrnustjóri Inter, brást strax við. Inzaghi gerði þrefalda skiptingu á meðan Juventus ætlaði að reyna að sitja til baka og halda í eins marks forskot sitt. Á 80. mínútu leiksins fékk Inter dæmda vítaspyrnu þegar Lautaro Martinez var tekin niður inn í vítateig og Hakan Çalhanoğlu gerði enginn mistök og skoraði örugglega úr spyrnunni og jafnaði leikinn á ný. Því þurfti að framlengja. Á áttundu mínútu í framlengingu fékk Inter aðra vítaspyrnu í leiknum. Í þetta sinn fór Ivan Perišić á punktinn og kom Inter í forystu, 3-2. Perišić bætti um betur með frábæru marki úr viðstöðulausu skoti á 102. mínútu leiksins og þar við sat. Inter er verðskuldaður ítalskur bikarmeistari í fyrsta sinn í 11 ár og í áttunda sinn í sögu liðsins.
Ítalski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Sjá meira